Mikilvægt að sjá til þess að allir Grindvíkingar hafi þak yfir höfuðið Lovísa Arnardóttir skrifar 25. febrúar 2024 15:07 Oddný segir mikilvægt í framtíðinni að vel sé skoðað hvar sé verið að byggja og hvað sé undir. Vísir/Vilhelm „Það er óvissa með nánast allt þegar kemur að Grindavík,“ sagði Oddný G. Harðardóttir þingkona Samfylkingarinnar í Sprengisandi í morgun. Þar var hún ásamt Ágústi Bjarna Garðarssyni þingmanni Framsóknar en þau ræddu málefni Grindavíkur. Oddný segir mikilvægt að það sé skoðað hvað sé vitað og út frá því hvað er öruggt. Bæði þegar kemur að fyrirtækjum og íbúum bæjarins. Þau ræddu nýsamþykkt lög um uppkaup íbúða en Oddný sagði enn margt óvíst með framkvæmdina. Hugmyndin væri sú að taka áhættuna af íbúðum og setja hana frekar á félagið sem á að halda utan um uppkaupin. Frumvarpið hafi verið mikilvægt skref. Oddný minntist á það að á morgun halda almannavarnir íbúafund á morgun með Grindvíkingum þar sem á að fara yfir stöðuna í máli og myndum. Búið er að spá eldgosi í næstu viku og er því staðan ekki góð. Á meðan kvikusöfnin heldur áfram sé staðan áfram erfið og sérstaklega því aldrei sé vitað hvar gýs eða hvenær. „Við þurfum að gera allt sem við getum fyrir fólkið og við þurfum að sjá til þess að fólkið hafi þak yfir höfuðið,“ segir Oddný og að of margir séu enn í þeirri stöðu að vera í ótryggri stöðu á leigumarkaði. Það þurfi að gera betur hvað þetta varðar. Ágúst Bjarni tekur undir það sem Oddný segir. Hann telur að þingið hafi tekið vel utan um hópinn með frumvarpinu sem var samþykkt í vikunni og að mikil samstaða hafi verið um málið, í nefnd og á þingi. „Mér finnst skipta máli að segja hvað við vorum að gera. Við vorum að tryggja fjárhag fólks og velferð, finnst mér vera leiðarljósið í þessu,“ segir Ágúst Bjarni og að með þessu sé verið að bjarga heimilum fólks og það tryggt að þau geti komið sér upp nýju heimili. Þetta sé þó langt frá því að vera endapunkturinn í þessu máli. Það eigi enn eftir að taka betur utan um lögaðila og að verkefnið sé enn í fangi ríkisins, og verði það áfram á meðan óvissan sé til staðar. Spurður um þá skoðun að það sé ekki nægilegur stuðningur í frumvarpinu til að fólk geti með raunhæfum hætti segir Ágúst Bjarni að ríkið sé einnig að kaupa leiguíbúðir fyrir fólk og þau reyni að aðstoða fólk við að finna sér íbúð á leigutorginu. Ágúst Bjarni telur að vel hafi verið unnið að málefnum Grindvíkinga á þinginu. Vísir/Vilhelm Oddný sagði að samvinna á þinginu í þessu máli hefði verið góð en sagðist þó hafa athugasemdir við það hvernig það var samþykkt og þá kannski sérstaklega viðmið um hlutfall af brunabótamati sem fólk fær greitt út sé það leyst út. Almennt er brunabótamat hærra en fasteignamat í Grindavík. „En það er þannig að ef að húsið þitt fer undir hraun þá færðu borgað 98 prósent af brunabótamati frá náttúruhamfaratryggingum. En ef það fer ekki undir hraun þá færðu minna og þú þarft að bera kostnaðinn af förgun á húsinu sjálfur,“ sagði Oddný og að hún hefði viljað að í frumvarpinu hefði verið miðað við 98 prósent en ekki 95 prósent eins og var gert. Þetta hafi verið málamiðlun sem komi sér nokkuð vel fyrir flesta. Jaðartilfelli sem þarf að taka tillit til „En það eru auðvitað jaðartilfelli sem við þurfum að horfa á. Það eru þarna íbúðir sem þar sem hefði verið hagstæðara að hafa fasteignamat sem viðmið en þegar við erum með lagaumgjörð og hamfaratryggingar sem miða við brunabótamat hefði verið óeðlilegt að mínu mati að ríkið færi síðan í uppkaupunum að miða við eitthvað annað,“ segir Oddný og að fólk geti fengið endurmat á brunabótamati. Það skipti máli að gera það hafi fólk farið í endurbætur á íbúðum eða húsum sínum. Hvað varðar hættu í bænum og þær sprungur sem hafa fundist þar undir yfirborði segir Ágúst Bjarni að þetta sé eðlilega erfitt fyrir fólk. Það megi vera í bænum í dag en að aðstæður séu þannig að það þurfi að skoða þetta vel. Hvar sé öruggt að vera og hvar ekki. Ágúst Bjarni segir mikilvægt að kortleggja svæðið í kringum Grindavík vel og á Reykjanesskaganum öllum. Það skorti svæði til að byggja á og að það þurfi að gera hættumat þannig vitað sé hvar sé hægt að byggja. Oddný tekur undir þetta en segir mikilvægt að líta til baka. Það sé í byggingarreglugerð að það sé bannað að byggja á sprungum en samt hafi það verið gert í Grindavík og annars staðar á landinu. Það þurfi að fara vel yfir þetta. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að ofan. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sprengisandur Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Sjá meira
Oddný segir mikilvægt að það sé skoðað hvað sé vitað og út frá því hvað er öruggt. Bæði þegar kemur að fyrirtækjum og íbúum bæjarins. Þau ræddu nýsamþykkt lög um uppkaup íbúða en Oddný sagði enn margt óvíst með framkvæmdina. Hugmyndin væri sú að taka áhættuna af íbúðum og setja hana frekar á félagið sem á að halda utan um uppkaupin. Frumvarpið hafi verið mikilvægt skref. Oddný minntist á það að á morgun halda almannavarnir íbúafund á morgun með Grindvíkingum þar sem á að fara yfir stöðuna í máli og myndum. Búið er að spá eldgosi í næstu viku og er því staðan ekki góð. Á meðan kvikusöfnin heldur áfram sé staðan áfram erfið og sérstaklega því aldrei sé vitað hvar gýs eða hvenær. „Við þurfum að gera allt sem við getum fyrir fólkið og við þurfum að sjá til þess að fólkið hafi þak yfir höfuðið,“ segir Oddný og að of margir séu enn í þeirri stöðu að vera í ótryggri stöðu á leigumarkaði. Það þurfi að gera betur hvað þetta varðar. Ágúst Bjarni tekur undir það sem Oddný segir. Hann telur að þingið hafi tekið vel utan um hópinn með frumvarpinu sem var samþykkt í vikunni og að mikil samstaða hafi verið um málið, í nefnd og á þingi. „Mér finnst skipta máli að segja hvað við vorum að gera. Við vorum að tryggja fjárhag fólks og velferð, finnst mér vera leiðarljósið í þessu,“ segir Ágúst Bjarni og að með þessu sé verið að bjarga heimilum fólks og það tryggt að þau geti komið sér upp nýju heimili. Þetta sé þó langt frá því að vera endapunkturinn í þessu máli. Það eigi enn eftir að taka betur utan um lögaðila og að verkefnið sé enn í fangi ríkisins, og verði það áfram á meðan óvissan sé til staðar. Spurður um þá skoðun að það sé ekki nægilegur stuðningur í frumvarpinu til að fólk geti með raunhæfum hætti segir Ágúst Bjarni að ríkið sé einnig að kaupa leiguíbúðir fyrir fólk og þau reyni að aðstoða fólk við að finna sér íbúð á leigutorginu. Ágúst Bjarni telur að vel hafi verið unnið að málefnum Grindvíkinga á þinginu. Vísir/Vilhelm Oddný sagði að samvinna á þinginu í þessu máli hefði verið góð en sagðist þó hafa athugasemdir við það hvernig það var samþykkt og þá kannski sérstaklega viðmið um hlutfall af brunabótamati sem fólk fær greitt út sé það leyst út. Almennt er brunabótamat hærra en fasteignamat í Grindavík. „En það er þannig að ef að húsið þitt fer undir hraun þá færðu borgað 98 prósent af brunabótamati frá náttúruhamfaratryggingum. En ef það fer ekki undir hraun þá færðu minna og þú þarft að bera kostnaðinn af förgun á húsinu sjálfur,“ sagði Oddný og að hún hefði viljað að í frumvarpinu hefði verið miðað við 98 prósent en ekki 95 prósent eins og var gert. Þetta hafi verið málamiðlun sem komi sér nokkuð vel fyrir flesta. Jaðartilfelli sem þarf að taka tillit til „En það eru auðvitað jaðartilfelli sem við þurfum að horfa á. Það eru þarna íbúðir sem þar sem hefði verið hagstæðara að hafa fasteignamat sem viðmið en þegar við erum með lagaumgjörð og hamfaratryggingar sem miða við brunabótamat hefði verið óeðlilegt að mínu mati að ríkið færi síðan í uppkaupunum að miða við eitthvað annað,“ segir Oddný og að fólk geti fengið endurmat á brunabótamati. Það skipti máli að gera það hafi fólk farið í endurbætur á íbúðum eða húsum sínum. Hvað varðar hættu í bænum og þær sprungur sem hafa fundist þar undir yfirborði segir Ágúst Bjarni að þetta sé eðlilega erfitt fyrir fólk. Það megi vera í bænum í dag en að aðstæður séu þannig að það þurfi að skoða þetta vel. Hvar sé öruggt að vera og hvar ekki. Ágúst Bjarni segir mikilvægt að kortleggja svæðið í kringum Grindavík vel og á Reykjanesskaganum öllum. Það skorti svæði til að byggja á og að það þurfi að gera hættumat þannig vitað sé hvar sé hægt að byggja. Oddný tekur undir þetta en segir mikilvægt að líta til baka. Það sé í byggingarreglugerð að það sé bannað að byggja á sprungum en samt hafi það verið gert í Grindavík og annars staðar á landinu. Það þurfi að fara vel yfir þetta. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sprengisandur Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent