Ratcliffe vill byggja nýjan leikvang fyrir Manchester United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2024 11:21 Sir Jim Ratcliffe er orðinn einn af eigendum Manchester United og hann vill gjörbylta Old Trafford svæðinu. Getty/Peter Byrne Sir Jim Ratcliffe, nýjasti eignandi Manchester United, hefur sett það í forgang að gjörbylta heimavelli félagsins og það gæti þýtt að liðið yfirgefi Old Trafford í næstu framtíð. ESPN hefur heimildir fyrir því að Íslandsvinurinn Ratcliffe vilji ekki endurnýja Old Trafford heldur frekar byggja nýjan leikvang við hliðina. Manchester United hefur sett saman starfshóp um framtíð heimavallar Manchester United og einn af meðlimum hans er Gary Neville. Formaður starfshópsins er frjálsíþróttamógullinn Sebastian Coe. Sir Jim Ratcliffe wants to build a new stadium rather than redevelop Old Trafford in order to create a 'Wembley of the North'."We don t have a stadium on the scale of Wembley, the Nou Camp or the Bernabéu. We will not be able to change that on our own..." pic.twitter.com/ZFwzhJ3SfV— Ben Jacobs (@JacobsBen) March 8, 2024 Ratcliffe hefur verið í samskiptum við Andy Burnham, borgarstjóra Manchester en þeir hafa rætt þau framtíðarplön að blása nýju lífi í svæðið í kringum Old Trafford. Þar gætu risið hótel, veitingastaðahverfi og íbúðir. Samkvæmt fyrrnefndum heimildarmönnum þá vill Ratcliffe berjast fyrir því að byggja nýjan níutíu þúsund manna leikvang sem verður einhvers konar Wembley norðursins. Þar gætu farið landsleikir og stórleikir sem Wembley hefur vanalega einokað á Englandi. „Við höfum ekki leikvang á við Wembley, Nývang eða Bernabeu. Við munum ekki getað breytt því einir. Norðvesturhluti Englands er með fleiri risastóra fótboltaklúbba heldur en nokkur annar staður í heimunum og við eigum ekki slíkan völl.,“ sagði Jim Ratcliffe þegar hann kynnti nýja starfshópinn. Manchester United hefur verið á Old Trafford síðan 1910 og Ratcliffe, stuðningsmaður félagsins alla ævi, vill alls ekki flytja í burtu af svæðinu. Að byggja nýjan leikvang gæti aftur á móti kostað allt að tveimur milljörðum punda, 352 milljörðum íslenskra króna og það kallar á utanaðkomandi fjármagn. Man Utd set up a task force with Neville, Coe & Burnham to try and build their version of Wembley or the Nou Camp. Sir Jim Ratcliffe calls it a once-in-a-century opportunity: https://t.co/Dwca0AErat— Richard Jolly (@RichJolly) March 8, 2024 Enski boltinn Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Sjá meira
ESPN hefur heimildir fyrir því að Íslandsvinurinn Ratcliffe vilji ekki endurnýja Old Trafford heldur frekar byggja nýjan leikvang við hliðina. Manchester United hefur sett saman starfshóp um framtíð heimavallar Manchester United og einn af meðlimum hans er Gary Neville. Formaður starfshópsins er frjálsíþróttamógullinn Sebastian Coe. Sir Jim Ratcliffe wants to build a new stadium rather than redevelop Old Trafford in order to create a 'Wembley of the North'."We don t have a stadium on the scale of Wembley, the Nou Camp or the Bernabéu. We will not be able to change that on our own..." pic.twitter.com/ZFwzhJ3SfV— Ben Jacobs (@JacobsBen) March 8, 2024 Ratcliffe hefur verið í samskiptum við Andy Burnham, borgarstjóra Manchester en þeir hafa rætt þau framtíðarplön að blása nýju lífi í svæðið í kringum Old Trafford. Þar gætu risið hótel, veitingastaðahverfi og íbúðir. Samkvæmt fyrrnefndum heimildarmönnum þá vill Ratcliffe berjast fyrir því að byggja nýjan níutíu þúsund manna leikvang sem verður einhvers konar Wembley norðursins. Þar gætu farið landsleikir og stórleikir sem Wembley hefur vanalega einokað á Englandi. „Við höfum ekki leikvang á við Wembley, Nývang eða Bernabeu. Við munum ekki getað breytt því einir. Norðvesturhluti Englands er með fleiri risastóra fótboltaklúbba heldur en nokkur annar staður í heimunum og við eigum ekki slíkan völl.,“ sagði Jim Ratcliffe þegar hann kynnti nýja starfshópinn. Manchester United hefur verið á Old Trafford síðan 1910 og Ratcliffe, stuðningsmaður félagsins alla ævi, vill alls ekki flytja í burtu af svæðinu. Að byggja nýjan leikvang gæti aftur á móti kostað allt að tveimur milljörðum punda, 352 milljörðum íslenskra króna og það kallar á utanaðkomandi fjármagn. Man Utd set up a task force with Neville, Coe & Burnham to try and build their version of Wembley or the Nou Camp. Sir Jim Ratcliffe calls it a once-in-a-century opportunity: https://t.co/Dwca0AErat— Richard Jolly (@RichJolly) March 8, 2024
Enski boltinn Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Sjá meira