Sonurinn gat ekki kosið Bashar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. mars 2024 14:29 Hera og Bashar tókust á í einvíginu í gær þar sem Hera fór með sigur úr býtum. Vísir/Hulda Margrét Fjölskylda sem var stödd á Söngvakeppninni í Laugardalshöll í gær gekk vel að kjósa Heru Björk, sigurvegara keppninnar. Þegar þau ætluðu svo að kjósa Bashar Murad slitnaði línan. Ekkert er að frétta af skoðun RÚV á kosningaappi sínu. „Ég kaus rétt. Ég kaus Heru og náði því. En þegar sonur minn ætlaði að kjósa Bashar þá slitnaði línan bara strax. Hann náði aldrei að hringja en reyndi nokkrum sinnum,“ segir Lars Jóhann Andrésson, fjölskyldufaðir frá Hornafirði í samtali við Vísi. Fjölskyldan keyrði rúma þúsund kílómetra til að fylgjast með Söngvakeppninni í Laugardalshöll. Hann segir það hafa verið rosalega gaman að hafa verið viðstaddur keppnina í gær en fannst hann knúinn til þess að láta RÚV vita af því að ekki hefði gengið að greiða atkvæði til allra í gær. „Okkur langaði svo að láta vita af þessu. Sjálfur var ég ekki ósáttur enda gat ég kosið Heru. En rétt skal vera rétt.“ Appið til skoðunar Fréttastofu hefur borist fleiri ábendingar frá fólki sem ekki gat kosið Bashar í gær. Þá er umræða um málið á Facebook hópnum Júróvisjón 2024. Rúnar Freyr Gíslason, framkvæmdastjóri Söngvakeppninnar, segir í skriflegu svari til Vísis að ekkert sé að frétta í dag af skoðun RÚV á kosningaappinu. Vísir greindi frá því í gær að appið yrði skoðað eftir að nokkur fjöldi fólks fékk kosninganúmer Heru Bjarkar á skjáinn eftir að hafa reynt að kjósa Bashar. Rúnar tók fram í samtali við Vísi að atkvæðafjöldinn sem um ræðir sé ekki það afgerandi að hann hafi haft áhrif á úrslitin. Opinberar tölur vegna atkvæðagreiðslunnar hafa ekki verið gefnar upp. „Svona athugasemdir koma á hverju ári. Við könnum auðvitað alltaf málið. Þessar athugasemdir snúa að þeim sms-atkvæðum sem hægt er að senda í gegnum appið, RÚV Stjörnur. Engar athugasemdir hafa verið gerðar vegna annarra kosningaleiða sem voru í boði,“ sagði Rúnar í gærkvöldi. Eurovision Tengdar fréttir Réttlæti ekki hvernig sum hafi leyft sér að tala um Heru Alexandra Briem borgarfulltrúi segir að það hefðu verið sterk skilaboð að senda Bashar Murad út til Malmö að keppa í Eurovision í ár. Vegna úrslita Söngvakeppninnar í gærkvöldi telur Alexandra réttast að sniðganga keppnina. 3. mars 2024 12:00 Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Fleiri fréttir Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Sjá meira
„Ég kaus rétt. Ég kaus Heru og náði því. En þegar sonur minn ætlaði að kjósa Bashar þá slitnaði línan bara strax. Hann náði aldrei að hringja en reyndi nokkrum sinnum,“ segir Lars Jóhann Andrésson, fjölskyldufaðir frá Hornafirði í samtali við Vísi. Fjölskyldan keyrði rúma þúsund kílómetra til að fylgjast með Söngvakeppninni í Laugardalshöll. Hann segir það hafa verið rosalega gaman að hafa verið viðstaddur keppnina í gær en fannst hann knúinn til þess að láta RÚV vita af því að ekki hefði gengið að greiða atkvæði til allra í gær. „Okkur langaði svo að láta vita af þessu. Sjálfur var ég ekki ósáttur enda gat ég kosið Heru. En rétt skal vera rétt.“ Appið til skoðunar Fréttastofu hefur borist fleiri ábendingar frá fólki sem ekki gat kosið Bashar í gær. Þá er umræða um málið á Facebook hópnum Júróvisjón 2024. Rúnar Freyr Gíslason, framkvæmdastjóri Söngvakeppninnar, segir í skriflegu svari til Vísis að ekkert sé að frétta í dag af skoðun RÚV á kosningaappinu. Vísir greindi frá því í gær að appið yrði skoðað eftir að nokkur fjöldi fólks fékk kosninganúmer Heru Bjarkar á skjáinn eftir að hafa reynt að kjósa Bashar. Rúnar tók fram í samtali við Vísi að atkvæðafjöldinn sem um ræðir sé ekki það afgerandi að hann hafi haft áhrif á úrslitin. Opinberar tölur vegna atkvæðagreiðslunnar hafa ekki verið gefnar upp. „Svona athugasemdir koma á hverju ári. Við könnum auðvitað alltaf málið. Þessar athugasemdir snúa að þeim sms-atkvæðum sem hægt er að senda í gegnum appið, RÚV Stjörnur. Engar athugasemdir hafa verið gerðar vegna annarra kosningaleiða sem voru í boði,“ sagði Rúnar í gærkvöldi.
Eurovision Tengdar fréttir Réttlæti ekki hvernig sum hafi leyft sér að tala um Heru Alexandra Briem borgarfulltrúi segir að það hefðu verið sterk skilaboð að senda Bashar Murad út til Malmö að keppa í Eurovision í ár. Vegna úrslita Söngvakeppninnar í gærkvöldi telur Alexandra réttast að sniðganga keppnina. 3. mars 2024 12:00 Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Fleiri fréttir Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Sjá meira
Réttlæti ekki hvernig sum hafi leyft sér að tala um Heru Alexandra Briem borgarfulltrúi segir að það hefðu verið sterk skilaboð að senda Bashar Murad út til Malmö að keppa í Eurovision í ár. Vegna úrslita Söngvakeppninnar í gærkvöldi telur Alexandra réttast að sniðganga keppnina. 3. mars 2024 12:00