Krakkarnir hans Klopp sendu Liverpool á­fram í átta liða úr­slit

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Jayden Danns skoraði sín fyrstu tvö mörk fyrir Liverpool í kvöld
Jayden Danns skoraði sín fyrstu tvö mörk fyrir Liverpool í kvöld Andrew Powell/Liverpool FC via Getty Images

Tveir átján ára framherjar Liverpool skoruðu sín fyrstu mörk fyrir félagið og tryggðu 3-0 sigur gegn Southampton í FA bikarnum á Englandi. Liverpool er þar með komið áfram í átta liða úrslit og mætir næst Manchester United á Old Trafford. 

Hvorugur aðili stillti sínu sterkasta liði upp. Liverpool er að glíma við mikil meiðslavandræði og stendur í ströngu leikjaálagi en þeir spiluðu framlengdan úrslitaleik deildarbikarsins við Chelsea um síðustu helgi. Southampton berst við að koma sér aftur upp í ensku úrvalsdeildina og hvíldi nokkra lykilmenn í leiknum í dag.

Fyrri hálfleikurinn heldur í höndum Southampton en bæði lið fengu fín færi og það voru heimamenn Liverpool sem tóku forystuna, rétt áður en hálfleiksflautið gall.

Lewis Koumas, 18 ára gamall framherji Liverpool, skoraði markið eftir stoðsendingu Bobby Clark. Sannkölluð draumabyrjun hjá Lewis sem var að spila sinn fyrsta leik fyrir Liverpool.

Jayden Danns, einnig 18 ára gamall, kom inn á völlinn fyrir Lewis Koumas í upphafi seinni hálfleiks. Hann skoraði svo annað mark Liverpool og sitt fyrsta mark fyrir félagið skömmu síðar. Þetta var þriðji leikur Danns en hann kom einnig við sögu gegn Luton fyrir viku síðan og síðustu helgi gegn Chelsea í úrslitum deildarbikarsins.

Það dugði Danns ekki að skora eitt heldur setti hann annað mark á 88. mínútu. Markið kom eftir þrumuskot Connor Bradley, Danns varð fyrstur í frákastið og setti boltann í netið.

Liverpool er þar með komið áfram í 8-liða úrslit FA bikarsins og heimsækir Manchester United í næstu umferð helgina 17.-18. mars.


Tengdar fréttir

Casemiro sótti sigurinn úr Skírisskógi

Manchester United tryggði sig áfram í átta liða úrslit FA bikarsins á Englandi með 1-0 sigri gegn Nottingham Forest. Casemiro skoraði eina mark leiksins á 89. mínútu.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira