Leiðtogi Hamas í Katar segir samtökin reiðubúin til að vera sveigjanleg Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. febrúar 2024 07:06 Tjaldbúðir í Rafah. AP/Hatem Ali Stjórnvöld í Katar hafa sakað Ísraelsmenn um að stuðla að hungursneyð meðal Palestínumanna. Þau kalla eftir auknum þrýstingi af hálfu alþjóðasamfélagsins. Yfirvöld í Katar, Egyptalandi og Bandaríkjunum hafa unnið að vopnahléssamkomulagi á milli Ísrael og Hamas og þrátt fyrir nokkuð misvísandi fregnir af gangi mála síðustu daga hefur BBC eftir fyrrverandi yfirmanni hjá Mossad, ísraelsku leyniþjónustunni, að hann sé nokkuð bjartsýnn. „Ég held við séum ansi nálægt þessu,“ hefur miðillinn eftir Haim Tomer, sem hefur reynslu af samningaviðræðum milli aðila. Viðræður standa nú yfir í Katar og eru fulltrúar Katar og Egyptalands sagðir fara á milli sendinefnda Ísraelsmanna og Hamas með skilaboð. Fátt virðist niðurneglt og enn rætt um fjölda Palestínumanna sem sleppt verður fyrir gísla í haldi Hamas og um leið fyrir íbúa Gasa til að snúa aftur heim. Kallað eftir lausn gísla Hamas í Tel Aviv.AP/Ohad Zwigenberg Tomer vísaði hins vegar til ummæla sem Ismail Haniyeh, leiðtogi Hamas í Katar, lét falla í gær en hann sagði samtökin sýna sveigjanleika í viðræðunum, til að vernda „blóð þjóðar okkar“ og til að binda enda á þjáningu fólksins í „útrýmingarherferð“ Ísraela. BBC gerir því skóna að umræddur „sveigjanleiki“ sem Haniyeh vísar til gæti þýtt að Hamas hafi fallið frá því að krefjast endaloka átaka og brotthvarfs Ísraelshers frá Gasa. Haniyeh ítrekaði hins vegar að Hamas-liðar myndu berjast áfram ef þörf krefði og hvatti Palestínumenn á Vesturbakkanum og í Jerúsalem til að fjölmenna við al-Aqsa moskuna í Jerúsalem á meðan Ramadan stæði yfir. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa segja 30 þúsund látna í árásum Ísraelsmanna. Engin leið er fyrir utanaðkomandi að staðfesta töluna og þá er ekki greint á milli almennra borgara og bardagamanna Hamas. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Katar Tengdar fréttir Ísraelsmenn og Hamas segja Biden hafa verið helst til bráðlátan Bæði Ísraelsmenn og fulltrúar Hamas-samtakanna segja Joe Biden Bandaríkjaforseta, sem sagðist í fyrradag vonast til þess að vopnhlé yrði í höfn eftir næstu helgi, hafa verið helst til bráðlátann þegar hann lét ummælin falla. 28. febrúar 2024 06:33 Vonir bundnar við vopnahlé á Gaza á mánudag Vonir eru bundnar við að vopnahlé komist á í átökunum á Gaza á mánudag. Fjöldi manns hefur fallið í loftárásum Ísraels á Rafahborg undanfarinn sólahring og gífurlegur skortur er á öllum lífsnauðsynjum. 27. febrúar 2024 19:21 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Sjá meira
Yfirvöld í Katar, Egyptalandi og Bandaríkjunum hafa unnið að vopnahléssamkomulagi á milli Ísrael og Hamas og þrátt fyrir nokkuð misvísandi fregnir af gangi mála síðustu daga hefur BBC eftir fyrrverandi yfirmanni hjá Mossad, ísraelsku leyniþjónustunni, að hann sé nokkuð bjartsýnn. „Ég held við séum ansi nálægt þessu,“ hefur miðillinn eftir Haim Tomer, sem hefur reynslu af samningaviðræðum milli aðila. Viðræður standa nú yfir í Katar og eru fulltrúar Katar og Egyptalands sagðir fara á milli sendinefnda Ísraelsmanna og Hamas með skilaboð. Fátt virðist niðurneglt og enn rætt um fjölda Palestínumanna sem sleppt verður fyrir gísla í haldi Hamas og um leið fyrir íbúa Gasa til að snúa aftur heim. Kallað eftir lausn gísla Hamas í Tel Aviv.AP/Ohad Zwigenberg Tomer vísaði hins vegar til ummæla sem Ismail Haniyeh, leiðtogi Hamas í Katar, lét falla í gær en hann sagði samtökin sýna sveigjanleika í viðræðunum, til að vernda „blóð þjóðar okkar“ og til að binda enda á þjáningu fólksins í „útrýmingarherferð“ Ísraela. BBC gerir því skóna að umræddur „sveigjanleiki“ sem Haniyeh vísar til gæti þýtt að Hamas hafi fallið frá því að krefjast endaloka átaka og brotthvarfs Ísraelshers frá Gasa. Haniyeh ítrekaði hins vegar að Hamas-liðar myndu berjast áfram ef þörf krefði og hvatti Palestínumenn á Vesturbakkanum og í Jerúsalem til að fjölmenna við al-Aqsa moskuna í Jerúsalem á meðan Ramadan stæði yfir. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa segja 30 þúsund látna í árásum Ísraelsmanna. Engin leið er fyrir utanaðkomandi að staðfesta töluna og þá er ekki greint á milli almennra borgara og bardagamanna Hamas.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Katar Tengdar fréttir Ísraelsmenn og Hamas segja Biden hafa verið helst til bráðlátan Bæði Ísraelsmenn og fulltrúar Hamas-samtakanna segja Joe Biden Bandaríkjaforseta, sem sagðist í fyrradag vonast til þess að vopnhlé yrði í höfn eftir næstu helgi, hafa verið helst til bráðlátann þegar hann lét ummælin falla. 28. febrúar 2024 06:33 Vonir bundnar við vopnahlé á Gaza á mánudag Vonir eru bundnar við að vopnahlé komist á í átökunum á Gaza á mánudag. Fjöldi manns hefur fallið í loftárásum Ísraels á Rafahborg undanfarinn sólahring og gífurlegur skortur er á öllum lífsnauðsynjum. 27. febrúar 2024 19:21 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Sjá meira
Ísraelsmenn og Hamas segja Biden hafa verið helst til bráðlátan Bæði Ísraelsmenn og fulltrúar Hamas-samtakanna segja Joe Biden Bandaríkjaforseta, sem sagðist í fyrradag vonast til þess að vopnhlé yrði í höfn eftir næstu helgi, hafa verið helst til bráðlátann þegar hann lét ummælin falla. 28. febrúar 2024 06:33
Vonir bundnar við vopnahlé á Gaza á mánudag Vonir eru bundnar við að vopnahlé komist á í átökunum á Gaza á mánudag. Fjöldi manns hefur fallið í loftárásum Ísraels á Rafahborg undanfarinn sólahring og gífurlegur skortur er á öllum lífsnauðsynjum. 27. febrúar 2024 19:21