Segir Guardiola besta þjálfara heims Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. febrúar 2024 23:30 Líkt og Pep Guardiola þá notar Joe Mazzulla hendurnar mikið á meðan leik stendur. Steven Ryan/Getty Images) Joe Mazzulla, þjálfari Boston Celtics, er mikill knattspyrnuaðdáandi en hann horfir mikið upp til Pep Guardiola og nýtir sér hugmyndafræði Spánverjans þó svo að lið hans spili í NBA-deildinni í körfubolta. Mazzulla tók við sem aðalþjálfari Celtics eftir að Ime Udoka var látinn fara vegna óviðunandi hegðunar. Það tók Mazulla ekki langan tíma að setja sitt handbragð á liðið en eitt það fyrsta sem hann gerði eftir að hann steig inn í hlutverk aðalþjálfara var að sýna leikmönnum sínum leik með Manchester City. Í kjölfarið útskýrði hann hugmyndafræði Man City undir stjórn Pep og af hverju hún gerði Pep að líklega besta þjálfara heims, sama hver íþróttin er. Það virðist hafa gengið vel þar sem Celtis er eitt besta – ef ekki það besta – lið NBA-deildarinnar. Liðið trónir á toppi Austurdeildar og segja má að hugmyndafræði Mazzulla svínvirki, sérstaklega eftir að Brad Stevens, framkvæmdastjóri, tókst að tryggja þjónustu þeirra Jrue Holiday og Kristaps Porziņģis síðasta sumar. Joe Mazzulla sees parallels between soccer and basketball. It's all about creating advantages.So why not study one of soccer's best tacticians in order to further his own coaching acumen?More on Mazzulla and Pep Guardiola, from @JaredWeissNBA https://t.co/VlF8mqV097 pic.twitter.com/7TjQQZEoBJ— The Athletic (@TheAthletic) February 26, 2024 „Ég stúdera Man City reglulega, ég stúdera Pep enn meira. Ég tel hann vera besta þjálfara, á öllum getustigum í öllum íþróttum. Hann hefur haft gríðarleg áhrif á mig,“ sagði Mazzulla í viðtali við The Athletic. Hann sér körfubolta sem eina heild frekar en skiptingu á milli varnar- og sóknarleiks. „Það vilja öll brjóta körfubolta upp í sókn og vörn en þetta er allt sami leikurinn. Ég tel að körfubolti og fótbolti séu eins þegar kemur að því að fara úr vörn í sókn og öfugt (e. transition). Þú getur verið í sókn en tveimur sekúndum seinna ertu kominn í vörn. Leikurinn er síbreytilegur.“ „Fyrir mér, sama hver íþróttin er, þá eru það aðstæðurnar þar sem leikmenn eru einn á móti einum sem eru í grunninn eins í öllum íþróttum,“ bætti þjálfari Celtics við. View this post on Instagram A post shared by Manchester City (@mancity) Nýverið fór Stjörnuleikur NBA-deildarinnar fram en í kringum hann er ávallt mikið húllumhæ. Það er þriggja stiga keppni og allskyns annað sem vekur mismikla athygli. Í stað þess að fara og fylgjast með Stjörnuleiknum fór hann til Manchester-borgar á Englandi og sá hvernig Pep vinnur á æfingasvæðinu. Nú er bara stóra spurningin hvort Pep-áhrifin skili Boston fyrsta meistaratitli félagsins síðan 2008. Körfubolti Fótbolti Enski boltinn NBA Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Svona var þing KKÍ Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Handbolti „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Handbolti Fleiri fréttir Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Svona var þing KKÍ Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Sjá meira
Mazzulla tók við sem aðalþjálfari Celtics eftir að Ime Udoka var látinn fara vegna óviðunandi hegðunar. Það tók Mazulla ekki langan tíma að setja sitt handbragð á liðið en eitt það fyrsta sem hann gerði eftir að hann steig inn í hlutverk aðalþjálfara var að sýna leikmönnum sínum leik með Manchester City. Í kjölfarið útskýrði hann hugmyndafræði Man City undir stjórn Pep og af hverju hún gerði Pep að líklega besta þjálfara heims, sama hver íþróttin er. Það virðist hafa gengið vel þar sem Celtis er eitt besta – ef ekki það besta – lið NBA-deildarinnar. Liðið trónir á toppi Austurdeildar og segja má að hugmyndafræði Mazzulla svínvirki, sérstaklega eftir að Brad Stevens, framkvæmdastjóri, tókst að tryggja þjónustu þeirra Jrue Holiday og Kristaps Porziņģis síðasta sumar. Joe Mazzulla sees parallels between soccer and basketball. It's all about creating advantages.So why not study one of soccer's best tacticians in order to further his own coaching acumen?More on Mazzulla and Pep Guardiola, from @JaredWeissNBA https://t.co/VlF8mqV097 pic.twitter.com/7TjQQZEoBJ— The Athletic (@TheAthletic) February 26, 2024 „Ég stúdera Man City reglulega, ég stúdera Pep enn meira. Ég tel hann vera besta þjálfara, á öllum getustigum í öllum íþróttum. Hann hefur haft gríðarleg áhrif á mig,“ sagði Mazzulla í viðtali við The Athletic. Hann sér körfubolta sem eina heild frekar en skiptingu á milli varnar- og sóknarleiks. „Það vilja öll brjóta körfubolta upp í sókn og vörn en þetta er allt sami leikurinn. Ég tel að körfubolti og fótbolti séu eins þegar kemur að því að fara úr vörn í sókn og öfugt (e. transition). Þú getur verið í sókn en tveimur sekúndum seinna ertu kominn í vörn. Leikurinn er síbreytilegur.“ „Fyrir mér, sama hver íþróttin er, þá eru það aðstæðurnar þar sem leikmenn eru einn á móti einum sem eru í grunninn eins í öllum íþróttum,“ bætti þjálfari Celtics við. View this post on Instagram A post shared by Manchester City (@mancity) Nýverið fór Stjörnuleikur NBA-deildarinnar fram en í kringum hann er ávallt mikið húllumhæ. Það er þriggja stiga keppni og allskyns annað sem vekur mismikla athygli. Í stað þess að fara og fylgjast með Stjörnuleiknum fór hann til Manchester-borgar á Englandi og sá hvernig Pep vinnur á æfingasvæðinu. Nú er bara stóra spurningin hvort Pep-áhrifin skili Boston fyrsta meistaratitli félagsins síðan 2008.
Körfubolti Fótbolti Enski boltinn NBA Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Svona var þing KKÍ Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Handbolti „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Handbolti Fleiri fréttir Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Svona var þing KKÍ Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga