Reykkafarar eru komnir inn í húsið og voru aðrir slökkviliðsmenn á leiðinni, en þó ekki í forgangsakstri, þar sem tilefni þótti ekki til. Enginn býr í húsinu.
Eins og fram kemur í frétt Fjarðarfrétta frá 2022 hýsti húsið á árum áður leikskóla kaþólskra nunna. Til stóð að rífa húsið og reisa þar fimmtán íbúða hús. Seinna meir var ákveðið að nýta húsið og íþróttahúsið sem er á staðnum og breyta þeim í íbúðir.