Bein útsending: Íslenskir fjölmiðlar, gervigreind og Facebook Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. febrúar 2024 12:00 Fréttamaður við störf. Bjarki Sigurðsson fréttamaður á vettvangi á kvennafrídaginn í október fyrir Stöð 2. RAX Hver er staða íslenskra fjölmiðla á tímum stafrænnar byltingar? Ættu Google og Meta að greiða útgefendum fjölmiðla fyrir fréttir og er hægt að verðmeta fréttir? Hver verða áhrif gervigreindar á blaðamennsku og ritstjórnir fjölmiðla? Þessar og fleiri spurningar verða til umræðu á málþingi menningar- og viðskiptaráðuneytisins sem fram fer fimmtudaginn 29. febrúar kl. 13:00-15:40 í Grósku, Bjargarvegi 1 í Reykjavík. Málþingið ber yfirskriftina „Fjölmiðlar á tímum stafrænnar byltingar“ og er öllum opið. Málþingið verður í beinu streymi sem fylgjast má með að neðan. Á málþinginu gera Anya Schiffrin og Haaris Mateen grein fyrir niðurstöðum rannsóknar sinnar á verðmati frétta, sem fjölmiðlar deila á samfélagsmiðlum, fyrir alþjóðlega tæknirisa. Anya Schiffrin er forstöðumaður tækni, fjölmiðla- og samskiptadeildar School of International and Public Affairs, við Columbia-háskólann í New York og Haaris Mateen er hagfræðingur og kennari við Háskólann í Houston. David Caswell fjallar um notkun gervigreindar í blaðamennsku og áhrif hennar á fjölmiðlun. David Caswell er ráðgjafi á sviði nýsköpunar og gervigreindar í fréttavinnslu og leiddi áður stafræna þróun á fréttadeildum BBC, Tribune Publishing og Yahoo! Nic Newman fer yfir helstu stefnur og strauma í stafrænni fjölmiðlun 2024. Nic Newman er ráðgjafi um stafræna þróun hjá Reuters Institute við Oxford-háskóla og tengist málþinginu með rafrænum hætti. Valgerður Anna Jóhannsdóttir, dósent við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, og Jón Gunnar Ólafssson nýdoktor í fjölmiðlafræði við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, fjalla um stöðu íslenskra fjölmiðla í breyttum heimi. Einnig verða innlegg frá Ingunni Láru Kristjánsdóttur, TikTok fréttamanni RÚV, og Víkurfréttum á Suðurnesjum. Í lok dagskrár fara fram pallborðsumræður um blaðamennsku og helstu tækifæri og áskoranir fjölmiðla á tímum tæknibreytinga. Þar ræðir Helga Arnardóttir við Karl Blöndal, aðstoðarritstjóra Morgunblaðsins, Pál Ketilsson, ritstjóra Víkurfrétta á Suðurnesjum, Sigríði Dögg Auðunsdóttur, formann Blaðamannafélags Íslands, Valgerði Önnu Jóhannsdóttur, dósent við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og Þórð Snæ Júlíusson, ritstjóra Heimildarinnar. Fundarstjóri er Helga Arnardóttir. Fjölmiðlar Facebook Gervigreind Stafræn þróun Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Sjá meira
Þessar og fleiri spurningar verða til umræðu á málþingi menningar- og viðskiptaráðuneytisins sem fram fer fimmtudaginn 29. febrúar kl. 13:00-15:40 í Grósku, Bjargarvegi 1 í Reykjavík. Málþingið ber yfirskriftina „Fjölmiðlar á tímum stafrænnar byltingar“ og er öllum opið. Málþingið verður í beinu streymi sem fylgjast má með að neðan. Á málþinginu gera Anya Schiffrin og Haaris Mateen grein fyrir niðurstöðum rannsóknar sinnar á verðmati frétta, sem fjölmiðlar deila á samfélagsmiðlum, fyrir alþjóðlega tæknirisa. Anya Schiffrin er forstöðumaður tækni, fjölmiðla- og samskiptadeildar School of International and Public Affairs, við Columbia-háskólann í New York og Haaris Mateen er hagfræðingur og kennari við Háskólann í Houston. David Caswell fjallar um notkun gervigreindar í blaðamennsku og áhrif hennar á fjölmiðlun. David Caswell er ráðgjafi á sviði nýsköpunar og gervigreindar í fréttavinnslu og leiddi áður stafræna þróun á fréttadeildum BBC, Tribune Publishing og Yahoo! Nic Newman fer yfir helstu stefnur og strauma í stafrænni fjölmiðlun 2024. Nic Newman er ráðgjafi um stafræna þróun hjá Reuters Institute við Oxford-háskóla og tengist málþinginu með rafrænum hætti. Valgerður Anna Jóhannsdóttir, dósent við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, og Jón Gunnar Ólafssson nýdoktor í fjölmiðlafræði við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, fjalla um stöðu íslenskra fjölmiðla í breyttum heimi. Einnig verða innlegg frá Ingunni Láru Kristjánsdóttur, TikTok fréttamanni RÚV, og Víkurfréttum á Suðurnesjum. Í lok dagskrár fara fram pallborðsumræður um blaðamennsku og helstu tækifæri og áskoranir fjölmiðla á tímum tæknibreytinga. Þar ræðir Helga Arnardóttir við Karl Blöndal, aðstoðarritstjóra Morgunblaðsins, Pál Ketilsson, ritstjóra Víkurfrétta á Suðurnesjum, Sigríði Dögg Auðunsdóttur, formann Blaðamannafélags Íslands, Valgerði Önnu Jóhannsdóttur, dósent við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og Þórð Snæ Júlíusson, ritstjóra Heimildarinnar. Fundarstjóri er Helga Arnardóttir.
Fjölmiðlar Facebook Gervigreind Stafræn þróun Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Sjá meira