Þjóðaröryggi raforkukerfisins Haraldur Þór Jónsson skrifar 6. mars 2024 09:30 Í gær var ársfundur Landsvirkjunar. Það er ánægjulegt að sjá orkufyrirtæki þjóðarinnar standa sterkum fótum og skila gríðarlegum ávinningi til ríkissjóðs á sama tíma og við búum við 100% endurnýjanlega raforku á Íslandi. Þetta er ekki sjálfsagt og starfsfólk Landsvirkjunar á hrós skilið fyrir vel unnin störf. Á þeim tímum sem við lifum í dag þar sem heimsfaraldur og stríð hafa breytt heiminum á örskömmum tíma minnir náttúran á sig með því að sýna kraftana í iðrum jarðar í hamförum á Reykjanesi, hamfarir sem hafa afhjúpað veikleika í því hvernig við nýtum orkuauðlindir á Íslandi. Við höfum orðið værukær, kerfið er fullnýtt og lítið svigrúm fyrir áföll. Það sem stendur upp úr ársfundi Landsvirkjunar er orðið þjóðaröryggi! Í ávarpi fjármála- og efnahagsráðherra sagði hún: Mikilvægt væri að hafa þann veruleika sem við erum að upplifa í dag í huga þegar við tökum ákvarðanir í okkar samfélagi, áhættustýring, þar á meðal í orkumálum er mikilvægari nú en hún hefur verið í marga áratugi. Allt þetta kallar á að við sem förum með ábyrgð tökum hana alvarlega. Nú þarf að hugsa lengra og vanda sig betur en nokkru sinni fyrr og við þurfum alltaf að hugsa, ekki bara það sem er best til skemmri tíma, heldur hvað er best fyrir Ísland. Mikilvægasta atriðið væri að leggja áherslu á og máta alla ákvörðun í raforkumálum við þjóðaröryggi, við verðum að vera undirbúin fyrir áföll og högg. Við þurfum að vera viss um það að við ráðum við slík áföll og högg. Forstjóri Landsvirkjunar fjallaði um að orkuöryggi og það væri einmitt orkuöryggi í nágrannalöndunum okkar sem trompaði allt, því um leið og rafmagnið er ekki til staðar þá stoppar allt. En þá verðum við að horfa til þess hvort að hljóð og mynd fari saman. Í dag eru skerðingar í gangi í raforkukerfinu og ítrekað hefur komið fram að rafmagn sé uppselt. Reglulega hefur verið í fréttum að raforkuöryggi almennings sé ógnað og kerfið sé uppselt. Fara þarf aukna orkuöflun og hefjast handa strax. Hér að neðan má sjá mynd sem sýnir megin flutningskerfi raforku á Íslandi og allar virkjanir sem eru yfir 10MW að stærð. Eins og sjá má á myndinni þá er raforkuframleiðsla landsins að mestu leyti á sex svæðum. Mesta raforkuframleiðsla fer fram á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu og er þar í dag yfir 37% af allri raforkuframleiðslu Íslands og um 50% af raforkuframleiðslu Landsvirkjunar. Á því svæði eru flestir virkjanakostir Landsvirkjunar í vatnsafli. Ef allir vatnsaflskostir væru nýttir á svæðinu ásamt því að farið yrði í aflaukningar á núverandi virkjunum væri hægt að koma uppsettu afli yfir 50% af raforkuframleiðslu Íslands og þá væri yfir 62% af raforkuframleiðslu Landsvirkjunar á einu starfssvæði. Einhver myndi telja það ógn við þjóðaröryggi að svo hátt hlutfall raforkuframleiðslu Landsvirkjunar væri á einu virku eldstöðvasvæði, hvað þá þjóðarinnar. Ef við skiptum út kortinu af Íslandi fyrir korti af virkum eldfjallasvæðum á Íslandi eins og sjá má á myndinni hér að neðan, þá er það fyrsta sem manni kemur í huga, myndum við byggja upp raforkukerfi með þjóðaröryggi í huga þar sem 50% raforkuframleiðslunnar fer fram á sama svæðinu, sem er einmitt virkt eldfjallasvæði? Í dag er 94% raforkuframleiðslu Íslands á virkum eldfjallasvæðum. Einungis er svæðið í kringum Blönduvirkjun ekki á virku eldfjallasvæði. Við þurfum því að vera undirbúin undir það að eitt svæði getur dottið út án þess að kerfið fari á hliðina, því það mun gerast. Spurningin er bara hvenær það gerist og hvort við verðum undirbúin fyrir slíkt áfall. Þjórsár- og Tungnaársvæðið er hjartað í orkuframleiðslu og flutningi á Íslandi. Fjölmargir ónýttir vatnsaflskostir eru á svæðinu sem skynsamlegt er að nýta á komandi árum. En þegar kemur að vindorku, sem er óstaðbundinn virkjanakostur, þá er það ógn við þjóðaröryggi að staðsetja hana á sama stað og flest eggin eru í körfunni, á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu. Augljóst er að fara þarf í þjóðarátak í að tryggja nýja öfluga flutningslínu frá Grundartanga til Akureyrar. Þannig tengjum við saman uppistöðulónin þrjú. Svo þarf að hefja aukna orkuvinnslu á Norðurlandi, því þá gefst okkur tækifæri að auka öryggi kerfisins í heild. Tryggja þjóðaröryggi raforkukerfisins fyrir alla íbúa Íslands. Það eru fjórir virkjanakostir á borðinu hjá Landsvirkjun. Þrír af þessum fjórum virkjanakostum erum á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu þar sem mest raforka er framleidd í dag. Með þjóðaröryggi í huga getum við tekið ákvörðun um að byggja ekki Búrfellslund þar sem hann er ógn við þjóðaröryggi. Ef við hefðum haft þá vitneskju sem við höfum í dag fyrir 10 árum, þá hefði hugmyndin um Búrfellslund ekki orðið að veruleika. Nú leyfi ég mér að vitna aftur í fjármála- og efnahagsráðgjafa: „Nú þarf að hugsa lengra og vanda sig betur en nokkru sinni fyrr og við þurfum alltaf að hugsa, ekki bara það sem er best til skemmri tíma, heldur hvað er best fyrir Ísland.“ Ef við ætlum að hafa Þjóðaröryggi raforkukerfisins í forgrunni, ef við ætlum að hlusta á orð forstjóra Landvirkjunar um orkuöryggi sem trompar allt, þá verðum við að staldra við og þora að meta stöðuna uppá nýtt. Við eigum sannarlega að halda áfram að nýta staðbundna virkjanakosti í vatnsafli og jarðvarma. Við verðum að þora að taka ákvarðanir um að vindorka verði byggð upp með tilliti til þjóðaröryggis raforkukerfisins og staðsetja vindorkuver ekki á virkum eldfjallasvæðum né þar sem of hátt hlutfall raforkuframleiðslunnar fer fram. Það var mat verkefnastjórn rammaáætlunar að Búrfellslundur ætti að vera í biðflokki. Í júní 2022 breytti Alþingi þeirri ákvörðun með því að setja Búrfellslund í nýtingarflokk. Í dag má segja að sú ákvörðun hafi verið mistök og varði við orkuöryggi landsins og þjóðaröryggi til framtíðar. Hugsum til framtíðar, hvað er best fyrir Ísland! Nýtum vindorkuna, þriðju stoð raforkukerfisins, til að tryggja þjóðaröryggi raforkukerfisins til framtíðar með því að staðsetja vindorkuframleiðslu utan virkra eldstöðvakerfa og styrkja raforkukerfið í heild. Höfundur er oddviti- og sveitarstjóri í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem mest raforka hefur verið framleidd í sögu Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Þór Jónsson Orkumál Landsvirkjun Vindorkuver í Búrfellslundi Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Í gær var ársfundur Landsvirkjunar. Það er ánægjulegt að sjá orkufyrirtæki þjóðarinnar standa sterkum fótum og skila gríðarlegum ávinningi til ríkissjóðs á sama tíma og við búum við 100% endurnýjanlega raforku á Íslandi. Þetta er ekki sjálfsagt og starfsfólk Landsvirkjunar á hrós skilið fyrir vel unnin störf. Á þeim tímum sem við lifum í dag þar sem heimsfaraldur og stríð hafa breytt heiminum á örskömmum tíma minnir náttúran á sig með því að sýna kraftana í iðrum jarðar í hamförum á Reykjanesi, hamfarir sem hafa afhjúpað veikleika í því hvernig við nýtum orkuauðlindir á Íslandi. Við höfum orðið værukær, kerfið er fullnýtt og lítið svigrúm fyrir áföll. Það sem stendur upp úr ársfundi Landsvirkjunar er orðið þjóðaröryggi! Í ávarpi fjármála- og efnahagsráðherra sagði hún: Mikilvægt væri að hafa þann veruleika sem við erum að upplifa í dag í huga þegar við tökum ákvarðanir í okkar samfélagi, áhættustýring, þar á meðal í orkumálum er mikilvægari nú en hún hefur verið í marga áratugi. Allt þetta kallar á að við sem förum með ábyrgð tökum hana alvarlega. Nú þarf að hugsa lengra og vanda sig betur en nokkru sinni fyrr og við þurfum alltaf að hugsa, ekki bara það sem er best til skemmri tíma, heldur hvað er best fyrir Ísland. Mikilvægasta atriðið væri að leggja áherslu á og máta alla ákvörðun í raforkumálum við þjóðaröryggi, við verðum að vera undirbúin fyrir áföll og högg. Við þurfum að vera viss um það að við ráðum við slík áföll og högg. Forstjóri Landsvirkjunar fjallaði um að orkuöryggi og það væri einmitt orkuöryggi í nágrannalöndunum okkar sem trompaði allt, því um leið og rafmagnið er ekki til staðar þá stoppar allt. En þá verðum við að horfa til þess hvort að hljóð og mynd fari saman. Í dag eru skerðingar í gangi í raforkukerfinu og ítrekað hefur komið fram að rafmagn sé uppselt. Reglulega hefur verið í fréttum að raforkuöryggi almennings sé ógnað og kerfið sé uppselt. Fara þarf aukna orkuöflun og hefjast handa strax. Hér að neðan má sjá mynd sem sýnir megin flutningskerfi raforku á Íslandi og allar virkjanir sem eru yfir 10MW að stærð. Eins og sjá má á myndinni þá er raforkuframleiðsla landsins að mestu leyti á sex svæðum. Mesta raforkuframleiðsla fer fram á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu og er þar í dag yfir 37% af allri raforkuframleiðslu Íslands og um 50% af raforkuframleiðslu Landsvirkjunar. Á því svæði eru flestir virkjanakostir Landsvirkjunar í vatnsafli. Ef allir vatnsaflskostir væru nýttir á svæðinu ásamt því að farið yrði í aflaukningar á núverandi virkjunum væri hægt að koma uppsettu afli yfir 50% af raforkuframleiðslu Íslands og þá væri yfir 62% af raforkuframleiðslu Landsvirkjunar á einu starfssvæði. Einhver myndi telja það ógn við þjóðaröryggi að svo hátt hlutfall raforkuframleiðslu Landsvirkjunar væri á einu virku eldstöðvasvæði, hvað þá þjóðarinnar. Ef við skiptum út kortinu af Íslandi fyrir korti af virkum eldfjallasvæðum á Íslandi eins og sjá má á myndinni hér að neðan, þá er það fyrsta sem manni kemur í huga, myndum við byggja upp raforkukerfi með þjóðaröryggi í huga þar sem 50% raforkuframleiðslunnar fer fram á sama svæðinu, sem er einmitt virkt eldfjallasvæði? Í dag er 94% raforkuframleiðslu Íslands á virkum eldfjallasvæðum. Einungis er svæðið í kringum Blönduvirkjun ekki á virku eldfjallasvæði. Við þurfum því að vera undirbúin undir það að eitt svæði getur dottið út án þess að kerfið fari á hliðina, því það mun gerast. Spurningin er bara hvenær það gerist og hvort við verðum undirbúin fyrir slíkt áfall. Þjórsár- og Tungnaársvæðið er hjartað í orkuframleiðslu og flutningi á Íslandi. Fjölmargir ónýttir vatnsaflskostir eru á svæðinu sem skynsamlegt er að nýta á komandi árum. En þegar kemur að vindorku, sem er óstaðbundinn virkjanakostur, þá er það ógn við þjóðaröryggi að staðsetja hana á sama stað og flest eggin eru í körfunni, á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu. Augljóst er að fara þarf í þjóðarátak í að tryggja nýja öfluga flutningslínu frá Grundartanga til Akureyrar. Þannig tengjum við saman uppistöðulónin þrjú. Svo þarf að hefja aukna orkuvinnslu á Norðurlandi, því þá gefst okkur tækifæri að auka öryggi kerfisins í heild. Tryggja þjóðaröryggi raforkukerfisins fyrir alla íbúa Íslands. Það eru fjórir virkjanakostir á borðinu hjá Landsvirkjun. Þrír af þessum fjórum virkjanakostum erum á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu þar sem mest raforka er framleidd í dag. Með þjóðaröryggi í huga getum við tekið ákvörðun um að byggja ekki Búrfellslund þar sem hann er ógn við þjóðaröryggi. Ef við hefðum haft þá vitneskju sem við höfum í dag fyrir 10 árum, þá hefði hugmyndin um Búrfellslund ekki orðið að veruleika. Nú leyfi ég mér að vitna aftur í fjármála- og efnahagsráðgjafa: „Nú þarf að hugsa lengra og vanda sig betur en nokkru sinni fyrr og við þurfum alltaf að hugsa, ekki bara það sem er best til skemmri tíma, heldur hvað er best fyrir Ísland.“ Ef við ætlum að hafa Þjóðaröryggi raforkukerfisins í forgrunni, ef við ætlum að hlusta á orð forstjóra Landvirkjunar um orkuöryggi sem trompar allt, þá verðum við að staldra við og þora að meta stöðuna uppá nýtt. Við eigum sannarlega að halda áfram að nýta staðbundna virkjanakosti í vatnsafli og jarðvarma. Við verðum að þora að taka ákvarðanir um að vindorka verði byggð upp með tilliti til þjóðaröryggis raforkukerfisins og staðsetja vindorkuver ekki á virkum eldfjallasvæðum né þar sem of hátt hlutfall raforkuframleiðslunnar fer fram. Það var mat verkefnastjórn rammaáætlunar að Búrfellslundur ætti að vera í biðflokki. Í júní 2022 breytti Alþingi þeirri ákvörðun með því að setja Búrfellslund í nýtingarflokk. Í dag má segja að sú ákvörðun hafi verið mistök og varði við orkuöryggi landsins og þjóðaröryggi til framtíðar. Hugsum til framtíðar, hvað er best fyrir Ísland! Nýtum vindorkuna, þriðju stoð raforkukerfisins, til að tryggja þjóðaröryggi raforkukerfisins til framtíðar með því að staðsetja vindorkuframleiðslu utan virkra eldstöðvakerfa og styrkja raforkukerfið í heild. Höfundur er oddviti- og sveitarstjóri í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem mest raforka hefur verið framleidd í sögu Íslands.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun