Peningar ekki vandamál í næsta verkefni Björns Zoëga Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. mars 2024 08:08 Björn Zoëga er á leiðinni til Sádi-Arabíu. Karolinska Björn Zoëga verður framkvæmdastjóri á King Faisal Specialist Hospital and Research Centre í Sádi-Arabíu í apríl. Hann lætur senn af störfum sem forstjóri Karolinska-háskólasjúkrahússins í Stokkhólmi í Svíþjóð. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Björn segist hafa fengið fjölmörg atvinnutilboð undanfarin tvö ár en þetta starfstilboð hafi komið á borðið þegar fréttist að senn liði tími hans í starfi forstjóra Karolinska. Hann tók við sem forstjóri spítalans í janúar 2019. Um fimmtán þúsund manns starfa á spítalanum sem hefur legurými fyrir 2400 manns. Ólíkt því sem þekkist hér á Íslandi er fjármögnun spítalans ekki vandamál að sögn Björns sem ætlar að einblína á að bæta þjónustu og fara betur með fjármagnið. Spítalinn er staðsettur í höfuðborginni Riyadh. Björn er stjórnarformaður Landspítalans. Björn segir í viðtali við Dagens Nyheter í Svíþjóð að Sádi-Arabía sé að verða opnara samfélag og markmiðið sé að gera sjúkrahúsið að því besta við Persaflóa. Einræði ríkir í landinu þar sem Al Saud konungsfjölskyldan ræður og ríkir. Refsingar eru harðar, aftökur tíðar og tjáningarfrelsi fótum troðið. „Það á að huga að mannréttindum. En þarfir sjúklinga eru þær sömu. Þannig að ég held ég geti lagt mitt af mörkum og gert eitthvað gott fyrir kerfið,“ segir Björn. Fram kemur í umfjöllun DN að Björn hefur reynslu af vinnu í Mið-Austurlöndum. Áður en hann tók við starfi forstjóra Karolinska lenti hann í fjölmiðlastormi eftir umfjöllun sænska útvarpsins Kaliber sem leiddi í ljós að sænskt heilbrigðisfyrirtæki rak kvennasjúkrahús í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Kom í ljós að komið var fram við óléttar ógiftar konur eins og glæpamenn. Björn tengdist fyrirtækinu sem stjórnarmaður félagsins sem rak sjúkrahúsið. Hann sagðist í fyrstu ekkert kannast við slíkar lýsingar á meðferð á ógiftum óléttum konum. Hann leiðrétti það síðar og bar við að um misskilning hefði verið að ræða. Björn hefur hlotið lof fyrir fjárhagslegan viðsnúning í rekstri Karolinska. Mikið tap varð þó á rekstri spítalans í fyrra. Hann fær jafnvirði 3,9 milljónir íslenskra króna í laun sem gerir hann launahærri en forsætisráðherra Svía. Enginn kostnaður felst í starfsflokum hans þar sem hann hætti störfum að eigin frumkvæði. Svíþjóð Sádi-Arabía Heilbrigðismál Vistaskipti Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Björn ekki á leið í forsetaframboð Björn Zoëga, forstjóri Karolinska-sjúkrahússins í Svíþjóð, segist ekki á leið aftur til Íslands eða í forsetaframboð. Greint var frá því í gær að hann hefði ákveðið að láta af störfum sem forstjóri spítalans en hann hefur gegnt þeirri stöðu frá árinu 2019. 23. janúar 2024 07:16 Björn lætur af störfum hjá Karolinska Björn Zoëga hefur ákveðið að láta af stöðu forstjóra Karolinska-sjúkrahússins í Stokkhólmi í Svíþjóð. 22. janúar 2024 12:52 Sjáðu þegar Björn Zoëga kom úr stúkunni og kippti Ólafi Kristófer aftur í lið Ólafur Kristófer Helgason varð fyrir því óláni að fara úr lið á fingri þegar Fylkir beið lægri hlut gegn Val að Hlíðarenda í Bestu deild karla í knattspyrnu í kvöld, lokatölur 2-1 Val í vil. Sem betur fyrir Ólaf Kristófer var Björn Zoëga, forstjóri Karólínska-sjúkrahússins í Svíþjóð, á staðnum. 12. júlí 2023 22:00 Björn stýrir besta sjúkrahúsi Evrópu Karolinska-sjúkrahúsið er sjötta besta sjúkrahús heims samkvæmt nýjum lista Newsweek. Sjúkrahús í Norður-Ameríku raða sér í efstu fimm sætin og er því Karolinska það besta í Evrópu. Björn Zoëga, formaður stjórnar Landspítalans, er forstjóri Karolinska. 2. mars 2023 15:05 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Björn segist hafa fengið fjölmörg atvinnutilboð undanfarin tvö ár en þetta starfstilboð hafi komið á borðið þegar fréttist að senn liði tími hans í starfi forstjóra Karolinska. Hann tók við sem forstjóri spítalans í janúar 2019. Um fimmtán þúsund manns starfa á spítalanum sem hefur legurými fyrir 2400 manns. Ólíkt því sem þekkist hér á Íslandi er fjármögnun spítalans ekki vandamál að sögn Björns sem ætlar að einblína á að bæta þjónustu og fara betur með fjármagnið. Spítalinn er staðsettur í höfuðborginni Riyadh. Björn er stjórnarformaður Landspítalans. Björn segir í viðtali við Dagens Nyheter í Svíþjóð að Sádi-Arabía sé að verða opnara samfélag og markmiðið sé að gera sjúkrahúsið að því besta við Persaflóa. Einræði ríkir í landinu þar sem Al Saud konungsfjölskyldan ræður og ríkir. Refsingar eru harðar, aftökur tíðar og tjáningarfrelsi fótum troðið. „Það á að huga að mannréttindum. En þarfir sjúklinga eru þær sömu. Þannig að ég held ég geti lagt mitt af mörkum og gert eitthvað gott fyrir kerfið,“ segir Björn. Fram kemur í umfjöllun DN að Björn hefur reynslu af vinnu í Mið-Austurlöndum. Áður en hann tók við starfi forstjóra Karolinska lenti hann í fjölmiðlastormi eftir umfjöllun sænska útvarpsins Kaliber sem leiddi í ljós að sænskt heilbrigðisfyrirtæki rak kvennasjúkrahús í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Kom í ljós að komið var fram við óléttar ógiftar konur eins og glæpamenn. Björn tengdist fyrirtækinu sem stjórnarmaður félagsins sem rak sjúkrahúsið. Hann sagðist í fyrstu ekkert kannast við slíkar lýsingar á meðferð á ógiftum óléttum konum. Hann leiðrétti það síðar og bar við að um misskilning hefði verið að ræða. Björn hefur hlotið lof fyrir fjárhagslegan viðsnúning í rekstri Karolinska. Mikið tap varð þó á rekstri spítalans í fyrra. Hann fær jafnvirði 3,9 milljónir íslenskra króna í laun sem gerir hann launahærri en forsætisráðherra Svía. Enginn kostnaður felst í starfsflokum hans þar sem hann hætti störfum að eigin frumkvæði.
Svíþjóð Sádi-Arabía Heilbrigðismál Vistaskipti Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Björn ekki á leið í forsetaframboð Björn Zoëga, forstjóri Karolinska-sjúkrahússins í Svíþjóð, segist ekki á leið aftur til Íslands eða í forsetaframboð. Greint var frá því í gær að hann hefði ákveðið að láta af störfum sem forstjóri spítalans en hann hefur gegnt þeirri stöðu frá árinu 2019. 23. janúar 2024 07:16 Björn lætur af störfum hjá Karolinska Björn Zoëga hefur ákveðið að láta af stöðu forstjóra Karolinska-sjúkrahússins í Stokkhólmi í Svíþjóð. 22. janúar 2024 12:52 Sjáðu þegar Björn Zoëga kom úr stúkunni og kippti Ólafi Kristófer aftur í lið Ólafur Kristófer Helgason varð fyrir því óláni að fara úr lið á fingri þegar Fylkir beið lægri hlut gegn Val að Hlíðarenda í Bestu deild karla í knattspyrnu í kvöld, lokatölur 2-1 Val í vil. Sem betur fyrir Ólaf Kristófer var Björn Zoëga, forstjóri Karólínska-sjúkrahússins í Svíþjóð, á staðnum. 12. júlí 2023 22:00 Björn stýrir besta sjúkrahúsi Evrópu Karolinska-sjúkrahúsið er sjötta besta sjúkrahús heims samkvæmt nýjum lista Newsweek. Sjúkrahús í Norður-Ameríku raða sér í efstu fimm sætin og er því Karolinska það besta í Evrópu. Björn Zoëga, formaður stjórnar Landspítalans, er forstjóri Karolinska. 2. mars 2023 15:05 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Björn ekki á leið í forsetaframboð Björn Zoëga, forstjóri Karolinska-sjúkrahússins í Svíþjóð, segist ekki á leið aftur til Íslands eða í forsetaframboð. Greint var frá því í gær að hann hefði ákveðið að láta af störfum sem forstjóri spítalans en hann hefur gegnt þeirri stöðu frá árinu 2019. 23. janúar 2024 07:16
Björn lætur af störfum hjá Karolinska Björn Zoëga hefur ákveðið að láta af stöðu forstjóra Karolinska-sjúkrahússins í Stokkhólmi í Svíþjóð. 22. janúar 2024 12:52
Sjáðu þegar Björn Zoëga kom úr stúkunni og kippti Ólafi Kristófer aftur í lið Ólafur Kristófer Helgason varð fyrir því óláni að fara úr lið á fingri þegar Fylkir beið lægri hlut gegn Val að Hlíðarenda í Bestu deild karla í knattspyrnu í kvöld, lokatölur 2-1 Val í vil. Sem betur fyrir Ólaf Kristófer var Björn Zoëga, forstjóri Karólínska-sjúkrahússins í Svíþjóð, á staðnum. 12. júlí 2023 22:00
Björn stýrir besta sjúkrahúsi Evrópu Karolinska-sjúkrahúsið er sjötta besta sjúkrahús heims samkvæmt nýjum lista Newsweek. Sjúkrahús í Norður-Ameríku raða sér í efstu fimm sætin og er því Karolinska það besta í Evrópu. Björn Zoëga, formaður stjórnar Landspítalans, er forstjóri Karolinska. 2. mars 2023 15:05