„Fyrir mér er meirihlutinn óstarfhæfur“ Bjarki Sigurðsson skrifar 28. febrúar 2024 11:45 Ragnar Sigurðsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð, og Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir, bæjarfulltrúi Fjarðarlistans. Fulltrúi Fjarðarlistans greiddi atkvæði gegn tillögu síns meirihluta á fundi bæjarstjórnar Fjarðarbyggðar í gær. Tillagan snerist um breytingar í skólamálum sveitarfélagsins en unnið er að því að sameina alla grunnskóla sveitarfélagsins í eina stofnun. Sama á við um leikskóla Fjarðabyggðar. Í gær kynnti Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, tillögu sem snýr að því að leikskólar innan Fjarðabyggðar verði sameinaðir innan nýrrar stofnunar sem heitir Leikskóli Fjarðabyggðar. Rekstur leikskóla innan byggðakjarnanna heldur áfram en einn leikskólastjóri verður yfir þeim öllum. Byggðakjarnarnir eru Breiðdalsvík, Stöðvarfjörður, Fáskrúðsfjörður, Reyðarfjörður, Eskifjörður, Neskaupstaður og Mjóifjörður. Svipuð útfærsla verður með grunnskóla sveitarfélagsins sem sameinast allir undir stofnuninni Grunnskóli Fjarðabyggðar. Skólastjórar verða í öllum grunnskólunum nema á Stöðvarfirði og Breiðdalsvík. Þar munu deildarstjórar stýra málum með stuðningi skólastjóra á Fáskrúðsfirði. Neskaupstaður er fjölmennasti þéttbýliskjarni Fjarðabyggðar en þar búa um 1.500 manns.Vísir/Vilhelm Allir í minnihlutanum sammála meirihlutanum Jón Björn er oddviti Framsóknarflokksins í sveitarfélaginu en flokkurinn er í meirihlutasamstarfi með Fjarðarlistanum. Í minnihluta eru svo fulltrúar Sjálfstæðisflokksins. Allir bæjarfulltrúar minnihlutans greiddu atkvæði með tillögunni, sem og bæjarfulltrúar Framsóknarflokksins. Oddviti Fjarðarlistans greiddi atkvæði með tillögunni en Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir, bæjarfulltrúi Fjarðarlistans, greiddi atkvæði gegn henni. Jón Björn Hákonarson er forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar og fyrrverandi bæjarstjóri.Vísir/Sigurjón Skortur á samráði Hún hafði tekið til máls á fundi bæjarstjórnar fyrir atkvæðagreiðsluna og sagði hún tillöguna ekki styrkja skólastarf í bæjarfélaginu. „Ég verð að fá að lýsa vonbrigðum mínum með skort á samstarfi við skóla- og fagfólk í menntamálum í mótun á þessari tillögu. Þegar verið er að fara í eins gríðarmiklar breytingar og þessa þá er algjörlega nauðsynlegt að hafa samstarf við alla aðila skólasamfélagsins, alla skólastjórnendur, starfsfólk og skóla- og foreldraráð skólanna,“ sagði Hjördís. Hún óttast að starfsfólk skóla og foreldrar nemenda muni upplifa óöryggi þegar breytingarnar gangi í gegn vegna skorts á samráði. Bæjarfulltrúar Fjarðabyggðar.Fjarðabyggð Geta ekki unnið með meirihlutanum Ragnar Sigurðsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Fjarðarbyggð, segir að um sé að ræða trúnaðarbrest í máli sem hann taldi vera þverpólitísk samstaða í. „Þetta er vinna sem hefur átt sér stað frá því í október og þessi afstaða fulltrúans í meirihlutanum kom okkur í opna skjöldu þar sem að við höfum ekki heyrt þessi sjónarmið áður í allri þessari vinnu. Þetta gerir það að verkum að það kristallast í þessu að einingin innan meirihlutans er engin. Það er ekki hægt að ætlast til þess að meirihlutinn sé að vinna áfram með minnihluta í einhverri þverpólitískri vinnu í ljósi þessa,“ segir Ragnar. Óstarfhæfur meirihluti Hann segir fulltrúa Sjálfstæðisflokksins ætla að segja sig úr öllum starfshópum í málum sem unnin hafa verið í þverpólitískri sátt. „Fyrir mér er meirihlutinn óstarfhæfur. Getum ekki unnið með þeim. Meirihlutinn þarf bara að ráða ráðum sínum og finna út úr því hvort að þeir geti yfir höfuð unnið áfram. En fyrir okkur þá er boltinn hjá meirihlutanum og hvað þeir ætla að gera,“ segir Ragnar. Þau líta málið mjög alvarlegum augum. „Við vorum í góðri trú um að þetta væri einhugur um þessa breytingu og höfum starfað alla tíð með það fyrir augum að í svona veigamiklum breytingum þá yrði að vera þverpólitísk sátt um það og við horfðum þannig á það þegar við fórum til fundar í gær í bæjarstjórn að þetta væri niðurstaða sem allir væru sáttir við. Þess vegna kemur þetta okkur í opna skjöldu,“ segir Ragnar. Skóla - og menntamál Sveitarstjórnarmál Fjarðabyggð Sjálfstæðisflokkurinn Grunnskólar Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Sjá meira
Í gær kynnti Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, tillögu sem snýr að því að leikskólar innan Fjarðabyggðar verði sameinaðir innan nýrrar stofnunar sem heitir Leikskóli Fjarðabyggðar. Rekstur leikskóla innan byggðakjarnanna heldur áfram en einn leikskólastjóri verður yfir þeim öllum. Byggðakjarnarnir eru Breiðdalsvík, Stöðvarfjörður, Fáskrúðsfjörður, Reyðarfjörður, Eskifjörður, Neskaupstaður og Mjóifjörður. Svipuð útfærsla verður með grunnskóla sveitarfélagsins sem sameinast allir undir stofnuninni Grunnskóli Fjarðabyggðar. Skólastjórar verða í öllum grunnskólunum nema á Stöðvarfirði og Breiðdalsvík. Þar munu deildarstjórar stýra málum með stuðningi skólastjóra á Fáskrúðsfirði. Neskaupstaður er fjölmennasti þéttbýliskjarni Fjarðabyggðar en þar búa um 1.500 manns.Vísir/Vilhelm Allir í minnihlutanum sammála meirihlutanum Jón Björn er oddviti Framsóknarflokksins í sveitarfélaginu en flokkurinn er í meirihlutasamstarfi með Fjarðarlistanum. Í minnihluta eru svo fulltrúar Sjálfstæðisflokksins. Allir bæjarfulltrúar minnihlutans greiddu atkvæði með tillögunni, sem og bæjarfulltrúar Framsóknarflokksins. Oddviti Fjarðarlistans greiddi atkvæði með tillögunni en Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir, bæjarfulltrúi Fjarðarlistans, greiddi atkvæði gegn henni. Jón Björn Hákonarson er forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar og fyrrverandi bæjarstjóri.Vísir/Sigurjón Skortur á samráði Hún hafði tekið til máls á fundi bæjarstjórnar fyrir atkvæðagreiðsluna og sagði hún tillöguna ekki styrkja skólastarf í bæjarfélaginu. „Ég verð að fá að lýsa vonbrigðum mínum með skort á samstarfi við skóla- og fagfólk í menntamálum í mótun á þessari tillögu. Þegar verið er að fara í eins gríðarmiklar breytingar og þessa þá er algjörlega nauðsynlegt að hafa samstarf við alla aðila skólasamfélagsins, alla skólastjórnendur, starfsfólk og skóla- og foreldraráð skólanna,“ sagði Hjördís. Hún óttast að starfsfólk skóla og foreldrar nemenda muni upplifa óöryggi þegar breytingarnar gangi í gegn vegna skorts á samráði. Bæjarfulltrúar Fjarðabyggðar.Fjarðabyggð Geta ekki unnið með meirihlutanum Ragnar Sigurðsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Fjarðarbyggð, segir að um sé að ræða trúnaðarbrest í máli sem hann taldi vera þverpólitísk samstaða í. „Þetta er vinna sem hefur átt sér stað frá því í október og þessi afstaða fulltrúans í meirihlutanum kom okkur í opna skjöldu þar sem að við höfum ekki heyrt þessi sjónarmið áður í allri þessari vinnu. Þetta gerir það að verkum að það kristallast í þessu að einingin innan meirihlutans er engin. Það er ekki hægt að ætlast til þess að meirihlutinn sé að vinna áfram með minnihluta í einhverri þverpólitískri vinnu í ljósi þessa,“ segir Ragnar. Óstarfhæfur meirihluti Hann segir fulltrúa Sjálfstæðisflokksins ætla að segja sig úr öllum starfshópum í málum sem unnin hafa verið í þverpólitískri sátt. „Fyrir mér er meirihlutinn óstarfhæfur. Getum ekki unnið með þeim. Meirihlutinn þarf bara að ráða ráðum sínum og finna út úr því hvort að þeir geti yfir höfuð unnið áfram. En fyrir okkur þá er boltinn hjá meirihlutanum og hvað þeir ætla að gera,“ segir Ragnar. Þau líta málið mjög alvarlegum augum. „Við vorum í góðri trú um að þetta væri einhugur um þessa breytingu og höfum starfað alla tíð með það fyrir augum að í svona veigamiklum breytingum þá yrði að vera þverpólitísk sátt um það og við horfðum þannig á það þegar við fórum til fundar í gær í bæjarstjórn að þetta væri niðurstaða sem allir væru sáttir við. Þess vegna kemur þetta okkur í opna skjöldu,“ segir Ragnar.
Skóla - og menntamál Sveitarstjórnarmál Fjarðabyggð Sjálfstæðisflokkurinn Grunnskólar Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?