Segir Guardiola besta þjálfara heims Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. febrúar 2024 23:30 Líkt og Pep Guardiola þá notar Joe Mazzulla hendurnar mikið á meðan leik stendur. Steven Ryan/Getty Images) Joe Mazzulla, þjálfari Boston Celtics, er mikill knattspyrnuaðdáandi en hann horfir mikið upp til Pep Guardiola og nýtir sér hugmyndafræði Spánverjans þó svo að lið hans spili í NBA-deildinni í körfubolta. Mazzulla tók við sem aðalþjálfari Celtics eftir að Ime Udoka var látinn fara vegna óviðunandi hegðunar. Það tók Mazulla ekki langan tíma að setja sitt handbragð á liðið en eitt það fyrsta sem hann gerði eftir að hann steig inn í hlutverk aðalþjálfara var að sýna leikmönnum sínum leik með Manchester City. Í kjölfarið útskýrði hann hugmyndafræði Man City undir stjórn Pep og af hverju hún gerði Pep að líklega besta þjálfara heims, sama hver íþróttin er. Það virðist hafa gengið vel þar sem Celtis er eitt besta – ef ekki það besta – lið NBA-deildarinnar. Liðið trónir á toppi Austurdeildar og segja má að hugmyndafræði Mazzulla svínvirki, sérstaklega eftir að Brad Stevens, framkvæmdastjóri, tókst að tryggja þjónustu þeirra Jrue Holiday og Kristaps Porziņģis síðasta sumar. Joe Mazzulla sees parallels between soccer and basketball. It's all about creating advantages.So why not study one of soccer's best tacticians in order to further his own coaching acumen?More on Mazzulla and Pep Guardiola, from @JaredWeissNBA https://t.co/VlF8mqV097 pic.twitter.com/7TjQQZEoBJ— The Athletic (@TheAthletic) February 26, 2024 „Ég stúdera Man City reglulega, ég stúdera Pep enn meira. Ég tel hann vera besta þjálfara, á öllum getustigum í öllum íþróttum. Hann hefur haft gríðarleg áhrif á mig,“ sagði Mazzulla í viðtali við The Athletic. Hann sér körfubolta sem eina heild frekar en skiptingu á milli varnar- og sóknarleiks. „Það vilja öll brjóta körfubolta upp í sókn og vörn en þetta er allt sami leikurinn. Ég tel að körfubolti og fótbolti séu eins þegar kemur að því að fara úr vörn í sókn og öfugt (e. transition). Þú getur verið í sókn en tveimur sekúndum seinna ertu kominn í vörn. Leikurinn er síbreytilegur.“ „Fyrir mér, sama hver íþróttin er, þá eru það aðstæðurnar þar sem leikmenn eru einn á móti einum sem eru í grunninn eins í öllum íþróttum,“ bætti þjálfari Celtics við. View this post on Instagram A post shared by Manchester City (@mancity) Nýverið fór Stjörnuleikur NBA-deildarinnar fram en í kringum hann er ávallt mikið húllumhæ. Það er þriggja stiga keppni og allskyns annað sem vekur mismikla athygli. Í stað þess að fara og fylgjast með Stjörnuleiknum fór hann til Manchester-borgar á Englandi og sá hvernig Pep vinnur á æfingasvæðinu. Nú er bara stóra spurningin hvort Pep-áhrifin skili Boston fyrsta meistaratitli félagsins síðan 2008. Körfubolti Fótbolti Enski boltinn NBA Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Sjá meira
Mazzulla tók við sem aðalþjálfari Celtics eftir að Ime Udoka var látinn fara vegna óviðunandi hegðunar. Það tók Mazulla ekki langan tíma að setja sitt handbragð á liðið en eitt það fyrsta sem hann gerði eftir að hann steig inn í hlutverk aðalþjálfara var að sýna leikmönnum sínum leik með Manchester City. Í kjölfarið útskýrði hann hugmyndafræði Man City undir stjórn Pep og af hverju hún gerði Pep að líklega besta þjálfara heims, sama hver íþróttin er. Það virðist hafa gengið vel þar sem Celtis er eitt besta – ef ekki það besta – lið NBA-deildarinnar. Liðið trónir á toppi Austurdeildar og segja má að hugmyndafræði Mazzulla svínvirki, sérstaklega eftir að Brad Stevens, framkvæmdastjóri, tókst að tryggja þjónustu þeirra Jrue Holiday og Kristaps Porziņģis síðasta sumar. Joe Mazzulla sees parallels between soccer and basketball. It's all about creating advantages.So why not study one of soccer's best tacticians in order to further his own coaching acumen?More on Mazzulla and Pep Guardiola, from @JaredWeissNBA https://t.co/VlF8mqV097 pic.twitter.com/7TjQQZEoBJ— The Athletic (@TheAthletic) February 26, 2024 „Ég stúdera Man City reglulega, ég stúdera Pep enn meira. Ég tel hann vera besta þjálfara, á öllum getustigum í öllum íþróttum. Hann hefur haft gríðarleg áhrif á mig,“ sagði Mazzulla í viðtali við The Athletic. Hann sér körfubolta sem eina heild frekar en skiptingu á milli varnar- og sóknarleiks. „Það vilja öll brjóta körfubolta upp í sókn og vörn en þetta er allt sami leikurinn. Ég tel að körfubolti og fótbolti séu eins þegar kemur að því að fara úr vörn í sókn og öfugt (e. transition). Þú getur verið í sókn en tveimur sekúndum seinna ertu kominn í vörn. Leikurinn er síbreytilegur.“ „Fyrir mér, sama hver íþróttin er, þá eru það aðstæðurnar þar sem leikmenn eru einn á móti einum sem eru í grunninn eins í öllum íþróttum,“ bætti þjálfari Celtics við. View this post on Instagram A post shared by Manchester City (@mancity) Nýverið fór Stjörnuleikur NBA-deildarinnar fram en í kringum hann er ávallt mikið húllumhæ. Það er þriggja stiga keppni og allskyns annað sem vekur mismikla athygli. Í stað þess að fara og fylgjast með Stjörnuleiknum fór hann til Manchester-borgar á Englandi og sá hvernig Pep vinnur á æfingasvæðinu. Nú er bara stóra spurningin hvort Pep-áhrifin skili Boston fyrsta meistaratitli félagsins síðan 2008.
Körfubolti Fótbolti Enski boltinn NBA Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Sjá meira