Gæti nýr alþjóðaflugvöllur byggst upp á Mýrum í Borgarfirði? Jón Ingi Hákonarson skrifar 11. mars 2024 07:31 Jarðhræringarnar á Suðurnesjum neyða okkur til að hugsa margt upp á nýtt. Eitt af því er staðsetning nýs alþjóðaflugvallar. Nokkrar staðsetningar hafa verið í umræðunni undanfarin ár og ljóst að Hvassahraun er ekki lengur kostur. Hólmsheiði hefur verið nefnd sem og Suðurlandið. Möguleg eldvirkni í Bláfjöllum þrengir nokkuð að þessum kostum. Mig langar því að kasta einni staðsetningu fram sem ekki hefur mikið í umræðunni en það eru Mýrarnar á Vesturlandi. Það er ljóst að byggðarþróunin á SV horninu verður ekki með þeim hætti sem margir sáu fyrir sér ekki alls fyrir löngu. Vaxtarmörk höfuðborgarsvæðisins eru þrengri og eini raunhæfi möguleikinn er að vaxa til norðurs. Vesturlandið mun því vaxa og styrkjast á næstu áratugum. Akranes og Borgarnes munu að öllum líkindum leika stórt hlutverk í þeirri byggðarþróun. Því er ekki úr vegi að skoða þennan möguleika af fullri alvöru að koma alþjóðaflugvelli fyrir á Mýrunum. Mýrarnar hafa marga góða kosti fyrir slíka starfsemi og hafa fróðir menn sagt mér að nokkuð auðvelt væri að koma fyrir a.m.k. tveimur flugbrautum. Eflaust þyrfti að rannsaka hvort Ljósufjöll hefðu áhrif á verkefnið. Það sem mælir með þessari staðsetningu er ekki síst sá möguleiki að koma upp stórskipahöfn í Hvalfirði sem myndi ríma vel við alþjóðaflugvöll þar rétt hjá. Einnig er ljóst að útflutningur á ferskum fiski frá Akranesi, Snæfellsnesi og Vestfjörðum gera staðsetningu flugvallarins mjög áhugaverða. Ég vil því kasta fram Mýrum í Borgarfirði sem mögulegri staðsetningu flugvallar í framtíðinni og skora á yfirvöld að kanna þennan kost til hlítar. Flugstöð Egils Skallagrímssonar hljómar ágætlega. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Fréttir af flugi Borgarbyggð Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Sjá meira
Jarðhræringarnar á Suðurnesjum neyða okkur til að hugsa margt upp á nýtt. Eitt af því er staðsetning nýs alþjóðaflugvallar. Nokkrar staðsetningar hafa verið í umræðunni undanfarin ár og ljóst að Hvassahraun er ekki lengur kostur. Hólmsheiði hefur verið nefnd sem og Suðurlandið. Möguleg eldvirkni í Bláfjöllum þrengir nokkuð að þessum kostum. Mig langar því að kasta einni staðsetningu fram sem ekki hefur mikið í umræðunni en það eru Mýrarnar á Vesturlandi. Það er ljóst að byggðarþróunin á SV horninu verður ekki með þeim hætti sem margir sáu fyrir sér ekki alls fyrir löngu. Vaxtarmörk höfuðborgarsvæðisins eru þrengri og eini raunhæfi möguleikinn er að vaxa til norðurs. Vesturlandið mun því vaxa og styrkjast á næstu áratugum. Akranes og Borgarnes munu að öllum líkindum leika stórt hlutverk í þeirri byggðarþróun. Því er ekki úr vegi að skoða þennan möguleika af fullri alvöru að koma alþjóðaflugvelli fyrir á Mýrunum. Mýrarnar hafa marga góða kosti fyrir slíka starfsemi og hafa fróðir menn sagt mér að nokkuð auðvelt væri að koma fyrir a.m.k. tveimur flugbrautum. Eflaust þyrfti að rannsaka hvort Ljósufjöll hefðu áhrif á verkefnið. Það sem mælir með þessari staðsetningu er ekki síst sá möguleiki að koma upp stórskipahöfn í Hvalfirði sem myndi ríma vel við alþjóðaflugvöll þar rétt hjá. Einnig er ljóst að útflutningur á ferskum fiski frá Akranesi, Snæfellsnesi og Vestfjörðum gera staðsetningu flugvallarins mjög áhugaverða. Ég vil því kasta fram Mýrum í Borgarfirði sem mögulegri staðsetningu flugvallar í framtíðinni og skora á yfirvöld að kanna þennan kost til hlítar. Flugstöð Egils Skallagrímssonar hljómar ágætlega. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun