Meistarar Víkings næstum búnir að missa annan lykilmann í atvinnumennsku Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. mars 2024 07:01 Danijel Dejan Djuric var frábær þegar Víkingur rúllaði Bestu deildinni upp á síðasta ári. Vísir/Hulda Margrét Danijel Dejan Djuric, leikmaður Íslands- og bikarmeistara Víkings, var næstum genginn í raðir búlgarska stórliðsins Ludogorets á endanum gekk það ekki eftir vegna regluverks efstu deildar þar í landi. Þetta staðfesti Kári Árnason, yfirmaður fótboltamála hjá Víkingum, í viðtali við Fótbolti.net. „Þeir voru mjög áhugasamir en það var hætt við á síðustu stundu. Þetta þurfti að gerast hratt en vegna einhverrar reglugerðar í Búlgaríu gekk þetta ekki eftir,“ sagði Kári. Reglan sem hann nefnir snýr að fjölda erlendra leikmanna sem vekur athygli þar sem hinn 21 árs gamli Djuric er með búlgarskan ríkisborgararétt. Í viðtalinu við Fótbolti.net viðurkenndi Kári að hann skildi ekki 100 prósent hvað væri að annað en að þetta væri „vegabréfsvesen.“ Jafnframt staðfesti Kári að félögin hefðu náð saman en „svo kemur þetta upp og þetta gengur til baka.“ Ludogorets voru nálagt því að fá Daniel Dejan Djuric frá Víkingum. Viðræður voru langt komnar en tilboðið féll ekki í gegn vegna regla um erlenda leikmenn. Sem er skrýtið - þar sem Djuric er með Búlgarskan ríkisborgararétt. pic.twitter.com/KBzvCt1CSk— Orri Rafn Sigurdarson (@OrriRafn) February 29, 2024 Djuric hefur farið mikinn með Víkingum síðan hann gekk í raðir félagsins árið 2022. Á síðustu leiktíð skoraði hann 11 mörk í 31 leik í deild og bikar. Áður en hann gekk í raðir Víkings lék Djuric með FC Midtjylland í Danmörku og Breiðabliki í yngri flokkum. Þá á hann að baki 3 A-landsleiki og 57 leiki fyrir yngri landslið Íslands þar sem hann hefur skorað 15 mörk. „Það vita allir hversu góðir Danijel er … Þetta var mjög gott tilboð og okkur fannst það sanngjarnt. Þetta er risastórt félag og hefði verið flott fyrir leikmanninn, en það gekk ekki,“ sagði Kári að endingu í viðtali sínu við Fótbolti.net. Íslandsmeistarar Víkings hefja titilvörn sína gegn Stjörnunni þann 6. apríl næstkomandi. Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Besta deild karla Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Íslenski boltinn Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira
Þetta staðfesti Kári Árnason, yfirmaður fótboltamála hjá Víkingum, í viðtali við Fótbolti.net. „Þeir voru mjög áhugasamir en það var hætt við á síðustu stundu. Þetta þurfti að gerast hratt en vegna einhverrar reglugerðar í Búlgaríu gekk þetta ekki eftir,“ sagði Kári. Reglan sem hann nefnir snýr að fjölda erlendra leikmanna sem vekur athygli þar sem hinn 21 árs gamli Djuric er með búlgarskan ríkisborgararétt. Í viðtalinu við Fótbolti.net viðurkenndi Kári að hann skildi ekki 100 prósent hvað væri að annað en að þetta væri „vegabréfsvesen.“ Jafnframt staðfesti Kári að félögin hefðu náð saman en „svo kemur þetta upp og þetta gengur til baka.“ Ludogorets voru nálagt því að fá Daniel Dejan Djuric frá Víkingum. Viðræður voru langt komnar en tilboðið féll ekki í gegn vegna regla um erlenda leikmenn. Sem er skrýtið - þar sem Djuric er með Búlgarskan ríkisborgararétt. pic.twitter.com/KBzvCt1CSk— Orri Rafn Sigurdarson (@OrriRafn) February 29, 2024 Djuric hefur farið mikinn með Víkingum síðan hann gekk í raðir félagsins árið 2022. Á síðustu leiktíð skoraði hann 11 mörk í 31 leik í deild og bikar. Áður en hann gekk í raðir Víkings lék Djuric með FC Midtjylland í Danmörku og Breiðabliki í yngri flokkum. Þá á hann að baki 3 A-landsleiki og 57 leiki fyrir yngri landslið Íslands þar sem hann hefur skorað 15 mörk. „Það vita allir hversu góðir Danijel er … Þetta var mjög gott tilboð og okkur fannst það sanngjarnt. Þetta er risastórt félag og hefði verið flott fyrir leikmanninn, en það gekk ekki,“ sagði Kári að endingu í viðtali sínu við Fótbolti.net. Íslandsmeistarar Víkings hefja titilvörn sína gegn Stjörnunni þann 6. apríl næstkomandi.
Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Besta deild karla Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Íslenski boltinn Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira