Pirrar sig á Ronaldo: „Þegiðu bara“ Valur Páll Eiríksson skrifar 6. mars 2024 11:30 Leboeuf segir Ronaldo að þegja og að portúgalska landsliðið eigi betri möguleika á EM án hans. Samsett/Getty Frakkinn Frank Leboeuf er ósáttur við ummæli Portúgalans Cristiano Ronaldo um frönsku úrvalsdeildina og segir þau stafa af gremju þess síðarnefnda tengda ríg hans við Lionel Messi. Ronaldo var nýverið dæmdur í eins leiks bann vegna dónalegrar bendingar hans upp í stúku þegar áhorfendur kyrjuðu nafn Messi og beindu því að Ronaldo. Slíkt hefur gerst ítrekað í sádísku deildinni á leikjum Ronaldo undanfarið, og virðist til þess gert að pirra portúgölsku stjörnuna. Messi lék með Paris Saint Germain í Frakklandi áður en hann skipti til Inter Miami í Bandaríkjunum í fyrra en ummæli Ronaldo um frönsku deildina fyrr á þessu ári virðast hafa farið fyrir brjóstið á Frank Leboeuf, fyrrum leikmanni Marseille, Chelsea og franska landsliðsins. „Hreinskilningslega er sádíska deildin ekki verri en sú franska, finnst mér. Í frönsku deildinni eru tvö eða þrjú lið á háu stigi. En í Sádi-Arabíu er samkeppnin meiri. Mér þykir við vera betri en franska deildin og erum enn að bæta okkur,“ lét Ronaldo hafa eftir sér. Illa vegið að frönsku deildinni Leboeuf telur veru Messi í Frakklandi hafa hvatt til ummæla Ronaldo. Þá segir hann Ronaldo eiga að vita hvenær hann eigi að þegja. „Þetta pirrar mig. Af hverju helduru að hann nefni frönsku deildina frekar en til dæmis þá portúgölsku? Vegna þess að Messi spilaði í Frakklandi,“ Leboeuf fagnar Evróputitlinum árið 2000 með Didier Deschamps en þeir félagar unnu einnig heimsmeistaratitilinn tveimur árum fyrr.Getty „Ég ber mikla virðingu fyrir honum sem leikmanni, en láttu ekki svona, þegiðu bara. Þetta er ósanngjarnt gagnvart frönsku deildinni,“ segir Leboeuf sem bætir svo við að Ronaldo sé kominn á endastöð sem leikmaður. Portúgal geti unnið, án Ronaldo „Það er ekki hægt að taka neitt af Ronaldo, hvað hann hefur gert fyrir fótboltann, bara vegna þess að hann ætlar að klára ferilinn í Sádi-Arabíu. Ég vil þakka honum fyrir að hafa reist ránna í íþróttinni en það kemur að endapunkti hjá öllum,“ segir Leboeuf en hann lauk sjálfur ferli sínum í Katar. Þá, árin eftir aldamót, fóru lið í katörsku deildinni svipaða leið og þau í Sádi-Arabíu þessi dægrin, og buðu stórum nöfnum í Evrópu háar fjárhæðir til að stækka ímynd og frægð deildarinnar. Þar á meðal voru Pep Guardiola, De Boer-bræður frá Hollandi, Gabriel Batistuta og Marcel Desailly, auk Leboeuf. Leboeuf vann á sínum tíma HM og EM með Frökkum, 1998 og 2000, og telur Portúgala eiga möguleika á Evróputitlinum í Þýskalandi í sumar, en að hinn 39 ára gamli Ronaldo dragi úr sigurlíkunum. „Ég held að Portúgal sé á meðal þeirra sem muni keppa um Evróputitilinn í sumar. Ég tel að þeir geti hreinlega unnið mótið, en bara ef Cristiano Ronaldo spilar ekki.“ Franski boltinn Sádiarabíski boltinn Tengdar fréttir Ronaldo brást við Messi köllunum með klúru látbragði Cristiano Ronaldo skoraði og fagnaði sigri með Al Nassr í gær en kom sér einnig í vandræði með ósmekklegu látbragði eftir leikinn. 26. febrúar 2024 08:00 Ronaldo kominn upp fyrir Messi Cristiano Ronaldo komst um helgina upp fyrir Lionel Messi á listanum yfir þá sem hafa skorað flest mörk utan af velli á sínum fótboltaferli. 19. febrúar 2024 16:30 Segir að Chelsea eigi að reka Potter: „Nú er nóg komið“ Fyrrverandi leikmaður Chelsea segir að mælirinn sé fullur eftir 4-0 tap liðsins fyrir Manchester City í ensku bikarkeppninni í gær og nú þurfi að reka knattspyrnustjórann Graham Potter. 9. janúar 2023 08:02 Segir að Alexander-Arnold verjist eins og B-deildarleikmaður Varnarhæfileikar Trens Alexander-Arnold eru ekki sæmandi leikmanni í ensku úrvalsdeildinni. Þetta segir Frank Leboeuf, fyrrverandi leikmaður Chelsea og heims- og Evrópumeistari með franska landsliðinu. 26. september 2022 09:31 Leboeuf ætlar að hætta Fyrrum landsliðsmaður Frakklands í knattspyrnu, Franck Leboeuf, sem spilar sem stendur í Katar með Al-Saad, ætlar að leggja knattspyrnuskóna á hilluna eftir yfirstandandi tímabil. 12. apríl 2005 00:01 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Fleiri fréttir Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sjá meira
Ronaldo var nýverið dæmdur í eins leiks bann vegna dónalegrar bendingar hans upp í stúku þegar áhorfendur kyrjuðu nafn Messi og beindu því að Ronaldo. Slíkt hefur gerst ítrekað í sádísku deildinni á leikjum Ronaldo undanfarið, og virðist til þess gert að pirra portúgölsku stjörnuna. Messi lék með Paris Saint Germain í Frakklandi áður en hann skipti til Inter Miami í Bandaríkjunum í fyrra en ummæli Ronaldo um frönsku deildina fyrr á þessu ári virðast hafa farið fyrir brjóstið á Frank Leboeuf, fyrrum leikmanni Marseille, Chelsea og franska landsliðsins. „Hreinskilningslega er sádíska deildin ekki verri en sú franska, finnst mér. Í frönsku deildinni eru tvö eða þrjú lið á háu stigi. En í Sádi-Arabíu er samkeppnin meiri. Mér þykir við vera betri en franska deildin og erum enn að bæta okkur,“ lét Ronaldo hafa eftir sér. Illa vegið að frönsku deildinni Leboeuf telur veru Messi í Frakklandi hafa hvatt til ummæla Ronaldo. Þá segir hann Ronaldo eiga að vita hvenær hann eigi að þegja. „Þetta pirrar mig. Af hverju helduru að hann nefni frönsku deildina frekar en til dæmis þá portúgölsku? Vegna þess að Messi spilaði í Frakklandi,“ Leboeuf fagnar Evróputitlinum árið 2000 með Didier Deschamps en þeir félagar unnu einnig heimsmeistaratitilinn tveimur árum fyrr.Getty „Ég ber mikla virðingu fyrir honum sem leikmanni, en láttu ekki svona, þegiðu bara. Þetta er ósanngjarnt gagnvart frönsku deildinni,“ segir Leboeuf sem bætir svo við að Ronaldo sé kominn á endastöð sem leikmaður. Portúgal geti unnið, án Ronaldo „Það er ekki hægt að taka neitt af Ronaldo, hvað hann hefur gert fyrir fótboltann, bara vegna þess að hann ætlar að klára ferilinn í Sádi-Arabíu. Ég vil þakka honum fyrir að hafa reist ránna í íþróttinni en það kemur að endapunkti hjá öllum,“ segir Leboeuf en hann lauk sjálfur ferli sínum í Katar. Þá, árin eftir aldamót, fóru lið í katörsku deildinni svipaða leið og þau í Sádi-Arabíu þessi dægrin, og buðu stórum nöfnum í Evrópu háar fjárhæðir til að stækka ímynd og frægð deildarinnar. Þar á meðal voru Pep Guardiola, De Boer-bræður frá Hollandi, Gabriel Batistuta og Marcel Desailly, auk Leboeuf. Leboeuf vann á sínum tíma HM og EM með Frökkum, 1998 og 2000, og telur Portúgala eiga möguleika á Evróputitlinum í Þýskalandi í sumar, en að hinn 39 ára gamli Ronaldo dragi úr sigurlíkunum. „Ég held að Portúgal sé á meðal þeirra sem muni keppa um Evróputitilinn í sumar. Ég tel að þeir geti hreinlega unnið mótið, en bara ef Cristiano Ronaldo spilar ekki.“
Franski boltinn Sádiarabíski boltinn Tengdar fréttir Ronaldo brást við Messi köllunum með klúru látbragði Cristiano Ronaldo skoraði og fagnaði sigri með Al Nassr í gær en kom sér einnig í vandræði með ósmekklegu látbragði eftir leikinn. 26. febrúar 2024 08:00 Ronaldo kominn upp fyrir Messi Cristiano Ronaldo komst um helgina upp fyrir Lionel Messi á listanum yfir þá sem hafa skorað flest mörk utan af velli á sínum fótboltaferli. 19. febrúar 2024 16:30 Segir að Chelsea eigi að reka Potter: „Nú er nóg komið“ Fyrrverandi leikmaður Chelsea segir að mælirinn sé fullur eftir 4-0 tap liðsins fyrir Manchester City í ensku bikarkeppninni í gær og nú þurfi að reka knattspyrnustjórann Graham Potter. 9. janúar 2023 08:02 Segir að Alexander-Arnold verjist eins og B-deildarleikmaður Varnarhæfileikar Trens Alexander-Arnold eru ekki sæmandi leikmanni í ensku úrvalsdeildinni. Þetta segir Frank Leboeuf, fyrrverandi leikmaður Chelsea og heims- og Evrópumeistari með franska landsliðinu. 26. september 2022 09:31 Leboeuf ætlar að hætta Fyrrum landsliðsmaður Frakklands í knattspyrnu, Franck Leboeuf, sem spilar sem stendur í Katar með Al-Saad, ætlar að leggja knattspyrnuskóna á hilluna eftir yfirstandandi tímabil. 12. apríl 2005 00:01 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Fleiri fréttir Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sjá meira
Ronaldo brást við Messi köllunum með klúru látbragði Cristiano Ronaldo skoraði og fagnaði sigri með Al Nassr í gær en kom sér einnig í vandræði með ósmekklegu látbragði eftir leikinn. 26. febrúar 2024 08:00
Ronaldo kominn upp fyrir Messi Cristiano Ronaldo komst um helgina upp fyrir Lionel Messi á listanum yfir þá sem hafa skorað flest mörk utan af velli á sínum fótboltaferli. 19. febrúar 2024 16:30
Segir að Chelsea eigi að reka Potter: „Nú er nóg komið“ Fyrrverandi leikmaður Chelsea segir að mælirinn sé fullur eftir 4-0 tap liðsins fyrir Manchester City í ensku bikarkeppninni í gær og nú þurfi að reka knattspyrnustjórann Graham Potter. 9. janúar 2023 08:02
Segir að Alexander-Arnold verjist eins og B-deildarleikmaður Varnarhæfileikar Trens Alexander-Arnold eru ekki sæmandi leikmanni í ensku úrvalsdeildinni. Þetta segir Frank Leboeuf, fyrrverandi leikmaður Chelsea og heims- og Evrópumeistari með franska landsliðinu. 26. september 2022 09:31
Leboeuf ætlar að hætta Fyrrum landsliðsmaður Frakklands í knattspyrnu, Franck Leboeuf, sem spilar sem stendur í Katar með Al-Saad, ætlar að leggja knattspyrnuskóna á hilluna eftir yfirstandandi tímabil. 12. apríl 2005 00:01