Þá verður rætt við sérfræðing Rauða krossins sem segir mikilvægt að dvalaleyfishafar frá Palestínu fái góðar móttökur og unnið sé með mikil áföll þeirra.
Magnús Hlynur hittir smáframleiðendur sem selja beint frá býli sem eru að drukkna í reglugerðafargani, við fylgjumst með þegar Laufey Lín tónlistarkona fær heiðursviðurkenningu frá Forseta Íslands og fáum að sjá listaverk búin til úr milljón legó-kubbum.
Þetta og fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan 18:30.