„Álagið á konunum okkar erlendis er svona þúsund sinnum meira en hér“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2024 12:00 Aron Jóhannsson er af mörgum talinn vera einn allra besti leikmaður Bestu deildar karla í fótbolta. Vísir/Diego Aron Jóhannsson segir mikinn mun á þátttöku sinni í heimilisstörfunum eftir að hann flutti heim úr atvinnumennskunni. Hann verður í viðtali í öðrum þættinum af Lengsta undirbúningstímabil í heimi í kvöld. Baldur Sigurðsson heldur áfram með þáttinn sinn Lengsta undirbúningstímabil í heimi á Stöð 2 Sport í kvöld en þá er komið að öðrum þættinum í annarri þáttaröðinni. Þátturinn hefst klukkan 20.00 í kvöld og í kvöld er komið að Arnari Grétarssyni og lærisveinum hans í Valsliðinu. Baldur þekkir mjög vel til hvað leikmenn liðanna eru að ganga í gegnum yfir veturinn enda á hann að baki langan og glæsilegan feril í efstu deild hér á landi. Í þáttunum er kíkt á bak við tjöldin í undirbúningi liða fyrir átökin í Bestu deildinni í fótbolta sumarið 2024. Baldur mætir á æfingar, æfir með liðunum og ræðir við leikmenn og þjálfara. Klippa: Önnur þáttarröð af LUÍH: Brot úr viðtali við Aron Jóh Í öðrum þætti þáttaraðarinnar fylgir Baldur liði Vals eftir á sínu undirbúningstímabili en þetta er annað tímabil liðsins undir stjórn Arnars Grétarssonar. Hljómar kannski svolítið sjálfselskulega Aron Jóhannsson kom heim úr atvinnumennsku fyrir síðasta tímabil og hefur nú fengið meira en ár í að aðlagast því að vera aftur að spila fótbolta á Íslandi. „Það sem maður þarf að aðlagast líka er fjölskyldulífið. Þegar ég var erlendis, það hljómar kannski svolítið sjálfselskulega, en þá snerist allt um mig og hvernig ég stend mig,“ sagði Aron Jóhannsson í samtali við Baldur. Skrýtið að segja þetta „Meira að segja þegar ég segi þetta þá er skrýtið að segja þetta. Maður er bara í atvinnumennsku og þegar þú ert kominn á svona hátt getustig þá er hver æfing nánast jafn mikilvæg og leikur,“ sagði Aron. „Munurinn á mér og næsta gæja er kannski bara eitt eða tvö prósent. Það getur bara verið hvort ég svaf illa daginn áður eða borðaði illa. Vaknaði krakkinn grenjandi um nóttina og ég þurfti að fara að sjá um hann. Ef ég geri það tvær til þrjár nætur í röð þá dettur frammistaðan niður,“ sagði Aron. Búinn að girða sig í brók „Álagið á konunum okkar erlendis er svona þúsund sinnum meira en hér. Hún er alltaf að segja það núna að henni líði svolítið eins og ég sé búinn að girða mig í brók eftir að ég flutti heim. Ég er búinn að læra á þvottavélina og uppþvottavélina. Farinn að þvo fötin eftir krakkana,“ sagði Aron. Það má sjá brot úr þætti kvöldsins hér fyrir ofan. Besta deild karla Valur Lengsta undirbúningstímabil í heimi Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sjá meira
Baldur Sigurðsson heldur áfram með þáttinn sinn Lengsta undirbúningstímabil í heimi á Stöð 2 Sport í kvöld en þá er komið að öðrum þættinum í annarri þáttaröðinni. Þátturinn hefst klukkan 20.00 í kvöld og í kvöld er komið að Arnari Grétarssyni og lærisveinum hans í Valsliðinu. Baldur þekkir mjög vel til hvað leikmenn liðanna eru að ganga í gegnum yfir veturinn enda á hann að baki langan og glæsilegan feril í efstu deild hér á landi. Í þáttunum er kíkt á bak við tjöldin í undirbúningi liða fyrir átökin í Bestu deildinni í fótbolta sumarið 2024. Baldur mætir á æfingar, æfir með liðunum og ræðir við leikmenn og þjálfara. Klippa: Önnur þáttarröð af LUÍH: Brot úr viðtali við Aron Jóh Í öðrum þætti þáttaraðarinnar fylgir Baldur liði Vals eftir á sínu undirbúningstímabili en þetta er annað tímabil liðsins undir stjórn Arnars Grétarssonar. Hljómar kannski svolítið sjálfselskulega Aron Jóhannsson kom heim úr atvinnumennsku fyrir síðasta tímabil og hefur nú fengið meira en ár í að aðlagast því að vera aftur að spila fótbolta á Íslandi. „Það sem maður þarf að aðlagast líka er fjölskyldulífið. Þegar ég var erlendis, það hljómar kannski svolítið sjálfselskulega, en þá snerist allt um mig og hvernig ég stend mig,“ sagði Aron Jóhannsson í samtali við Baldur. Skrýtið að segja þetta „Meira að segja þegar ég segi þetta þá er skrýtið að segja þetta. Maður er bara í atvinnumennsku og þegar þú ert kominn á svona hátt getustig þá er hver æfing nánast jafn mikilvæg og leikur,“ sagði Aron. „Munurinn á mér og næsta gæja er kannski bara eitt eða tvö prósent. Það getur bara verið hvort ég svaf illa daginn áður eða borðaði illa. Vaknaði krakkinn grenjandi um nóttina og ég þurfti að fara að sjá um hann. Ef ég geri það tvær til þrjár nætur í röð þá dettur frammistaðan niður,“ sagði Aron. Búinn að girða sig í brók „Álagið á konunum okkar erlendis er svona þúsund sinnum meira en hér. Hún er alltaf að segja það núna að henni líði svolítið eins og ég sé búinn að girða mig í brók eftir að ég flutti heim. Ég er búinn að læra á þvottavélina og uppþvottavélina. Farinn að þvo fötin eftir krakkana,“ sagði Aron. Það má sjá brot úr þætti kvöldsins hér fyrir ofan.
Besta deild karla Valur Lengsta undirbúningstímabil í heimi Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sjá meira