Leit að miðjumanni stendur yfir Valur Páll Eiríksson skrifar 6. mars 2024 14:00 Arnar Grétarsson (t.v.) ásamt Sigurði Heiðari Höskuldssyni. Sigurður var aðstoðarþjálfari Arnars með Val í fyrra en er nú þjálfari Þórs og fékk Birki til liðs við félagið. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Arnar Grétarsson, þjálfari karlaliðs Vals í fótbolta, segir félagið vera að leita að miðjumanni eftir brotthvarf Birkis Heimissonar á dögunum. Það sé ekki gengið að því að finna mann í hans stað. Athygli vakti þegar Birkir skipti úr Val yfir í Lengjudeildarlið Þórs í vikunni. Arnar segir Valsmenn ekki hafa ætlað sér að selja leikmenn en tilboð Þórs hafi verið þess eðlis að ákveðið var að standa ekki í vegi fyrir Birki. „Við vorum í raun búnir að taka ákvörðun um það að það væri enginn að fara. Við vorum búnir að fá fyrirspurnir í hann en ætluðum ekki að neinum í burtu en þegar kemur þetta tilboð frá Þór, er það þess eðlis, þá lögðum við spilin í hendurnar á honum,“ segir Arnar í samtali við Vísi. Erfitt að finna leikmenn Valsmenn höfðu þegar misst tvo miðjumenn í Hauki Páli Sigurðssyni, sem hætti til að verða aðstoðarþjálfari liðsins, og Hlyn Frey Karlsson sem samdi við Haugesund í Noregi, sem stýrt er af Óskari Hrafni Þorvaldssyni. Elfar Freyr Helgason, sem hefur leikið sem miðvörður allan sinn feril, hefur leyst stöðu djúps miðjumanns í síðustu leikjum liðsins. „Við höfum verið að leita að miðjumanni en við tökum ekki hvern sem er. Við þurfum að taka helvíti góðan gæja ef við ætlum að fá einhvern inn. Við erum að skoða þetta en við erum með góðan hóp og góða leikmenn. Það þarf að vera maður sem er að fara að spila,“ „Það er ekkert létt að finna leikmenn sem við getum borgað og eru eins góðir og við viljum að þeir séu. Það er bara erfitt,“ segir Arnar. Æfir áfram með Val Birkir er að stíga upp úr meiðslum og er með gifs á hendinni næstu tvær vikur eða svo. Þá á hann von á barni á næstu dögum og mun því ekki fara norður í bráð. Þegar hann stígur upp úr meiðslunum mun hann æfa áfram með Valsmönnum þrátt fyrir að hafa samið við annað félag. Arnar segir sjálfsagt að hann sé í æfingahópi Valsmanna. „Við vorum bara spurðir hvort hann mætti vera á æfingum og það var alveg sjálfsagt. Hann er búinn að vera hérna í nokkur ár og orðinn Valsari. Þeir eru í annarri deild en við og það er bara sjálfsagður hlutur,“ segir Arnar. Besta deild karla Valur Lengjudeild karla Þór Akureyri Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sjá meira
Athygli vakti þegar Birkir skipti úr Val yfir í Lengjudeildarlið Þórs í vikunni. Arnar segir Valsmenn ekki hafa ætlað sér að selja leikmenn en tilboð Þórs hafi verið þess eðlis að ákveðið var að standa ekki í vegi fyrir Birki. „Við vorum í raun búnir að taka ákvörðun um það að það væri enginn að fara. Við vorum búnir að fá fyrirspurnir í hann en ætluðum ekki að neinum í burtu en þegar kemur þetta tilboð frá Þór, er það þess eðlis, þá lögðum við spilin í hendurnar á honum,“ segir Arnar í samtali við Vísi. Erfitt að finna leikmenn Valsmenn höfðu þegar misst tvo miðjumenn í Hauki Páli Sigurðssyni, sem hætti til að verða aðstoðarþjálfari liðsins, og Hlyn Frey Karlsson sem samdi við Haugesund í Noregi, sem stýrt er af Óskari Hrafni Þorvaldssyni. Elfar Freyr Helgason, sem hefur leikið sem miðvörður allan sinn feril, hefur leyst stöðu djúps miðjumanns í síðustu leikjum liðsins. „Við höfum verið að leita að miðjumanni en við tökum ekki hvern sem er. Við þurfum að taka helvíti góðan gæja ef við ætlum að fá einhvern inn. Við erum að skoða þetta en við erum með góðan hóp og góða leikmenn. Það þarf að vera maður sem er að fara að spila,“ „Það er ekkert létt að finna leikmenn sem við getum borgað og eru eins góðir og við viljum að þeir séu. Það er bara erfitt,“ segir Arnar. Æfir áfram með Val Birkir er að stíga upp úr meiðslum og er með gifs á hendinni næstu tvær vikur eða svo. Þá á hann von á barni á næstu dögum og mun því ekki fara norður í bráð. Þegar hann stígur upp úr meiðslunum mun hann æfa áfram með Valsmönnum þrátt fyrir að hafa samið við annað félag. Arnar segir sjálfsagt að hann sé í æfingahópi Valsmanna. „Við vorum bara spurðir hvort hann mætti vera á æfingum og það var alveg sjálfsagt. Hann er búinn að vera hérna í nokkur ár og orðinn Valsari. Þeir eru í annarri deild en við og það er bara sjálfsagður hlutur,“ segir Arnar.
Besta deild karla Valur Lengjudeild karla Þór Akureyri Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sjá meira