„Vorum flatir, andlausir og þetta var gjörsamlega til háborinnar skammar“ Andri Már Eggertsson skrifar 11. mars 2024 21:26 Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var virkilega ósáttur eftir 39 stiga tap gegn Keflavík VÍSIR/BÁRA Höttur steinlá gegn Keflavík á útivelli 110-71. Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var langt frá því að vera sáttur út í sitt lið eftir 39 stiga tap. Höttur steinlá gegn Keflavík á útivelli 110-71. Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var hálf orðlaus eftir 39 stiga tap. „Við vorum hörmulegir. Þetta var léleg frammistaða gegn góðu liði Keflavíkur,“ sagði Viðar aðspurður hvað útskýrði þessa niðurlægingu. Viðar sagði að varnaráherslur Hattar hafi ekki verið ástæðan fyrir þessu stóra tapi gegn Keflavík í kvöld. „Við mættum ekki til leiks þannig það skipti engu máli hvað við ætluðum að spila. Við lögðumst niður strax í byrjun.“ Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, sagðist í viðtali að hann hafa fundið fyrir andleysi Hattar strax í upphitun en Viðar sagði að það hafi gerst í flugvélinni á leiðinni frá Egilsstöðum. „Við vorum ekki með í dag. Við vorum flatir, andlausir og þetta var gjörsamlega til háborinnar skammar. Ætli þetta hafi ekki bara farið frá okkur í flugvélinni.“ Höttur var 23 stigum undir í hálfleik og gestunum tókst ekki að saxa niður forskot Keflavíkur í síðari hálfleik heldur náðu heimamenn að bæta í. Viðar sagði að stundum einfaldlega koma svona leikir. „Við ætluðum að reyna að kveikja á okkur en stundum koma svona dagar. Við þurftum að eiga algjöran toppleik gegn Keflavík en vorum langt frá því í dag. Ég er vonsvikinn og orðlaus yfir þessari frammistöðu.“ Þetta var þriðja tap Hattar í röð en þrátt fyrir það taldi Viðar möguleikana góða að ná sæti í úrslitakeppninni. „Ég met þá góða þar sem við eigum þrjá leiki eftir gegn liðunum sem eru í kringum okkur í deildinni. Við eigum Hauka, Tindastól og Álftanes eftir. Við eigum Hauka á fimmtudaginn og þurfum að fara að einbeita okkur að því.“ Aðspurður hvernig ferðalagið heim væri eftir 39 stiga tap sagði hann að það væri bara alveg eins og alltaf. „Það er bara eins og alltaf. Við fljúgum í fyrramálið á Egilsstaði. Svo mæta menn í vinnuna og við undirbúum okkur fyrir næsta leik. Þetta var bara einn leikur hvort sem hann tapaði með 1 stigi, 39 stigi eða 50 stigum. Það er ekki vandamálið en andleysið og hugarfarið er eitthvað sem við þurfum að nálgast öðruvísi og virkilega vakna. Höttur Subway-deild karla Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Fleiri fréttir Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Sjá meira
Höttur steinlá gegn Keflavík á útivelli 110-71. Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var hálf orðlaus eftir 39 stiga tap. „Við vorum hörmulegir. Þetta var léleg frammistaða gegn góðu liði Keflavíkur,“ sagði Viðar aðspurður hvað útskýrði þessa niðurlægingu. Viðar sagði að varnaráherslur Hattar hafi ekki verið ástæðan fyrir þessu stóra tapi gegn Keflavík í kvöld. „Við mættum ekki til leiks þannig það skipti engu máli hvað við ætluðum að spila. Við lögðumst niður strax í byrjun.“ Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, sagðist í viðtali að hann hafa fundið fyrir andleysi Hattar strax í upphitun en Viðar sagði að það hafi gerst í flugvélinni á leiðinni frá Egilsstöðum. „Við vorum ekki með í dag. Við vorum flatir, andlausir og þetta var gjörsamlega til háborinnar skammar. Ætli þetta hafi ekki bara farið frá okkur í flugvélinni.“ Höttur var 23 stigum undir í hálfleik og gestunum tókst ekki að saxa niður forskot Keflavíkur í síðari hálfleik heldur náðu heimamenn að bæta í. Viðar sagði að stundum einfaldlega koma svona leikir. „Við ætluðum að reyna að kveikja á okkur en stundum koma svona dagar. Við þurftum að eiga algjöran toppleik gegn Keflavík en vorum langt frá því í dag. Ég er vonsvikinn og orðlaus yfir þessari frammistöðu.“ Þetta var þriðja tap Hattar í röð en þrátt fyrir það taldi Viðar möguleikana góða að ná sæti í úrslitakeppninni. „Ég met þá góða þar sem við eigum þrjá leiki eftir gegn liðunum sem eru í kringum okkur í deildinni. Við eigum Hauka, Tindastól og Álftanes eftir. Við eigum Hauka á fimmtudaginn og þurfum að fara að einbeita okkur að því.“ Aðspurður hvernig ferðalagið heim væri eftir 39 stiga tap sagði hann að það væri bara alveg eins og alltaf. „Það er bara eins og alltaf. Við fljúgum í fyrramálið á Egilsstaði. Svo mæta menn í vinnuna og við undirbúum okkur fyrir næsta leik. Þetta var bara einn leikur hvort sem hann tapaði með 1 stigi, 39 stigi eða 50 stigum. Það er ekki vandamálið en andleysið og hugarfarið er eitthvað sem við þurfum að nálgast öðruvísi og virkilega vakna.
Höttur Subway-deild karla Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Fleiri fréttir Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Sjá meira