Segir Pútín hafa hætt við yfirvofandi fangaskipti og látið myrða Navalní Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. febrúar 2024 12:56 Pevchikh segir Pútín ekki hafa þolað tilhugsunina um frjálsan Navalní. AP/Kirsty Wigglesworth Andófsmaðurinn Alexei Navalní var í þann mund að verða frjáls maður þegar hann lést skyndilega í fangelsi í Rússlandi 15. febrúar síðastliðinn. Þetta segir Maria Pevchikh, bandamaður Navalní. Samkomulag um fangaskipti hafi verið á lokametrunum þar sem til stóð að skipta á Navalní og tveimur bandarískum ríkisborgurum í staðinn fyrir Vadim Krasikov, rússneskan leigumorðingja, sem afplánar lífstíðardóm fyrir morð í Þýskalandi. Hinn 47 ára Navalní var vistaður í fanganýlendu í Síberíu þegar hann lést en yfirvöld í Rússlandi hafa haldið því fram að hann hafi hnigið niður eftir að hafa fengið sér göngutúr. Móðir Navalní hefur loks fengið lík hans afhent, eftir tafir af hálfu Rússa. . . , . , , . https://t.co/nZij8BRhpN— Maria Pevchikh (@pevchikh) February 26, 2024 Að sögn Pevchikh, sem er stjórnarformaður Anti-Corruption Foundation sem stofnuð var af Navalní, höfðu viðræður um fangaskiptin staðið yfir í um tvö ár. Eftir innrás Rússa í Úkraínu hefði orðið ljóst að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, myndi svífast einskis og að frelsa þyrfti Navalní með hraði. Bandarískir og þýskir embættismenn eru sagðir hafa komið að viðræðunum sem var að mestu lokið í desember. Pevchikh telur hins vegar að Pútín hafi snúist hugur á síðustu stundu; blindaður af hatri gagnvart andstæðingi sínum og ekki þolað að hann yrði frjáls. Forsetinn hefði þannig ákveðið að fjarlægja Navalní af spilaborðinu. Samkvæmt BBC hafa stjórnvöld í Þýskalandi neitað að tjá sig um málið að svo stöddu. Mál Alexei Navalní Rússland Erlend sakamál Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Lík Navalní afhent móður hans Lík rússneska andspyrnuleiðtogans Alexej Navalní hefur verið afhent Ljúdmílu Navalnaja móður hans. Hann lést í fangelsi í Síberíu á dögunum. 24. febrúar 2024 17:15 Hótuðu að vanhelga lík Navalní Móðir rússneska andspyrnuleiðtogans Alexej Navalní sem lést á dögunum í fangelsi segist hafa fengið að sjá lík sonar síns og að rússnesk yfirvöld hafi þrýst á sig að halda jarðarför hans bakvið luktar dyr. 22. febrúar 2024 23:30 Biden kallar Pútín „tíkarson“ og furðar sig á ummælum Trump Joe Biden Bandaríkjaforseti kallaði Vladimir Pútín Rússlandsforseta „brjálaðan tíkarson“ á fjáröflunarviðburði í San Francisco í gær, auk þess sem hann skaut á forvera sinn Donald Trump fyrir að bera sig saman við rússneska andófsmanninn Alexei Navalní. 22. febrúar 2024 07:37 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Þetta segir Maria Pevchikh, bandamaður Navalní. Samkomulag um fangaskipti hafi verið á lokametrunum þar sem til stóð að skipta á Navalní og tveimur bandarískum ríkisborgurum í staðinn fyrir Vadim Krasikov, rússneskan leigumorðingja, sem afplánar lífstíðardóm fyrir morð í Þýskalandi. Hinn 47 ára Navalní var vistaður í fanganýlendu í Síberíu þegar hann lést en yfirvöld í Rússlandi hafa haldið því fram að hann hafi hnigið niður eftir að hafa fengið sér göngutúr. Móðir Navalní hefur loks fengið lík hans afhent, eftir tafir af hálfu Rússa. . . , . , , . https://t.co/nZij8BRhpN— Maria Pevchikh (@pevchikh) February 26, 2024 Að sögn Pevchikh, sem er stjórnarformaður Anti-Corruption Foundation sem stofnuð var af Navalní, höfðu viðræður um fangaskiptin staðið yfir í um tvö ár. Eftir innrás Rússa í Úkraínu hefði orðið ljóst að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, myndi svífast einskis og að frelsa þyrfti Navalní með hraði. Bandarískir og þýskir embættismenn eru sagðir hafa komið að viðræðunum sem var að mestu lokið í desember. Pevchikh telur hins vegar að Pútín hafi snúist hugur á síðustu stundu; blindaður af hatri gagnvart andstæðingi sínum og ekki þolað að hann yrði frjáls. Forsetinn hefði þannig ákveðið að fjarlægja Navalní af spilaborðinu. Samkvæmt BBC hafa stjórnvöld í Þýskalandi neitað að tjá sig um málið að svo stöddu.
Mál Alexei Navalní Rússland Erlend sakamál Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Lík Navalní afhent móður hans Lík rússneska andspyrnuleiðtogans Alexej Navalní hefur verið afhent Ljúdmílu Navalnaja móður hans. Hann lést í fangelsi í Síberíu á dögunum. 24. febrúar 2024 17:15 Hótuðu að vanhelga lík Navalní Móðir rússneska andspyrnuleiðtogans Alexej Navalní sem lést á dögunum í fangelsi segist hafa fengið að sjá lík sonar síns og að rússnesk yfirvöld hafi þrýst á sig að halda jarðarför hans bakvið luktar dyr. 22. febrúar 2024 23:30 Biden kallar Pútín „tíkarson“ og furðar sig á ummælum Trump Joe Biden Bandaríkjaforseti kallaði Vladimir Pútín Rússlandsforseta „brjálaðan tíkarson“ á fjáröflunarviðburði í San Francisco í gær, auk þess sem hann skaut á forvera sinn Donald Trump fyrir að bera sig saman við rússneska andófsmanninn Alexei Navalní. 22. febrúar 2024 07:37 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Lík Navalní afhent móður hans Lík rússneska andspyrnuleiðtogans Alexej Navalní hefur verið afhent Ljúdmílu Navalnaja móður hans. Hann lést í fangelsi í Síberíu á dögunum. 24. febrúar 2024 17:15
Hótuðu að vanhelga lík Navalní Móðir rússneska andspyrnuleiðtogans Alexej Navalní sem lést á dögunum í fangelsi segist hafa fengið að sjá lík sonar síns og að rússnesk yfirvöld hafi þrýst á sig að halda jarðarför hans bakvið luktar dyr. 22. febrúar 2024 23:30
Biden kallar Pútín „tíkarson“ og furðar sig á ummælum Trump Joe Biden Bandaríkjaforseti kallaði Vladimir Pútín Rússlandsforseta „brjálaðan tíkarson“ á fjáröflunarviðburði í San Francisco í gær, auk þess sem hann skaut á forvera sinn Donald Trump fyrir að bera sig saman við rússneska andófsmanninn Alexei Navalní. 22. febrúar 2024 07:37