Foreldrar ungra reykvískra barna geta nú spáð fyrir um stöðuna á biðlistum Atli Ísleifsson skrifar 5. mars 2024 14:29 Leikskólareiknirinn var til umræðu á fundi borgarstjórnar í dag. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Reykjavíkurborg hefur hleypt af stokkunum sérstökum Leikskólareikni sem ætlað er að sýna stöðu umsókna í leikskóla borgarinnar og geti foreldrar þannig fengið áætlaða spá um stöðu barna sinna á biðlista. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir gott að fá fram reikninn sem sýni þó jafnframt fram á þá alvarlegu stöðu sem uppi sé í leikskólamálum. Leikskólareiknirinn var til umræðu á fundi borgarstjórnar í dag þar sem umræða um ávinning stafrænnar umbreytingar fyrir borgarbúa. Var þar meðal annars rætt um þá stöðu sem uppi sé á leikskólum borgarinnar. Í tilkynningu frá borginni segir að hingað til hafi fólk þurft að skrá sig inn í Völu og sækja um eða hringja í þjónustuver borgarinnar eða í leikskólana sjálfa, til að fá upplýsingar um stöðu barna sinna. Markmið með Leikskólareikninum sé að auka gagnsæi í upplýsingamiðlun og sýna stöðuna eins og hún sé hverju sinni svo foreldrar og forsjáraðilar geti sjálf skoðað upplýsingar án þess að þurfa að hringja mörg símtöl. Ekki þörf á Galileo Galilei Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segist í samtali við fréttastofu að sjálfsögðu fagna því að fá leikskólareikninn fram. Sjálfstæðismenn hafi ítrekað kallað eftir stafrænu mælaborði sem sýni stöðu biðlista eftir leikskólaplássi og sé leikskólareiknirinn ákveðið svar við því. „Hann gefur foreldrum tækifæri til að fylgjast með stöðu biðlista á leikskólum borgarinnar og það er vissulega mjög jákvætt skref. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna, segir reikninn sýna með skýrum hætti hvað biðlistavandi leikskólanna sé yfirgripsmikill. Vísir/Ívar Fannar Það sem reiknirinn sýnir okkur hins vegar líka með skýrum hætti, er hvað biðlistavandi leikskólanna er yfirgripsmikill. Hann sýnir okkur að í haust munu losna um 1.160 leikskólapláss í Reykjavík, þegar leikskólabörn færast yfir í grunnskóla. Það er engan veginn nægur fjöldi til að svara eftirspurninni. Eins og við þekkjum eru börn að meðaltali tuttugu mánaða þegar þau komast inn á leikskóla borgarinnar. Samkvæmt nýjustu tölum frá Hagstofunni er fjöldi barna í Reykjavík undir tveggja ára aldri nú 3.271. Það þarf engan Galileo Galilei til að reikna sig niður á það að 1.160 pláss munu ekki svara þeirri þörf sem blasir við. Biðlistar verða áfram stjarnfræðilegir og leikskólavandinn enn alvarlegur. Því miður hefur maður ekki séð nýjan meirihluta, né heldur nýjan borgarstjóra, grípa til neinna aðgerða sem leyst geta þennan vanda sem blasir við fjölskyldufólki í Reykjavík,“ segir Hildur. Fæðingardagur sleginn inn Bryndís Eir Kristinsdóttir, framleiðandi Leikskólareiknisins, segir hann vera lið í að bæta þjónustu við börn og forsjáraðila í borginni. „Hann er ákveðin bylting í upplýsingagjöf þegar kemur að biðlistatölum í leikskólum Reykjavíkurborgar, en varan er unnin í góðu samtali við notendur sem bíða eftir leikskólaplássi. Leikskólareikninum er ætlað að auka gagnsæi og gera forsjáraðilum kleift að taka upplýstari ákvörðun um val á leikskóla,” segir Bryndís Eir. Um Leikskólareikninn segir í tilkynningu að fæðingardagur barns sé einfaldlega sleginn inn í leitarvél ásamt hverfi og sé þá reiknuð út áætluð staða barnsins á biðlistum í leikskóla í viðkomandi hverfi. „Niðurstaðan er byggð á fæðingardegi barns, umsóknum sem þegar hafa borist, fjölda barna sem hætta til að byrja í grunnskóla og fleiri breytum. Hægt er að skoða staðsetningar á korti og bera þannig saman til dæmis leikskóla nálægt heimili fólks eða vinnu. Leikskólareiknirinn er byggður á lifandi gögnum og eru tölurnar uppfærðar daglega. Niðurstöður úr reikninum eru ekki umsókn og geta ekki gefið loforð um pláss,“ segir í tilkynningunni. Reykjavík Borgarstjórn Leikskólar Skóla - og menntamál Stafræn þróun Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira
Leikskólareiknirinn var til umræðu á fundi borgarstjórnar í dag þar sem umræða um ávinning stafrænnar umbreytingar fyrir borgarbúa. Var þar meðal annars rætt um þá stöðu sem uppi sé á leikskólum borgarinnar. Í tilkynningu frá borginni segir að hingað til hafi fólk þurft að skrá sig inn í Völu og sækja um eða hringja í þjónustuver borgarinnar eða í leikskólana sjálfa, til að fá upplýsingar um stöðu barna sinna. Markmið með Leikskólareikninum sé að auka gagnsæi í upplýsingamiðlun og sýna stöðuna eins og hún sé hverju sinni svo foreldrar og forsjáraðilar geti sjálf skoðað upplýsingar án þess að þurfa að hringja mörg símtöl. Ekki þörf á Galileo Galilei Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segist í samtali við fréttastofu að sjálfsögðu fagna því að fá leikskólareikninn fram. Sjálfstæðismenn hafi ítrekað kallað eftir stafrænu mælaborði sem sýni stöðu biðlista eftir leikskólaplássi og sé leikskólareiknirinn ákveðið svar við því. „Hann gefur foreldrum tækifæri til að fylgjast með stöðu biðlista á leikskólum borgarinnar og það er vissulega mjög jákvætt skref. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna, segir reikninn sýna með skýrum hætti hvað biðlistavandi leikskólanna sé yfirgripsmikill. Vísir/Ívar Fannar Það sem reiknirinn sýnir okkur hins vegar líka með skýrum hætti, er hvað biðlistavandi leikskólanna er yfirgripsmikill. Hann sýnir okkur að í haust munu losna um 1.160 leikskólapláss í Reykjavík, þegar leikskólabörn færast yfir í grunnskóla. Það er engan veginn nægur fjöldi til að svara eftirspurninni. Eins og við þekkjum eru börn að meðaltali tuttugu mánaða þegar þau komast inn á leikskóla borgarinnar. Samkvæmt nýjustu tölum frá Hagstofunni er fjöldi barna í Reykjavík undir tveggja ára aldri nú 3.271. Það þarf engan Galileo Galilei til að reikna sig niður á það að 1.160 pláss munu ekki svara þeirri þörf sem blasir við. Biðlistar verða áfram stjarnfræðilegir og leikskólavandinn enn alvarlegur. Því miður hefur maður ekki séð nýjan meirihluta, né heldur nýjan borgarstjóra, grípa til neinna aðgerða sem leyst geta þennan vanda sem blasir við fjölskyldufólki í Reykjavík,“ segir Hildur. Fæðingardagur sleginn inn Bryndís Eir Kristinsdóttir, framleiðandi Leikskólareiknisins, segir hann vera lið í að bæta þjónustu við börn og forsjáraðila í borginni. „Hann er ákveðin bylting í upplýsingagjöf þegar kemur að biðlistatölum í leikskólum Reykjavíkurborgar, en varan er unnin í góðu samtali við notendur sem bíða eftir leikskólaplássi. Leikskólareikninum er ætlað að auka gagnsæi og gera forsjáraðilum kleift að taka upplýstari ákvörðun um val á leikskóla,” segir Bryndís Eir. Um Leikskólareikninn segir í tilkynningu að fæðingardagur barns sé einfaldlega sleginn inn í leitarvél ásamt hverfi og sé þá reiknuð út áætluð staða barnsins á biðlistum í leikskóla í viðkomandi hverfi. „Niðurstaðan er byggð á fæðingardegi barns, umsóknum sem þegar hafa borist, fjölda barna sem hætta til að byrja í grunnskóla og fleiri breytum. Hægt er að skoða staðsetningar á korti og bera þannig saman til dæmis leikskóla nálægt heimili fólks eða vinnu. Leikskólareiknirinn er byggður á lifandi gögnum og eru tölurnar uppfærðar daglega. Niðurstöður úr reikninum eru ekki umsókn og geta ekki gefið loforð um pláss,“ segir í tilkynningunni.
Reykjavík Borgarstjórn Leikskólar Skóla - og menntamál Stafræn þróun Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira