Littler svarar fyrir sig: „Hver leikur við mig er bikarúrslitaleikur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. mars 2024 09:31 Luke Littler segir að allir vilji vinna hann. getty/Charlie Crowhurst Luke Littler hefur svarað Ricardo Pietreczko sem gagnrýndi strákinn eftir leik á Opna belgíska mótinu í pílukasti og sagði hann hrokafullan. Littler sigraði Pietreczko, 7-3, í undanúrslitum Opna belgíska. Pietreczko, eða Pikachu eins og hann er jafnan kallaður, var ósáttur eftir viðureignina og lét Littler heyra það uppi á sviðinu. Hann var ekki hættur og í færslu á Instagram sagði hann að Littler væri hrokafullur. „Ég met hann mikils, að geta spilað svona leik á þessum aldri, en ég vona að hrokinn komi í bakið á honum,“ skrifaði Pietreczko. Í færslu á Twitter sagðist Littler ekki vita hvað Pietreczko væri að meina og hann útskýrði mál sitt enn frekar í viðtali í gær. „Ég veit ekki hvað ég gerði vitlaust í þessum leik. Margir sögðu að það hefði verið þegar ég gat tekið 147 út og reyndi við þrefaldan nítján. Ég reyndi svo við toppinn og miðjuna því ég elska toppinn. Ef ég hefði hitt toppinn hefði ég getað klárað þetta með skoti í miðjuna en ég hitti ekki. Hann lét það fara í taugarnar á sér í gegnum leiknum,“ sagði Littler. Að hans mati hefur frammistaða hans að undanförnu og nýtilkomin frægð gert hann að andstæðingi sem allir vilja vinna. „Allt frá því ég skaust fram á sjónarsviðið veit ég að allir vilja sigra mig. Jafnvel fjölskyldan og umboðsmaðurinn hafa sagt að ég verði alltaf að eiga toppleik því fyrir andstæðingum mínum er hver leikur við mig bikarúrslitaleikur,“ sagði Littler. Hann hrósaði sigri á Opna belgíska, hans fyrsta móti á Evrópumótaröðinni. Hann náði meðal annars níu pílna leik í úrslitunum gegn Rob Cross. Pílukast Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Fleiri fréttir Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Segir sitt fyrrum lið í krísu Elsta konan til klára Járnkarlinn Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Sjá meira
Littler sigraði Pietreczko, 7-3, í undanúrslitum Opna belgíska. Pietreczko, eða Pikachu eins og hann er jafnan kallaður, var ósáttur eftir viðureignina og lét Littler heyra það uppi á sviðinu. Hann var ekki hættur og í færslu á Instagram sagði hann að Littler væri hrokafullur. „Ég met hann mikils, að geta spilað svona leik á þessum aldri, en ég vona að hrokinn komi í bakið á honum,“ skrifaði Pietreczko. Í færslu á Twitter sagðist Littler ekki vita hvað Pietreczko væri að meina og hann útskýrði mál sitt enn frekar í viðtali í gær. „Ég veit ekki hvað ég gerði vitlaust í þessum leik. Margir sögðu að það hefði verið þegar ég gat tekið 147 út og reyndi við þrefaldan nítján. Ég reyndi svo við toppinn og miðjuna því ég elska toppinn. Ef ég hefði hitt toppinn hefði ég getað klárað þetta með skoti í miðjuna en ég hitti ekki. Hann lét það fara í taugarnar á sér í gegnum leiknum,“ sagði Littler. Að hans mati hefur frammistaða hans að undanförnu og nýtilkomin frægð gert hann að andstæðingi sem allir vilja vinna. „Allt frá því ég skaust fram á sjónarsviðið veit ég að allir vilja sigra mig. Jafnvel fjölskyldan og umboðsmaðurinn hafa sagt að ég verði alltaf að eiga toppleik því fyrir andstæðingum mínum er hver leikur við mig bikarúrslitaleikur,“ sagði Littler. Hann hrósaði sigri á Opna belgíska, hans fyrsta móti á Evrópumótaröðinni. Hann náði meðal annars níu pílna leik í úrslitunum gegn Rob Cross.
Pílukast Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Fleiri fréttir Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Segir sitt fyrrum lið í krísu Elsta konan til klára Járnkarlinn Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Sjá meira