Núna er þetta bara orðið ágætt! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 6. mars 2024 18:01 Það fór nú auðvitað svo, liggur við að maður segi samkvæmt venju, að þingflokkur Vinstri grænna, gat ekki staðið við sátt sem ríkisstjórnin og þar með ráðherrar Vinstri grænna, höfðu náð í útlendingamálum. Hvort að þingflokkurinn og grasrót flokksins hafi komist í tilfinningalegt uppnám við það að sjá sig þurrkast út af þingi samkvæmt skoðanakönnunum, skal ósagt látið. Hins vegar má líta á það sem trúnaðarbrest innan ríkisstjórnarsamstarfsins, ætli þingflokkur Vinstri grænna, eða minnsta kosti hluti hans, að hlaupa frá áðurnefndri sátt í útlendingamálunum. Formaður þingflokks Vinstri grænna, sagði það hátt og skýrt í fyrstu umræðu um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra, að flokkurinn styddi ekki frumvarpið, nema gengið yrði að kröfum þingflokks Vinstri grænna um breytingar á frumvarpinu. Slíkt er auðvitað með öllu ólíðandi, jafnvel þó þingmeirihluti sé fyrir frumvarpinu óbreyttu í þinginu. Enda væri flokkurinn, með andstöðu sinni við frumvarpið, að gefa það út að hann styddi ekki stefnu ríkisstjórnar sem hann sjálfur er aðili að í útlendingamálum. Flokkurinn væri því einn og óstuddur að stimpla sig út úr þessu ríkisstjórnarsamstarfi. Þó fyrr hefði verið, gætu einhverjir sagt. Enda þorri þjóðarinnar búinn að fá upp í kok og nánast farinn að kyngja ælunni út af alls kyns tafaleikjum og skemmdarverkum, ráðherra og þingmanna Vinstri grænna, sem tafið hafa nær alla uppbygginu á innviðum og atvinnulífi og þar með stuðlað að verri lífskjörum Íslendinga, en þau þyrftu annars að vera. Það vill nú bara þannig til, að þingflokksformaður, sagði það fullum fetum, að ef einn þingmaður Sjálfstæðisflokksins styddi vantrausttillögu á Svandísi Svavarsdóttur, sem reyndar aldrei var borin upp af kunnum ástæðum, þá þýddi það stjórnarslit. Skipti þar engu hvort tillagan yrði samþykkt eða ekki. Hann er því með öðrum orðum að boða stjórnarslit, nema gengið verði enn aftur að kröfum Vinstri grænna vegna útlendingafrumvarpsins. Verði honum það að góðu að berjast við Pírata um þessi 10-15% atkvæða sem þessir no borders flokkar gætu mögulega átt vís. Það má alls ekki gerast að enn einn ganginn að þorri þjóðarinnar verði beygður undir no borders-stefnu Vinstri grænna eða aðra skaðlega sérvisku þess flokks. Það er fyrir lifandis löngu komið nóg af slíku rugli. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Vinstri græn Alþingi Innflytjendamál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Það fór nú auðvitað svo, liggur við að maður segi samkvæmt venju, að þingflokkur Vinstri grænna, gat ekki staðið við sátt sem ríkisstjórnin og þar með ráðherrar Vinstri grænna, höfðu náð í útlendingamálum. Hvort að þingflokkurinn og grasrót flokksins hafi komist í tilfinningalegt uppnám við það að sjá sig þurrkast út af þingi samkvæmt skoðanakönnunum, skal ósagt látið. Hins vegar má líta á það sem trúnaðarbrest innan ríkisstjórnarsamstarfsins, ætli þingflokkur Vinstri grænna, eða minnsta kosti hluti hans, að hlaupa frá áðurnefndri sátt í útlendingamálunum. Formaður þingflokks Vinstri grænna, sagði það hátt og skýrt í fyrstu umræðu um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra, að flokkurinn styddi ekki frumvarpið, nema gengið yrði að kröfum þingflokks Vinstri grænna um breytingar á frumvarpinu. Slíkt er auðvitað með öllu ólíðandi, jafnvel þó þingmeirihluti sé fyrir frumvarpinu óbreyttu í þinginu. Enda væri flokkurinn, með andstöðu sinni við frumvarpið, að gefa það út að hann styddi ekki stefnu ríkisstjórnar sem hann sjálfur er aðili að í útlendingamálum. Flokkurinn væri því einn og óstuddur að stimpla sig út úr þessu ríkisstjórnarsamstarfi. Þó fyrr hefði verið, gætu einhverjir sagt. Enda þorri þjóðarinnar búinn að fá upp í kok og nánast farinn að kyngja ælunni út af alls kyns tafaleikjum og skemmdarverkum, ráðherra og þingmanna Vinstri grænna, sem tafið hafa nær alla uppbygginu á innviðum og atvinnulífi og þar með stuðlað að verri lífskjörum Íslendinga, en þau þyrftu annars að vera. Það vill nú bara þannig til, að þingflokksformaður, sagði það fullum fetum, að ef einn þingmaður Sjálfstæðisflokksins styddi vantrausttillögu á Svandísi Svavarsdóttur, sem reyndar aldrei var borin upp af kunnum ástæðum, þá þýddi það stjórnarslit. Skipti þar engu hvort tillagan yrði samþykkt eða ekki. Hann er því með öðrum orðum að boða stjórnarslit, nema gengið verði enn aftur að kröfum Vinstri grænna vegna útlendingafrumvarpsins. Verði honum það að góðu að berjast við Pírata um þessi 10-15% atkvæða sem þessir no borders flokkar gætu mögulega átt vís. Það má alls ekki gerast að enn einn ganginn að þorri þjóðarinnar verði beygður undir no borders-stefnu Vinstri grænna eða aðra skaðlega sérvisku þess flokks. Það er fyrir lifandis löngu komið nóg af slíku rugli. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun