Til allra stéttarfélaga og atvinnurekenda Sigríður Auðunsdóttir skrifar 25. febrúar 2024 16:01 Vissuð þið að 1 af hverjum 6 pörum glímir við frjósemisvanda? Vissuð þið að sú tala fer hækkandi? Vissuð þið að frjósemisvandi margra er svo flókin að ekki fæst lausn mála á Íslandi svo fólk leitar út fyrir landsteinana? Vissuð þið að áfallið við að greinast með frjósemisvandi er sambærilegt því að greinast með krabbamein? Vissuð þið að það er engin skemmtun fólgin í því að fara í tæknifrjóvgunarferðir erlendis? Vissuð þið að margir einstaklingar þurfa að nýta sumar orlofsdaga í þetta ferli sem er langt frá því að vera orlof? Draumur marga einstaklinga/para um að verða foreldri er algengari en fólki grunar og oft erfiðleikum gæddur. Þeim fjölgar pörunum sem leita út fyrir landsteinana til að fá draum sinn uppfylltan að verða foreldri. Ferlið er bæði mjög dýrt og erfitt andlega og líkamlega. Hugurinn leitar stanslaust að því hvort örvun takist, frjóvgun verði, mun þessi meðferð ganga upp? Ef ég fæ jákvætt próf, mun ég þá halda fóstrinu eða mun ég missa aftur. Mun ég þurfa að fara aftur út í fleiri uppsetningar ef ég er svo heppin að ná fósturvísum í fyrsti? Engin fer í þetta ferli og skellir sér í tæknifrjóvgunarmeðferð erlendis vegna skemmtunar. Þetta ferli er bæði dýrt og það tekur mikið á andlega. Þess vegna er sorglegt að fólk þurfi að eyða orlofsdögum sínum í ferlið sem getur tekið allt upp í rúmar 2 vikur í fjarveru frá vinnu. Sem betur fer er þó ákvæði í sumum kjarasamningum um 15 daga fjarveru frá vinnu vegna tæknifrjóvgunar. Ég skora hér með á öll stéttarfélög að setja þetta í sína kjarasamninga. Einnig vil ég minna alla yfirmenn og atvinnurekendur á að fólk fer ekki í þetta ferli sér til gleði og skemmtunar heldur vegna þess að þeim langar að fá draum sinn uppfylltan. Þess má geta að frjósemisvandi er sjúkdómur samkvæmt WHO. Höfundur er stjórnarmaður í Tilveru, samtaka um ófrjósemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frjósemi Börn og uppeldi Stéttarfélög Atvinnurekendur Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Vissuð þið að 1 af hverjum 6 pörum glímir við frjósemisvanda? Vissuð þið að sú tala fer hækkandi? Vissuð þið að frjósemisvandi margra er svo flókin að ekki fæst lausn mála á Íslandi svo fólk leitar út fyrir landsteinana? Vissuð þið að áfallið við að greinast með frjósemisvandi er sambærilegt því að greinast með krabbamein? Vissuð þið að það er engin skemmtun fólgin í því að fara í tæknifrjóvgunarferðir erlendis? Vissuð þið að margir einstaklingar þurfa að nýta sumar orlofsdaga í þetta ferli sem er langt frá því að vera orlof? Draumur marga einstaklinga/para um að verða foreldri er algengari en fólki grunar og oft erfiðleikum gæddur. Þeim fjölgar pörunum sem leita út fyrir landsteinana til að fá draum sinn uppfylltan að verða foreldri. Ferlið er bæði mjög dýrt og erfitt andlega og líkamlega. Hugurinn leitar stanslaust að því hvort örvun takist, frjóvgun verði, mun þessi meðferð ganga upp? Ef ég fæ jákvætt próf, mun ég þá halda fóstrinu eða mun ég missa aftur. Mun ég þurfa að fara aftur út í fleiri uppsetningar ef ég er svo heppin að ná fósturvísum í fyrsti? Engin fer í þetta ferli og skellir sér í tæknifrjóvgunarmeðferð erlendis vegna skemmtunar. Þetta ferli er bæði dýrt og það tekur mikið á andlega. Þess vegna er sorglegt að fólk þurfi að eyða orlofsdögum sínum í ferlið sem getur tekið allt upp í rúmar 2 vikur í fjarveru frá vinnu. Sem betur fer er þó ákvæði í sumum kjarasamningum um 15 daga fjarveru frá vinnu vegna tæknifrjóvgunar. Ég skora hér með á öll stéttarfélög að setja þetta í sína kjarasamninga. Einnig vil ég minna alla yfirmenn og atvinnurekendur á að fólk fer ekki í þetta ferli sér til gleði og skemmtunar heldur vegna þess að þeim langar að fá draum sinn uppfylltan. Þess má geta að frjósemisvandi er sjúkdómur samkvæmt WHO. Höfundur er stjórnarmaður í Tilveru, samtaka um ófrjósemi.
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar