Gæði íslenskrar heilbrigðisþjónustu árið 2024 samanborið við árin 2009 til 2012 Gunnar Ármannsson skrifar 5. mars 2024 10:00 Hefur eitthvað áunnist á þessum árum? Vonandi, en samanburðurinn við önnur vestræn lönd er okkur ekki hagstæður á þessu árabili. Skv. frétt á heimasíðu Velferðarráðuneytisins í maí 2012 var Ísland í 3. sæti lista EHCI (Euro Health Consumer Index) yfir gæði heilbrigðisþjónustunnar í umræddum löndum. Tekið var fram að Ísland héldi sínu sæti frá sambærilegri könnun frá árinu 2009. Ég vakti athygli á því á þessum tíma að það væri full ástæða til að rýna tölurnar frá 2012 betur því að blikur væru á lofti. Það mætti sjá vísbendingar um að gæði heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi væru að verða lakari í samanburði við mörg önnur lönd Evrópu á umræddu viðmiðunartímabili. Flest löndin í kringum okkur á þessum lista væru að bæta stigatölu sína á milli viðmiðunaráranna en að Ísland væri að fá færri stig. Skv. tölum EHCI árið 2024 situr Ísland í 10 sæti listans. M.a. annarra landa sem nú eru fyrir ofan Ísland eru Noregur, Danmörk, Finnland og Svíþjóð. Árin 2009 og 2012 var það eingöngu Danmörk af þessum þjóðum sem voru ofar Íslandi á listanum. Í skýrslu EHCI frá árinu 2012 er vakin athygli á því að blandað kerfi greiðslu og þjónustu (greiðsla og þjónusta ekki á sömu hendi) virðist mögulega vera að sanna sig sem árangursríkasta kerfið við veitingu heilbrigðisþjónustu. Ástæða þess að ég rifja þetta upp núna er sú að ég hlustaði á Silfrið á Rúv í gær. Samsetning hópsins sem var til spjalls var nokkuð sérstök þar sem fyrirferðarmestu viðmælendurnir voru pólítíkusar, núverandi og fyrrverandi, ásamt nokkrum stjórnendum, núverandi og fyrrverandi. Ég saknaði þess að ekki skyldu vera þarna sérfræðingar úr hópi heilbrigðisstarfsmanna með reynslu af störfum í kerfinu. Ég gat ekki betur heyrt en pólitíkusarnir í hópnum væru ennþá þeirrar skoðunar að blandað kerfi væri ekki sem best og gæta þyrfti betur að því að ríkið sæi í meira mæli um að veita þjónustuna, frekar en einkareknar lausnir. Þessi umræða pólitíkusanna minnti mig á fleiri ummæli úr skýrslu EHCI frá árinu 2012. Í skýrslunni var athyglin dregin sérstaklega að Hollandi sem ár eftir ár væri á toppnum (er í öðru sæti 2024). Á það var bent að í Hollandi væri blandað kerfi, svokallað Bismarck kerfi, og að svo virtist sem Hollenska módelið væri síðasti naglinn í líkkistu svokallaðs Beveridge healthcare systems, þar sem greiðsla fyrir þjónustuna og veiting hennar væri á sömu hendi. Í skýrslunni sagði: „the lesson is clear: Remove politicians and other amateurs from operative decision-making in what might well be the most complex industry on the face of the Earth: Healthcare!“ En í skýrslunni var einnig tekið fram að þrátt fyrir að Hollenska kerfið virtist vera að skila betri árangri þá hafi þó lítil lönd eins og Norðurlöndin náð góðum árangri með „Beveridge“ kerfinu. Það er skýrt á þann hátt að þar sem löndin séu svo fámenn, og þar með heilbrigðiskerfin lítil, þá geti stjórnendur þrátt fyrir allt náð utan um verkefni sín. Hættan við „Beveridge“ kerfið sé þó sú að stjórnendur, bæði pólitíkusar og embættismenn, missi sjónar af hagsmunum sjúklinganna sjálfra og fari að beina sjónum sínum í of miklu mæli að hagsmunum kerfisins sjálfs, sem þeir hafa jafnvel tekið þátt í að koma á. Af lýsingum forsvarsmanna heimilislækna á Íslandi að dæma undanfarið, og jafnvel annarra lækna en heimilislækna, er ekki annað að sjá en að Norðurlöndin hafi á síðustu árum fært sig nær blönduðu leiðinni. Kannski er það ástæða þess að þau eru öll komin hærra en Ísland á EHCI listann árið 2024? Núverandi heilbrigðisráðherra virðist átta sig á að áherslur síðustu ára voru ekki að skila þeim árangri sem vonast var eftir. Það er ekki annað að sjá en að hann geri sér góða grein fyrir þeim árangri sem blönduð leið hefur verið að skila í þeim ríkjum sem við viljum helst bera okkur saman við. Höfundur er áhugamaður um íslenskt heilbrigðiskerfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Gunnar Ármannsson Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Hefur eitthvað áunnist á þessum árum? Vonandi, en samanburðurinn við önnur vestræn lönd er okkur ekki hagstæður á þessu árabili. Skv. frétt á heimasíðu Velferðarráðuneytisins í maí 2012 var Ísland í 3. sæti lista EHCI (Euro Health Consumer Index) yfir gæði heilbrigðisþjónustunnar í umræddum löndum. Tekið var fram að Ísland héldi sínu sæti frá sambærilegri könnun frá árinu 2009. Ég vakti athygli á því á þessum tíma að það væri full ástæða til að rýna tölurnar frá 2012 betur því að blikur væru á lofti. Það mætti sjá vísbendingar um að gæði heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi væru að verða lakari í samanburði við mörg önnur lönd Evrópu á umræddu viðmiðunartímabili. Flest löndin í kringum okkur á þessum lista væru að bæta stigatölu sína á milli viðmiðunaráranna en að Ísland væri að fá færri stig. Skv. tölum EHCI árið 2024 situr Ísland í 10 sæti listans. M.a. annarra landa sem nú eru fyrir ofan Ísland eru Noregur, Danmörk, Finnland og Svíþjóð. Árin 2009 og 2012 var það eingöngu Danmörk af þessum þjóðum sem voru ofar Íslandi á listanum. Í skýrslu EHCI frá árinu 2012 er vakin athygli á því að blandað kerfi greiðslu og þjónustu (greiðsla og þjónusta ekki á sömu hendi) virðist mögulega vera að sanna sig sem árangursríkasta kerfið við veitingu heilbrigðisþjónustu. Ástæða þess að ég rifja þetta upp núna er sú að ég hlustaði á Silfrið á Rúv í gær. Samsetning hópsins sem var til spjalls var nokkuð sérstök þar sem fyrirferðarmestu viðmælendurnir voru pólítíkusar, núverandi og fyrrverandi, ásamt nokkrum stjórnendum, núverandi og fyrrverandi. Ég saknaði þess að ekki skyldu vera þarna sérfræðingar úr hópi heilbrigðisstarfsmanna með reynslu af störfum í kerfinu. Ég gat ekki betur heyrt en pólitíkusarnir í hópnum væru ennþá þeirrar skoðunar að blandað kerfi væri ekki sem best og gæta þyrfti betur að því að ríkið sæi í meira mæli um að veita þjónustuna, frekar en einkareknar lausnir. Þessi umræða pólitíkusanna minnti mig á fleiri ummæli úr skýrslu EHCI frá árinu 2012. Í skýrslunni var athyglin dregin sérstaklega að Hollandi sem ár eftir ár væri á toppnum (er í öðru sæti 2024). Á það var bent að í Hollandi væri blandað kerfi, svokallað Bismarck kerfi, og að svo virtist sem Hollenska módelið væri síðasti naglinn í líkkistu svokallaðs Beveridge healthcare systems, þar sem greiðsla fyrir þjónustuna og veiting hennar væri á sömu hendi. Í skýrslunni sagði: „the lesson is clear: Remove politicians and other amateurs from operative decision-making in what might well be the most complex industry on the face of the Earth: Healthcare!“ En í skýrslunni var einnig tekið fram að þrátt fyrir að Hollenska kerfið virtist vera að skila betri árangri þá hafi þó lítil lönd eins og Norðurlöndin náð góðum árangri með „Beveridge“ kerfinu. Það er skýrt á þann hátt að þar sem löndin séu svo fámenn, og þar með heilbrigðiskerfin lítil, þá geti stjórnendur þrátt fyrir allt náð utan um verkefni sín. Hættan við „Beveridge“ kerfið sé þó sú að stjórnendur, bæði pólitíkusar og embættismenn, missi sjónar af hagsmunum sjúklinganna sjálfra og fari að beina sjónum sínum í of miklu mæli að hagsmunum kerfisins sjálfs, sem þeir hafa jafnvel tekið þátt í að koma á. Af lýsingum forsvarsmanna heimilislækna á Íslandi að dæma undanfarið, og jafnvel annarra lækna en heimilislækna, er ekki annað að sjá en að Norðurlöndin hafi á síðustu árum fært sig nær blönduðu leiðinni. Kannski er það ástæða þess að þau eru öll komin hærra en Ísland á EHCI listann árið 2024? Núverandi heilbrigðisráðherra virðist átta sig á að áherslur síðustu ára voru ekki að skila þeim árangri sem vonast var eftir. Það er ekki annað að sjá en að hann geri sér góða grein fyrir þeim árangri sem blönduð leið hefur verið að skila í þeim ríkjum sem við viljum helst bera okkur saman við. Höfundur er áhugamaður um íslenskt heilbrigðiskerfi.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun