Bein útsending: Íslenskir fjölmiðlar, gervigreind og Facebook Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. febrúar 2024 12:00 Fréttamaður við störf. Bjarki Sigurðsson fréttamaður á vettvangi á kvennafrídaginn í október fyrir Stöð 2. RAX Hver er staða íslenskra fjölmiðla á tímum stafrænnar byltingar? Ættu Google og Meta að greiða útgefendum fjölmiðla fyrir fréttir og er hægt að verðmeta fréttir? Hver verða áhrif gervigreindar á blaðamennsku og ritstjórnir fjölmiðla? Þessar og fleiri spurningar verða til umræðu á málþingi menningar- og viðskiptaráðuneytisins sem fram fer fimmtudaginn 29. febrúar kl. 13:00-15:40 í Grósku, Bjargarvegi 1 í Reykjavík. Málþingið ber yfirskriftina „Fjölmiðlar á tímum stafrænnar byltingar“ og er öllum opið. Málþingið verður í beinu streymi sem fylgjast má með að neðan. Á málþinginu gera Anya Schiffrin og Haaris Mateen grein fyrir niðurstöðum rannsóknar sinnar á verðmati frétta, sem fjölmiðlar deila á samfélagsmiðlum, fyrir alþjóðlega tæknirisa. Anya Schiffrin er forstöðumaður tækni, fjölmiðla- og samskiptadeildar School of International and Public Affairs, við Columbia-háskólann í New York og Haaris Mateen er hagfræðingur og kennari við Háskólann í Houston. David Caswell fjallar um notkun gervigreindar í blaðamennsku og áhrif hennar á fjölmiðlun. David Caswell er ráðgjafi á sviði nýsköpunar og gervigreindar í fréttavinnslu og leiddi áður stafræna þróun á fréttadeildum BBC, Tribune Publishing og Yahoo! Nic Newman fer yfir helstu stefnur og strauma í stafrænni fjölmiðlun 2024. Nic Newman er ráðgjafi um stafræna þróun hjá Reuters Institute við Oxford-háskóla og tengist málþinginu með rafrænum hætti. Valgerður Anna Jóhannsdóttir, dósent við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, og Jón Gunnar Ólafssson nýdoktor í fjölmiðlafræði við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, fjalla um stöðu íslenskra fjölmiðla í breyttum heimi. Einnig verða innlegg frá Ingunni Láru Kristjánsdóttur, TikTok fréttamanni RÚV, og Víkurfréttum á Suðurnesjum. Í lok dagskrár fara fram pallborðsumræður um blaðamennsku og helstu tækifæri og áskoranir fjölmiðla á tímum tæknibreytinga. Þar ræðir Helga Arnardóttir við Karl Blöndal, aðstoðarritstjóra Morgunblaðsins, Pál Ketilsson, ritstjóra Víkurfrétta á Suðurnesjum, Sigríði Dögg Auðunsdóttur, formann Blaðamannafélags Íslands, Valgerði Önnu Jóhannsdóttur, dósent við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og Þórð Snæ Júlíusson, ritstjóra Heimildarinnar. Fundarstjóri er Helga Arnardóttir. Fjölmiðlar Facebook Gervigreind Stafræn þróun Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Fleiri fréttir Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Sjá meira
Þessar og fleiri spurningar verða til umræðu á málþingi menningar- og viðskiptaráðuneytisins sem fram fer fimmtudaginn 29. febrúar kl. 13:00-15:40 í Grósku, Bjargarvegi 1 í Reykjavík. Málþingið ber yfirskriftina „Fjölmiðlar á tímum stafrænnar byltingar“ og er öllum opið. Málþingið verður í beinu streymi sem fylgjast má með að neðan. Á málþinginu gera Anya Schiffrin og Haaris Mateen grein fyrir niðurstöðum rannsóknar sinnar á verðmati frétta, sem fjölmiðlar deila á samfélagsmiðlum, fyrir alþjóðlega tæknirisa. Anya Schiffrin er forstöðumaður tækni, fjölmiðla- og samskiptadeildar School of International and Public Affairs, við Columbia-háskólann í New York og Haaris Mateen er hagfræðingur og kennari við Háskólann í Houston. David Caswell fjallar um notkun gervigreindar í blaðamennsku og áhrif hennar á fjölmiðlun. David Caswell er ráðgjafi á sviði nýsköpunar og gervigreindar í fréttavinnslu og leiddi áður stafræna þróun á fréttadeildum BBC, Tribune Publishing og Yahoo! Nic Newman fer yfir helstu stefnur og strauma í stafrænni fjölmiðlun 2024. Nic Newman er ráðgjafi um stafræna þróun hjá Reuters Institute við Oxford-háskóla og tengist málþinginu með rafrænum hætti. Valgerður Anna Jóhannsdóttir, dósent við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, og Jón Gunnar Ólafssson nýdoktor í fjölmiðlafræði við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, fjalla um stöðu íslenskra fjölmiðla í breyttum heimi. Einnig verða innlegg frá Ingunni Láru Kristjánsdóttur, TikTok fréttamanni RÚV, og Víkurfréttum á Suðurnesjum. Í lok dagskrár fara fram pallborðsumræður um blaðamennsku og helstu tækifæri og áskoranir fjölmiðla á tímum tæknibreytinga. Þar ræðir Helga Arnardóttir við Karl Blöndal, aðstoðarritstjóra Morgunblaðsins, Pál Ketilsson, ritstjóra Víkurfrétta á Suðurnesjum, Sigríði Dögg Auðunsdóttur, formann Blaðamannafélags Íslands, Valgerði Önnu Jóhannsdóttur, dósent við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og Þórð Snæ Júlíusson, ritstjóra Heimildarinnar. Fundarstjóri er Helga Arnardóttir.
Fjölmiðlar Facebook Gervigreind Stafræn þróun Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Fleiri fréttir Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Sjá meira