Fótbolti

Sár­kvalinn með putta sem að fólki hryllir við

Sindri Sverrisson skrifar
Matheus Nunes lá kvalinn eftir á vellinum.
Matheus Nunes lá kvalinn eftir á vellinum. Getty/Nick Potts

Það er líklega vert að vara viðkvæma við meðfylgjandi mynd og myndbandi af því þegar Portúgalinn Matheus Nunes meiddist í leiknum með Manchester City gegn FC Kaupmannahöfn í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í gærkvöld.

Nunes meiddist á fingri eftir sjötíu mínútna leik og eins og sjá má hér að neðan bognaði langatöng hans í níutíu gráður. Hann rann til á grasinu og lenti svona illa á fingrinum.

Klippa: Ljót fingurmeiðsli Nunes

Portúgalinn fór á endanum af velli en sjúkrateymi City hafði þá hlúð að honum og vafið fingurinn fastan við aðra fingur.

Langatöngin leit ekki vel út hjá Matheus Nunes.Skjáskot/Stöð 2 Sport 2

Pep Guardiola hvíldi nokkra af sínum helstu leikmönnum í gærkvöld, fyrir stórleikinn við Liverpool á sunnudag, og komu Nunes og fleiri inn í byrjunarliðið. 

City átti aldrei í vandræðum í gærkvöld, þrátt fyrir að Orri Steinn Óskarsson legði upp afar laglegt mark FCK, því City vann leikinn 3-1 og einvígið samtals 6-2. Manuel Akanji, Julian Álvarez og Erling Haaland skoruðu mörk City í gær og komu þau öll í fyrri hálfleik.


Tengdar fréttir

Sjáðu magnaða hælsendingu Orra gegn Man. City

Orri Steinn Óskarsson fékk langþráð tækifæri í liði FC Kaupmannahafnar í kvöld, gegn meisturum Manchester City í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu, og lagði upp mark með glæsilegum hætti í fyrri hálfleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×