Kansas City Chiefs og Miami Dolphins mættust í úrslitakeppni NFL-deildarinnar við hryllilegar aðstæður þar sem frostið mældist mínus tuttugu gráður og vindkælingin var allt að -32 gráður.
Nú berast skelfilegar fréttir af lífi þessa fólks sem kuldinn beit hvað mest þennan janúardag í Kansas City.
Sjónvarpsstöðin FOX4 í Kansas City segir frá því að sjötíu prósent af því fólki sem þurfti að leita sér læknisaðstoðar vegna kalsára eigi það á hættu að missa útlimi.
Það eru tveir mánuðir liðnir frá leiknum og þetta fólk er enn að glíma við eftirmála leiksins og sumt þeirra mun eins og áður sagði bera þessa merki alla ævi.
Einn af þessum aðilum tók hanskana af sér í fimm mínútur til að setja upp tjald. Nú er verið að skoða hvort þurfi að taka af honum puttana.
Hér fyrir neðan má sjá sjónvarpfréttina um þessa erfiðu stöðu sem þetta stuðningsfólk er í.