Hreindýraveiðileyfi dregin út á föstudaginn Jakob Bjarnar skrifar 12. mars 2024 11:55 Leyfum fækkar, verðið hækkar en eftirspurn vex. Hér má sjá hreindýraveiðimann stilla sér upp yfir föllnum tarfi á Jökuldalsheiði. vísir/jakob Stöðugur samdráttur hefur verið í kvóta á hreindýr. Fleiri sækja um nú en í fyrra. Á heimasíðu umhverfisstofnunar segir að umsóknarfrestur um veiðileyfi fyrir hreindýr hafi runnið út á miðnætti fimmtudaginn 29. febrúar síðastliðinn. Dregið verður úr umsóknum í beinu streymi föstudaginn 15. mars klukkan 17.00. Breytilegt er eftir umsóknum hvaða líkur menn hafa á að fá úthlutað veiðileyfi en alls bárust 3.199 umsóknir, þar af 3.195 gildar. Kvótinn í ár er samtals 800 dýr, 403 tarfar og 397 kýr. Verðið hækkar Samkvæmt upplýsingum frá Jóhanni G. Gunnarssyni hreindýraeftirlitsmanni á Egilsstöðum var kvótinn í fyrra 901 hreindýr; 475 kýr og 426 tarfar. Þá sóttu færri um eða 2.926. Verð leyfanna hækkaði til muna en það virðist ekki hafa komið að sök; svo virðist sem drjúgur hluti veiðimanna hafi úr nægu að spila. Ef til vill má greina þarna vaxandi misskiptingu í samfélaginu? Til samanburðar var gjaldið 2021 krónur 150.000 fyrir tarf en 86.000 fyrir kú. Í ár kostar þetta 193. 000 krónur fyrir tarf og 119.000 fyrir kú. Landeigendur sumir hverjir telja að þetta gjald eigi að hækka enn meira. Kvótinn dregst saman Árið 2022 var kvótinn samtals 1021 dýr, 475 tarfar og 546 kýr. Og 2021 var kvótinn 1.220 dýr. Þannig að stöðugur samdráttur hefur verið í útgefnum kvóta á dýr. Talningar tókust ekki vel á síðasta ári og tekur kvótinn að einhverju leyti mið af óvissu með stofnstærð. En nú fara í hönd allsherjar vetrartalningar sem framkvæma átti í fyrra en þá tókst illa til. Vera kann að kvótinn verði aukinn í kjölfar þess. En niðurstaðan er sem sagt sú að kvótinn minnkar og verðið hækkar en það virðist ekki koma niður á eftirspurninni. Skotveiði Stjórnsýsla Múlaþing Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Á heimasíðu umhverfisstofnunar segir að umsóknarfrestur um veiðileyfi fyrir hreindýr hafi runnið út á miðnætti fimmtudaginn 29. febrúar síðastliðinn. Dregið verður úr umsóknum í beinu streymi föstudaginn 15. mars klukkan 17.00. Breytilegt er eftir umsóknum hvaða líkur menn hafa á að fá úthlutað veiðileyfi en alls bárust 3.199 umsóknir, þar af 3.195 gildar. Kvótinn í ár er samtals 800 dýr, 403 tarfar og 397 kýr. Verðið hækkar Samkvæmt upplýsingum frá Jóhanni G. Gunnarssyni hreindýraeftirlitsmanni á Egilsstöðum var kvótinn í fyrra 901 hreindýr; 475 kýr og 426 tarfar. Þá sóttu færri um eða 2.926. Verð leyfanna hækkaði til muna en það virðist ekki hafa komið að sök; svo virðist sem drjúgur hluti veiðimanna hafi úr nægu að spila. Ef til vill má greina þarna vaxandi misskiptingu í samfélaginu? Til samanburðar var gjaldið 2021 krónur 150.000 fyrir tarf en 86.000 fyrir kú. Í ár kostar þetta 193. 000 krónur fyrir tarf og 119.000 fyrir kú. Landeigendur sumir hverjir telja að þetta gjald eigi að hækka enn meira. Kvótinn dregst saman Árið 2022 var kvótinn samtals 1021 dýr, 475 tarfar og 546 kýr. Og 2021 var kvótinn 1.220 dýr. Þannig að stöðugur samdráttur hefur verið í útgefnum kvóta á dýr. Talningar tókust ekki vel á síðasta ári og tekur kvótinn að einhverju leyti mið af óvissu með stofnstærð. En nú fara í hönd allsherjar vetrartalningar sem framkvæma átti í fyrra en þá tókst illa til. Vera kann að kvótinn verði aukinn í kjölfar þess. En niðurstaðan er sem sagt sú að kvótinn minnkar og verðið hækkar en það virðist ekki koma niður á eftirspurninni.
Skotveiði Stjórnsýsla Múlaþing Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira