Íslendingar sleppa við greiðslu með vildarkorti Magnús Jochum Pálsson skrifar 3. mars 2024 22:31 Gestir Perlunnar þurfa nú að kaupa sér aðgangsmiða að Perlunni vilji þeir fara á kaffihúsið eða veitingastaðinn á efstu hæðunum tveimur. Vísir/Vilhelm Allir gestir Perlunnar þurfa nú að kaupa aðgangsmiða að byggingunni og á það líka við þá sem ætla sér bara á kaffihúsið, veitingastaðinn eða útsýnispallinn á efstu hæðunum. Íslendingar geti sótt um vildarvinakort og þannig sleppt við að borga sig inn. Þetta kemur fram í frétt mbl um málið en þar er haft eftir starfsmanni Perlunnar. Á síðu Perlunnar má sjá verð aðgangsmiðanna að svokölluðum „Undrum Íslands“ (e. Wonders of Iceland) sem veita manni aðgang að allri Perlunni, það er að segja byggingunni, útsýnispallinum, norðurljósasýningunni Áróru og öllum öðrum sýningum. Dýrara að kaupa á staðnum en netinu Miði fyrir fullorðna kostar 5.390 en fyrir börn á aldrinum sex til sautján ára kostar hann 3.390. Það er því frítt fyrir fimm ára og yngri. Einnig er hægt að kaupa sérstakan fjölskyldumiða, sem inniheldur tvo fullorðinsmiða og tvo barnamiða, á 14.990 sem sparar slíkri fjölskyldu 2.570 krónur. Verðið sem er gefið upp er hins vegar svokallað netverð og eru bæði fullorðins- og barnamiðarnir 300 krónum dýrari ef maður kaupir þá á staðnum. Fjölskyldumiðinn er jafnframt tvö þúsund krónum dýrari keyptur á staðnum og kostar 16.990 krónur. Íslendingar fái frítt inn með vildarkorti Íslendingar geta hins vegar sleppt við að borga sig inn ef þeir sækja um vildarvinakort að sögn starfsmannsins sem mbl ræddi við. Vildarvinakortið sé ókeypis og veiti korthöfum aðgang að fjórðu og fimmtu hæð Perlunnar þar sem útsýnispallurinn og veitingaþjónustan eru staðsett. Með því sé hægt að ganga beint inn. Á heimasíðu Perlunnar má lesa um skilmála Vildarvinakortsins sem er eingöngu gefið út til einstaklinga sem hafa náð átján ára aldri. „Gegn framvísun vildarvinakortsins á korthafi rétt á ákveðnum fríðindum í viðskiptum sínum við Perluna og eftir atvikum samstarfsfyrirtæki sem staðsett eru í Perlunni,“ segir á síðunni en þau fríðindi geti breyst frá einum tíma til annars. Korthafar eru hvattir til að fylgjast með fríðindum kortsins á heimasíðu Perlunnar þar sem þeir „geta ekki treyst því að Perlan muni senda þeim sérstakar tilkynningar um breytingar á fríðindum.“ „Réttur korthafa til að njóta þeirra fríðinda sem vildarvinakort Perlunnar býður upp á er bundinn við korthafa einan og gildir rétturinn því ekki um vini eða fjölskyldumeðlimi sem eftir atvikum heimsækja,“ segir á síðunni og er starfsmönnum Perlunnar heimilt að taka vildarkort úr umferð ef það er misnotað. Neytendur Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt mbl um málið en þar er haft eftir starfsmanni Perlunnar. Á síðu Perlunnar má sjá verð aðgangsmiðanna að svokölluðum „Undrum Íslands“ (e. Wonders of Iceland) sem veita manni aðgang að allri Perlunni, það er að segja byggingunni, útsýnispallinum, norðurljósasýningunni Áróru og öllum öðrum sýningum. Dýrara að kaupa á staðnum en netinu Miði fyrir fullorðna kostar 5.390 en fyrir börn á aldrinum sex til sautján ára kostar hann 3.390. Það er því frítt fyrir fimm ára og yngri. Einnig er hægt að kaupa sérstakan fjölskyldumiða, sem inniheldur tvo fullorðinsmiða og tvo barnamiða, á 14.990 sem sparar slíkri fjölskyldu 2.570 krónur. Verðið sem er gefið upp er hins vegar svokallað netverð og eru bæði fullorðins- og barnamiðarnir 300 krónum dýrari ef maður kaupir þá á staðnum. Fjölskyldumiðinn er jafnframt tvö þúsund krónum dýrari keyptur á staðnum og kostar 16.990 krónur. Íslendingar fái frítt inn með vildarkorti Íslendingar geta hins vegar sleppt við að borga sig inn ef þeir sækja um vildarvinakort að sögn starfsmannsins sem mbl ræddi við. Vildarvinakortið sé ókeypis og veiti korthöfum aðgang að fjórðu og fimmtu hæð Perlunnar þar sem útsýnispallurinn og veitingaþjónustan eru staðsett. Með því sé hægt að ganga beint inn. Á heimasíðu Perlunnar má lesa um skilmála Vildarvinakortsins sem er eingöngu gefið út til einstaklinga sem hafa náð átján ára aldri. „Gegn framvísun vildarvinakortsins á korthafi rétt á ákveðnum fríðindum í viðskiptum sínum við Perluna og eftir atvikum samstarfsfyrirtæki sem staðsett eru í Perlunni,“ segir á síðunni en þau fríðindi geti breyst frá einum tíma til annars. Korthafar eru hvattir til að fylgjast með fríðindum kortsins á heimasíðu Perlunnar þar sem þeir „geta ekki treyst því að Perlan muni senda þeim sérstakar tilkynningar um breytingar á fríðindum.“ „Réttur korthafa til að njóta þeirra fríðinda sem vildarvinakort Perlunnar býður upp á er bundinn við korthafa einan og gildir rétturinn því ekki um vini eða fjölskyldumeðlimi sem eftir atvikum heimsækja,“ segir á síðunni og er starfsmönnum Perlunnar heimilt að taka vildarkort úr umferð ef það er misnotað.
Neytendur Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent