Í nóvember voru tíu stig dregin af Everton fyrir að brjóta reglur ensku úrvalsdeildarinnar um hagnað og sjálfbærni í rekstri. Everton tapaði 124,5 milljónum punda á þriggja ára tímabili en félög mega ekki tapa meira en 105 milljónum punda.
Everton áfrýjaði úrskurðinum og hafði erindi sem erindi. Félagið fékk fjögur stig til baka.
Everton fer því upp um tvö sæti í ensku úrvalsdeildinni, úr 17. sætinu í það fimmtánda. Liðið er nú með 25 stig og er fimm stigum frá fallsæti.