Þurfti að gera skiptingar vegna meiðsla og ekki á allt sáttur með dómara leiksins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. mars 2024 23:31 Ten Hag fór yfir víðan völl eftir leik. EPA-EFE/TIM KEETON Erk ten Hag taldi lið sitt hafa spilað ágætlega en Manchester United mátti þola 3-1 tap gegn Manchester City á útivelli í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Man Utd leiddi í hálfleik en það dugði skammt gegn ríkjandi Englandsmeisturum. „Mér fannst frammistaðan nokkuð góð þegar á heildina er litið. Við komumst 1-0 yfir og við áttum okkar augnablik til að bæta öðru marki við. Við vörðumst vel en það voru nokkur afmörkuð augnablik þegar við vorum næstum sloppnir í gegn skömmu áður en þeir skoruðu. Við verðum að sætta okkur við það en það voru tækifæri til að ná í að lágmarki eitt stig en sigur var einnig möguleiki.“ Ten Hag staðfesti einnig að þeir Jonny Evans og Marcus Rashford hefðu ekki verið 100 prósent klárir í leik dagsins. Báðir voru teknir af velli í síðari hálfleik. „Þeir gáfu samt sem áður allt sem þeir áttu, eins og allt liðið og við erum óánægðir með niðurstöðu leiksins. Þeir börðust saman, liðsheildin og frammistaðan var góð. Á öðrum degi hefðum við getað unnið. Það eru litlu hlutirnir. Rashford komst í álitlegar stöður til að skora og Alejandro Garnacho átti sín augnablik.“ Um uppleggið „Markmiðið var að komast inn fyrir varnarlínu þeirra með hraðanum sem við búum yfir í Garnacho og Rashford. Við lokuðum miðjunni og eigin vítateig vel. Við fórum eftir leikplani og áttum okkar augnablik. Ég tel planið hafa gengið ágætlega, það munaði mjög litlu. Get ekki annað en hrósað Man City fyrir hversu stöðug spilamennska þeirra er.“ Ten Hag fékk gult spjald í leiknum eftir að Man City jafnaði. „Segjum að það megi deila um það hvort það hafi verið snerting (þegar Rashford féll niður eftir viðskipti sín við Kyle Walker í aðdraganda fyrsta marks gestanna). Þetta er augnablik sem hefur mikil áhrif á leikinn. Þeir sóttu hratt og skoruðu. Þetta var lítil snerting en þegar þú ert á fullu gasi þá þarf lítið til að missa jafnvægið, þess vegna féll hann til jarðar.“ Um meiðslin „Ég veit ekki (hversu lengi þeir eru frá). Þeir þurftu að koma út af en ég hefði viljað halda þeim lengur inn á þar sem skipulagið og samheldnin var góð.“ Um tapið „Við þurfum að ná eitthvað af þessum stigum til baka. Allir geta unnið alla og hlutirnir geta breyst hratt. Fimmta sætið gæti líka veitt þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu svo við verðum að berjast fyrir því,“ sagði Ten Hag að endingu. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Pep segir Foden besta leikmann deildarinnar um þessar mundir Pep Guardiola segir Phil Foden besta leikmann ensku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir. Foden skoraði tvívegis í 3-1 endurkomusigri Man City á Manchester United í dag. 3. mars 2024 19:01 „Hvert tap skaðar félagið“ Það var ekki bjart yfir Bruno Fernandes, fyrirliða Manchester United, þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir 3-1 tap liðsins í Manchester-slagnum í dag. Bruno lagði upp markið sem kom Man Utd yfir á Etihad-vellinum en þrjú mörk í síðari hálfleik tryggðu betra liðinu sigurinn í dag. 3. mars 2024 18:16 Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Sjá meira
„Mér fannst frammistaðan nokkuð góð þegar á heildina er litið. Við komumst 1-0 yfir og við áttum okkar augnablik til að bæta öðru marki við. Við vörðumst vel en það voru nokkur afmörkuð augnablik þegar við vorum næstum sloppnir í gegn skömmu áður en þeir skoruðu. Við verðum að sætta okkur við það en það voru tækifæri til að ná í að lágmarki eitt stig en sigur var einnig möguleiki.“ Ten Hag staðfesti einnig að þeir Jonny Evans og Marcus Rashford hefðu ekki verið 100 prósent klárir í leik dagsins. Báðir voru teknir af velli í síðari hálfleik. „Þeir gáfu samt sem áður allt sem þeir áttu, eins og allt liðið og við erum óánægðir með niðurstöðu leiksins. Þeir börðust saman, liðsheildin og frammistaðan var góð. Á öðrum degi hefðum við getað unnið. Það eru litlu hlutirnir. Rashford komst í álitlegar stöður til að skora og Alejandro Garnacho átti sín augnablik.“ Um uppleggið „Markmiðið var að komast inn fyrir varnarlínu þeirra með hraðanum sem við búum yfir í Garnacho og Rashford. Við lokuðum miðjunni og eigin vítateig vel. Við fórum eftir leikplani og áttum okkar augnablik. Ég tel planið hafa gengið ágætlega, það munaði mjög litlu. Get ekki annað en hrósað Man City fyrir hversu stöðug spilamennska þeirra er.“ Ten Hag fékk gult spjald í leiknum eftir að Man City jafnaði. „Segjum að það megi deila um það hvort það hafi verið snerting (þegar Rashford féll niður eftir viðskipti sín við Kyle Walker í aðdraganda fyrsta marks gestanna). Þetta er augnablik sem hefur mikil áhrif á leikinn. Þeir sóttu hratt og skoruðu. Þetta var lítil snerting en þegar þú ert á fullu gasi þá þarf lítið til að missa jafnvægið, þess vegna féll hann til jarðar.“ Um meiðslin „Ég veit ekki (hversu lengi þeir eru frá). Þeir þurftu að koma út af en ég hefði viljað halda þeim lengur inn á þar sem skipulagið og samheldnin var góð.“ Um tapið „Við þurfum að ná eitthvað af þessum stigum til baka. Allir geta unnið alla og hlutirnir geta breyst hratt. Fimmta sætið gæti líka veitt þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu svo við verðum að berjast fyrir því,“ sagði Ten Hag að endingu.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Pep segir Foden besta leikmann deildarinnar um þessar mundir Pep Guardiola segir Phil Foden besta leikmann ensku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir. Foden skoraði tvívegis í 3-1 endurkomusigri Man City á Manchester United í dag. 3. mars 2024 19:01 „Hvert tap skaðar félagið“ Það var ekki bjart yfir Bruno Fernandes, fyrirliða Manchester United, þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir 3-1 tap liðsins í Manchester-slagnum í dag. Bruno lagði upp markið sem kom Man Utd yfir á Etihad-vellinum en þrjú mörk í síðari hálfleik tryggðu betra liðinu sigurinn í dag. 3. mars 2024 18:16 Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Sjá meira
Pep segir Foden besta leikmann deildarinnar um þessar mundir Pep Guardiola segir Phil Foden besta leikmann ensku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir. Foden skoraði tvívegis í 3-1 endurkomusigri Man City á Manchester United í dag. 3. mars 2024 19:01
„Hvert tap skaðar félagið“ Það var ekki bjart yfir Bruno Fernandes, fyrirliða Manchester United, þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir 3-1 tap liðsins í Manchester-slagnum í dag. Bruno lagði upp markið sem kom Man Utd yfir á Etihad-vellinum en þrjú mörk í síðari hálfleik tryggðu betra liðinu sigurinn í dag. 3. mars 2024 18:16