„Verðum bara að sjá hvert næsta skref verður“ Aron Guðmundsson skrifar 12. mars 2024 23:31 Dagný Brynjarsdóttir, atvinnu- og landsliðskona í fótbolta Vísir/Getty Knattspyrnukonan Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður West Ham á Englandi, er byrjuð að leggja grunnin að endurkomu sinni inn á knattspyrnuvöllinn eftir barnsburð. Þar byggir hún á reynslu sinni frá fyrri tíð. Dagný og eiginmaður hennar Ómar Páll Sigurbjartsson eignuðust sinn annan son saman fyrir rétt rúmum mánuði síðan. Í gegnum meðgönguna hefur Dagný fengið mikinn stuðning frá félagsliði sínu, West Ham United sem spilar í efstu deild Englands og er Dagný nú farin að taka fyrstu skref sín í átt að endurkomu. „Ég var að klára viku fjögur í svona heimastyrk og byrjaði að koma mér aftur af stað eftir að ég fæddi seinni strákinn. Ég er að æfa aðeins réttara og betur eftir meðgöngu heldur en var raunin hjá mér fyrir tæpum sex árum síðan þegar að ég átti fyrsta barn mitt og Ómars, hann Brynjar Atla. Við fjölskyldan munum halda aftur út til Englands í apríl. Ég er náttúrulega enn á samningi hjá West ham en sá samningur rennur út eftir yfirstandandi tímabil. Þá verður bara að koma í ljós hver næstu skref hjá okkur verða.“ Dagný, sem hefur verið stuðningsmaður West Ham frá því í æsku, er nú ein af leiðtogunum í liðsins og var fyrirliði þess áður en hún hélt í barneignarleyfi. Hamrarnir vilja því skiljanlega ólmir fá hana aftur og það sem fyrst. „Draumurinn hjá West Ham er að ég nái einhverjum mínútum innan vallar með liðinu fyrir lok tímabils. Ég ætla hins vegar ekki að setja neina pressu á sjálfan mig að ná því. Ég gerði það eftir fyrri meðgönguna og er búin að ákveða að ætla ekki að gera það núna. Auðvitað væri draumur að ná kannski nokkrum mínútum innan vallar í síðasta leik tímabilsins gegn Tottenham. Þá er yngsta barnið okkar bara þriggja og hálfs mánaðar gamalt og því enn mjög ungur. Í þessum leik gegn Tottenham á erum við hins vegar að fara spila Tottenham Hotspur leikvanginum. Auðvitað yrði það skemmtilegur leikur að ná en ég ætla ekki að setja neina pressu á mig. Ég ætla að vera skynsöm því framundan er sumarið sem ég get notað í að æfa vel og byggja mig upp. Svo verðum við bara að sjá hvert næsta skref verður.“ Enski boltinn Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Sjá meira
Dagný og eiginmaður hennar Ómar Páll Sigurbjartsson eignuðust sinn annan son saman fyrir rétt rúmum mánuði síðan. Í gegnum meðgönguna hefur Dagný fengið mikinn stuðning frá félagsliði sínu, West Ham United sem spilar í efstu deild Englands og er Dagný nú farin að taka fyrstu skref sín í átt að endurkomu. „Ég var að klára viku fjögur í svona heimastyrk og byrjaði að koma mér aftur af stað eftir að ég fæddi seinni strákinn. Ég er að æfa aðeins réttara og betur eftir meðgöngu heldur en var raunin hjá mér fyrir tæpum sex árum síðan þegar að ég átti fyrsta barn mitt og Ómars, hann Brynjar Atla. Við fjölskyldan munum halda aftur út til Englands í apríl. Ég er náttúrulega enn á samningi hjá West ham en sá samningur rennur út eftir yfirstandandi tímabil. Þá verður bara að koma í ljós hver næstu skref hjá okkur verða.“ Dagný, sem hefur verið stuðningsmaður West Ham frá því í æsku, er nú ein af leiðtogunum í liðsins og var fyrirliði þess áður en hún hélt í barneignarleyfi. Hamrarnir vilja því skiljanlega ólmir fá hana aftur og það sem fyrst. „Draumurinn hjá West Ham er að ég nái einhverjum mínútum innan vallar með liðinu fyrir lok tímabils. Ég ætla hins vegar ekki að setja neina pressu á sjálfan mig að ná því. Ég gerði það eftir fyrri meðgönguna og er búin að ákveða að ætla ekki að gera það núna. Auðvitað væri draumur að ná kannski nokkrum mínútum innan vallar í síðasta leik tímabilsins gegn Tottenham. Þá er yngsta barnið okkar bara þriggja og hálfs mánaðar gamalt og því enn mjög ungur. Í þessum leik gegn Tottenham á erum við hins vegar að fara spila Tottenham Hotspur leikvanginum. Auðvitað yrði það skemmtilegur leikur að ná en ég ætla ekki að setja neina pressu á mig. Ég ætla að vera skynsöm því framundan er sumarið sem ég get notað í að æfa vel og byggja mig upp. Svo verðum við bara að sjá hvert næsta skref verður.“
Enski boltinn Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Sjá meira