Einungis 4% fatlaðra barna á Íslandi æfa íþróttir Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. mars 2024 13:30 Frá undirritun samningsins við íþróttafélagið Suðra. Frá vinstri, Helgi S. Haraldsson, formaður UMF. Selfoss, Valdimar Smári Gunnarsson, verkefnisstjóri „Allir með“ og Ófeigur Ágúst Leifsson frá íþróttafélaginu Suðra. Magnús Hlynur Hreiðarsson Einungis 4% fatlaðra barna á Íslandi, sautján ára og yngri æfa íþróttir innan íþróttahreyfingarinnar. Af þessu hafa menn áhyggjur og því hefur verið stofnað til verkefnisins, „Allir með“, sem fer mjög vel af stað. Verkefnið „Allir með“ er samstarfsverkefni ÍSÍ, UMFÍ og ÍF, sem er íþróttasamband fatlaðra. Um er að ræða þriggja ára verkefni. Valdimar Smári Gunnarsson er verkefnisstjóri „Allir með“ og veit því manna best um hvað það snýst. „Verkefnið „Allir með“ snýst um það að fjölga tækifærum fyrir fötluð börn innan íþróttahreyfingarinnar. Við ætlum að fara að því með því að fá íþróttafélögin til þess að bjóða upp á þjálfun fyrir fötluð börn og hvetja þau til þess að byrja og hefja starf, sem er ætlað fyrir þessa hópa,“ segir Valdimar Smári. Níu verkefni um allt land í átakinu „Allir með“ eru farin eða eru að fara af stað og var fyrsti samningurinn þess efnis undirritaður á Selfossi við Suðra nýlega en það er félag, sem sér um íþróttir fyrir fatlaða á Suðurlandi . En hvað með fatlaða, eru þeir að stunda mikið íþróttir eða ekki ? „Því miður þá er þátttaka fatlaðra barna innan íþróttahreyfingarinnar mjög lítil því það eru einungis fjögur prósent fatlaðra barna af þrjú þúsund, sem eru 17 ára og yngri á Íslandi, það eruð aðeins fjögur prósent af þeim hópi að starfa innan íþróttahreyfingarinnar. Þessu viljum við breyta og ætlum að breyta,“ bætir Valdimar Smári við. Anna Hjálmarsdóttir, sem er amma tveggja fatlaðra drengja á Selfossi fagnar verkefninu „Allir með” en hún fer með þeim á allar æfingar og hvetur þá áfram í sínum íþróttum. Anna Hjálmarsdóttir, sem er amma tveggja fatlaðra drengja á Selfossi fagnar verkefninu „Allir með” en hún fer með þeim á allar æfingar og hvetur þá áfram í sínum íþróttum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Og þetta er bara búið að ýta þeim af stað og þeir mæta bara á allar æfingar. Annar er farin að æfa líka boccia tvisvar í viku, ásam því að fara í íþróttahúsið á sunnudögum, þannig að þetta er bara frábært, það er bara beðið eftir hverri æfingu. Svo er fótboltinn að fara af stað með að bjóða þeim á æfingar, þannig að þetta bara hljómar vel,” segir Anna. Sæþór Már Ólafsson 13 ára, sem er alsæll í íþróttum eftir að hann byrjaði að æfa á fullum krafti.Aðsend Þannig að þið eruð alveg í skýjunum? „Já, við erum það, þetta er bara æðislegt. Ég er með á hverja einustu æfingu og þetta er bara æðislegt,” segir Anna amma á Selfossi. Rúnar Freyr Áskelsson 8 ára, sem finnur sig vel í íþróttunum á Selfossi.Aðsend UMF Selfoss Árborg Málefni fatlaðs fólks Íþróttir barna Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira
Verkefnið „Allir með“ er samstarfsverkefni ÍSÍ, UMFÍ og ÍF, sem er íþróttasamband fatlaðra. Um er að ræða þriggja ára verkefni. Valdimar Smári Gunnarsson er verkefnisstjóri „Allir með“ og veit því manna best um hvað það snýst. „Verkefnið „Allir með“ snýst um það að fjölga tækifærum fyrir fötluð börn innan íþróttahreyfingarinnar. Við ætlum að fara að því með því að fá íþróttafélögin til þess að bjóða upp á þjálfun fyrir fötluð börn og hvetja þau til þess að byrja og hefja starf, sem er ætlað fyrir þessa hópa,“ segir Valdimar Smári. Níu verkefni um allt land í átakinu „Allir með“ eru farin eða eru að fara af stað og var fyrsti samningurinn þess efnis undirritaður á Selfossi við Suðra nýlega en það er félag, sem sér um íþróttir fyrir fatlaða á Suðurlandi . En hvað með fatlaða, eru þeir að stunda mikið íþróttir eða ekki ? „Því miður þá er þátttaka fatlaðra barna innan íþróttahreyfingarinnar mjög lítil því það eru einungis fjögur prósent fatlaðra barna af þrjú þúsund, sem eru 17 ára og yngri á Íslandi, það eruð aðeins fjögur prósent af þeim hópi að starfa innan íþróttahreyfingarinnar. Þessu viljum við breyta og ætlum að breyta,“ bætir Valdimar Smári við. Anna Hjálmarsdóttir, sem er amma tveggja fatlaðra drengja á Selfossi fagnar verkefninu „Allir með” en hún fer með þeim á allar æfingar og hvetur þá áfram í sínum íþróttum. Anna Hjálmarsdóttir, sem er amma tveggja fatlaðra drengja á Selfossi fagnar verkefninu „Allir með” en hún fer með þeim á allar æfingar og hvetur þá áfram í sínum íþróttum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Og þetta er bara búið að ýta þeim af stað og þeir mæta bara á allar æfingar. Annar er farin að æfa líka boccia tvisvar í viku, ásam því að fara í íþróttahúsið á sunnudögum, þannig að þetta er bara frábært, það er bara beðið eftir hverri æfingu. Svo er fótboltinn að fara af stað með að bjóða þeim á æfingar, þannig að þetta bara hljómar vel,” segir Anna. Sæþór Már Ólafsson 13 ára, sem er alsæll í íþróttum eftir að hann byrjaði að æfa á fullum krafti.Aðsend Þannig að þið eruð alveg í skýjunum? „Já, við erum það, þetta er bara æðislegt. Ég er með á hverja einustu æfingu og þetta er bara æðislegt,” segir Anna amma á Selfossi. Rúnar Freyr Áskelsson 8 ára, sem finnur sig vel í íþróttunum á Selfossi.Aðsend
UMF Selfoss Árborg Málefni fatlaðs fólks Íþróttir barna Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira