Football Insider vefurinn segir að De Zerbi sé ofarlega á blaði hjá Manchester United ákveði félagið að reka Erik ten Hag.
Ten Hag faces uncertain future at United | @samuelluckhurst #mufc https://t.co/ee60INDciK
— Man United News (@ManUtdMEN) February 27, 2024
De Zerbi hefur gert flotta hluti með Brighton liðið í ensku úrvalsdeildinni síðan hann tók við í september 2022.
Brighton náði sjötta sætinu á síðustu leiktíð sem kom því í Evrópudeildina þar sem liðið er komið alla leið í sextán liða úrslitin.
De Zerbi er 44 ára gamall Ítali sem var með úkraínska félagið Shakhtar Donetsk áður en hann kom til Englands.
Roberto De Zerbi fits Sir Jim Ratcliffe's Manchester United plan amid Erik ten Hag decision#MUFC #ManUtdhttps://t.co/ok1xRojvLV
— Man United News (@ManUtdMEN) February 28, 2024