Enski boltinn

De Zerbi orðaður við Man. United

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Roberto De Zerbi með Erik ten Hag fyrir leik Brighton á móti Manchester United.
Roberto De Zerbi með Erik ten Hag fyrir leik Brighton á móti Manchester United. Getty/Eddie Keogh

Roberto de Zerbi, knattspyrnustóri Brighton & Hove Albion, er nú orðaður við knattspyrnustjórastarfið hjá Manchester United í enskum slúðurmiðlum.

Football Insider vefurinn segir að De Zerbi sé ofarlega á blaði hjá Manchester United ákveði félagið að reka Erik ten Hag.

De Zerbi hefur gert flotta hluti með Brighton liðið í ensku úrvalsdeildinni síðan hann tók við í september 2022.

Brighton náði sjötta sætinu á síðustu leiktíð sem kom því í Evrópudeildina þar sem liðið er komið alla leið í sextán liða úrslitin.

De Zerbi er 44 ára gamall Ítali sem var með úkraínska félagið Shakhtar Donetsk áður en hann kom til Englands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×