Engin samkeppni, aðeins samstaða Sigríður Hrund Pétursdóttir skrifar 8. mars 2024 09:01 Það er auðvelt að upplifa og óttast að vera ekki nógu góð. Að efast og finna vanmátt er eðlilegt og manlegt. Við minnkum okkur og felum ljósið sem í okkur býr. Lifum hálfar eða í hnipri. Stífðar. Frumkrafturinn er kvenlægur og býr í okkur öllum. Það býr allt innra með okkur. Það þarf ekki að leita út á við að eigin getu og hæfni. Styrkurinn til að sleppa tökunum, klifra út úr púpunni og breiða út vængina er til staðar nú þegar, rétt eins og hæfnin til að anda, sjúga og sparka. Við tökum óttatilfinninguna, föðmum hana og þökkum fyrir að hún minni okkur á hversu sterkar við erum og breytum henni í framkvæmdaorku. Kvíðakitlið og fiðrildin í maganum verða að hlátri, söng og dansi. Að ganga einu skrefi lengra en þú þorir og getur, og svo annað skref og eitt í viðbót. Allt í einu er kominn gönguslóði og leiðarljós fyrir aðrar konur. Mundu hver þú ert og hvaðan þú kemur. Tengdu þig frumkraftinum og opnaðu hjartað. Valdið er okkar – það er engin fjarstýring á konum. Að alast upp í Þorpi sem á sterka kærleiksríka kvennamenningu er mesta ríkidæmi sem við veitum okkur því það ber vott um visku og virðingu og leiðir af sér hringrásarlærdóm og endalaust þakklæti. Vert þú Þorpið. Taktu þátt. Leiðarvísir að samstöðu í Þorpinu: Stattu með konum – alltaf. Við þurfum ekki að vera sammála en við erum samhuga. Vertu Leiðagreiðari – veittu konum framgöngu, taktu símtalið, opnaðu dyrnar, gefðu rými og stígðu til hliðar (takk Guðni fyrir að skapa blævæng tækifæra) Lyftu konum upp og áfram endalaust – vertu Ör og bentu í rétta átt, léttu á með konum, hlúðu að þeim og nærðu Fjárfestu í konum og fjármagnaðu konur – við skulum ekki fóðra kerfið sem við erum að forðast. Sprotafjármagn til nýsköpunar ratar t.d. í mýflugumynd í hendur kvenna sem þýðir að við þurfum og verðum að taka ákvörðun um að breyta nú þegar og gera betur. Núverandi kerfi hamlar vexti okkar og heftir. Fjárfesting í konum er fjárfesting í samfélagi. Hvar og hvernig vex fjármagn þitt? Að leggja rækt við kvenlæga sprota, fyrirtæki og þjónustu kvenna er sjálfbærni. Það er engin sjálfbærni án kvenna. Við komum sem ein en stöndum sem tíu þúsund – á Íslandi eru konur rétt tæplega tvö hundruð þúsund og standa á herðum forforeldra sinna. Stöndum í samstöðu hnarreistar, með hökuna upp og andlitið í Ljósið. Hugsum, tölum og hegðum okkur eins og við erum – Einstakar, Dýrmætar og Fágætar. Verum leiðandi og mótandi í alþjóðaþorpinu – skjaldmeyjar norðursins sem vernda lýðræði, tjáningarfrelsi og jafnræði. Háfleygt? Svo sannarlega, enda stunda ég ekki meðalkvennsku, það fer mér ekki. Konur – lyftum hver annarri upp og áfram linnulaust, hvetjum, styðjum, huggum, líknum og elskum. Sameinaðar erum við allt, sundraðar erum við ekkert. Til hamingju með alþjóðadag kvenna 8. mars 2024 – mín Karþagó: Samstaða kvenna og með konum mun bjarga heiminum. Þar komið þið eitursterkir inn frá kantinum piltar og bakkið okkur upp, Klettarnir sem þið eruð. Við hittumst í miðjunni og fögnum sigri! Verulega líklega með vöfflukaffi, sultu og rjóma… Höfundur er forsetaframbjóðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Sigríður Hrund Pétursdóttir Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Að mása sig hása til að tefja Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Sjá meira
Það er auðvelt að upplifa og óttast að vera ekki nógu góð. Að efast og finna vanmátt er eðlilegt og manlegt. Við minnkum okkur og felum ljósið sem í okkur býr. Lifum hálfar eða í hnipri. Stífðar. Frumkrafturinn er kvenlægur og býr í okkur öllum. Það býr allt innra með okkur. Það þarf ekki að leita út á við að eigin getu og hæfni. Styrkurinn til að sleppa tökunum, klifra út úr púpunni og breiða út vængina er til staðar nú þegar, rétt eins og hæfnin til að anda, sjúga og sparka. Við tökum óttatilfinninguna, föðmum hana og þökkum fyrir að hún minni okkur á hversu sterkar við erum og breytum henni í framkvæmdaorku. Kvíðakitlið og fiðrildin í maganum verða að hlátri, söng og dansi. Að ganga einu skrefi lengra en þú þorir og getur, og svo annað skref og eitt í viðbót. Allt í einu er kominn gönguslóði og leiðarljós fyrir aðrar konur. Mundu hver þú ert og hvaðan þú kemur. Tengdu þig frumkraftinum og opnaðu hjartað. Valdið er okkar – það er engin fjarstýring á konum. Að alast upp í Þorpi sem á sterka kærleiksríka kvennamenningu er mesta ríkidæmi sem við veitum okkur því það ber vott um visku og virðingu og leiðir af sér hringrásarlærdóm og endalaust þakklæti. Vert þú Þorpið. Taktu þátt. Leiðarvísir að samstöðu í Þorpinu: Stattu með konum – alltaf. Við þurfum ekki að vera sammála en við erum samhuga. Vertu Leiðagreiðari – veittu konum framgöngu, taktu símtalið, opnaðu dyrnar, gefðu rými og stígðu til hliðar (takk Guðni fyrir að skapa blævæng tækifæra) Lyftu konum upp og áfram endalaust – vertu Ör og bentu í rétta átt, léttu á með konum, hlúðu að þeim og nærðu Fjárfestu í konum og fjármagnaðu konur – við skulum ekki fóðra kerfið sem við erum að forðast. Sprotafjármagn til nýsköpunar ratar t.d. í mýflugumynd í hendur kvenna sem þýðir að við þurfum og verðum að taka ákvörðun um að breyta nú þegar og gera betur. Núverandi kerfi hamlar vexti okkar og heftir. Fjárfesting í konum er fjárfesting í samfélagi. Hvar og hvernig vex fjármagn þitt? Að leggja rækt við kvenlæga sprota, fyrirtæki og þjónustu kvenna er sjálfbærni. Það er engin sjálfbærni án kvenna. Við komum sem ein en stöndum sem tíu þúsund – á Íslandi eru konur rétt tæplega tvö hundruð þúsund og standa á herðum forforeldra sinna. Stöndum í samstöðu hnarreistar, með hökuna upp og andlitið í Ljósið. Hugsum, tölum og hegðum okkur eins og við erum – Einstakar, Dýrmætar og Fágætar. Verum leiðandi og mótandi í alþjóðaþorpinu – skjaldmeyjar norðursins sem vernda lýðræði, tjáningarfrelsi og jafnræði. Háfleygt? Svo sannarlega, enda stunda ég ekki meðalkvennsku, það fer mér ekki. Konur – lyftum hver annarri upp og áfram linnulaust, hvetjum, styðjum, huggum, líknum og elskum. Sameinaðar erum við allt, sundraðar erum við ekkert. Til hamingju með alþjóðadag kvenna 8. mars 2024 – mín Karþagó: Samstaða kvenna og með konum mun bjarga heiminum. Þar komið þið eitursterkir inn frá kantinum piltar og bakkið okkur upp, Klettarnir sem þið eruð. Við hittumst í miðjunni og fögnum sigri! Verulega líklega með vöfflukaffi, sultu og rjóma… Höfundur er forsetaframbjóðandi.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun