Spyr hvers vegna maðurinn sé enn hér á landi Bjarki Sigurðsson skrifar 12. mars 2024 21:01 Helgi Magnús Gunnarsson er vararíkissaksóknari. Vísir/Arnar Maðurinn sem er í haldi lögreglu vegna stunguárásar í Valshverfinu hefur staðið í hótunum við fjölda aðila síðustu ár. Vararíkissaksóknari, sem er eitt af fórnarlömbum mannsins, spyr hvers vegna maðurinn sé enn hér á landi. Þrítugur maður var í síðustu viku úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald vegna stunguárásar í verslun OK Market í Valshverfinu í Reykjavík. Hann hafði áreitt og hótað eiganda verslunarinnar í sex ár fram að árásinni en að sögn eigandans hófust ofsóknirnar þegar hann túlkaði hjá lögreglu fyrir einstakling sem kærði árásarmanninn. Af ótta við manninn hefur hann sent fjölskyldu sína úr landi en hann telur að árásunum muni ekki linna þegar manninum verður sleppt úr haldi. Hótað að drepa fjölskylduna Maðurinn hefur staðið í hótunum við fleiri einstaklinga síðan hann kom hingað til lands árið 2018 frá Sýrlandi með alþjóðlega vernd. Meðal þeirra er Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari. „Stór hluti af þessum póstum er alls konar fordæming á öllu hér á Íslandi. Kerfinu, það fari illa með hann og eitthvað slíkt. Svo er hann að hóta að drepa mig og drepa fjölskylduna mína. Beint og óbeint með alls konar útfærslum,“ segir Helgi. Tekur enga sénsa Hótanirnar gegn Helga hófust þegar hann í starfi sínu staðfesti niðurfellingu lögreglunnar á máli sem maðurinn hafði kært. Maðurinn hefur mætt á skrifstofu Helga og fékk dóm fyrir hótanir sem hann hafði uppi þar. „Maður getur ekki annað en að taka þessu alvarlega og maður sér það núna að maður hafði fulla ástæðu til þess. Hann hafði feril af ofbeldi og sakfelldur fyrir ofbeldisverk. Auðvitað tekur þú engan séns með fjölskylduna þína. Mér er alveg sama, ég get tekist á við hann en ekki fjölskyldan mín ef hann myndi birtast þar. En hann hefur ekki gert það, að koma heim til okkar,“ segir Helgi. Vill að honum sé vísað úr landi Sakaferill mannsins er langur og fjölbreyttur. Lögregla hefur haft rúmlega níutíu mál til meðferðar þar sem maðurinn kemur við sögu. Helgi segist alltaf vera á varðbergi þegar maðurinn er laus og spyr sig hvers vegna maðurinn er enn hér á landi. „Ég meina, við erum að veita fólki aðstoð á grundvelli mannúðar því fólk er í neyð. Ef þú gengur svo hér um á skítugum skónum, eins og þessi maður hefur gert, og ert í raun að spilla því sem við höfum talið okkur mest til tekna, að lifa í öruggu samfélagi þá eigum við bara að vísa honum burtu. Við getum valið þessa vandræðamenn úr og losað okkur við þá og eigum að gera það,“ segir Helgi. Reykjavík Lögreglumál Hælisleitendur Mál Mohamad Kourani Tengdar fréttir Stungumaðurinn í Hlíðarenda úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald Karlmaður um þrítugt var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir stunguárás sem framin var í Hlíðarendahverfinu í Reykjavík í gær. Var það að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 8. mars 2024 19:52 Myndband af fólskulegri stunguárás í Valshverfinu Maður veittist að tveimur mönnum með hníf í versluninni OK Market í Valshverfinu í gær. Hann var handtekinn og standa yfirheyrslur enn yfir. 8. mars 2024 19:15 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Þrítugur maður var í síðustu viku úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald vegna stunguárásar í verslun OK Market í Valshverfinu í Reykjavík. Hann hafði áreitt og hótað eiganda verslunarinnar í sex ár fram að árásinni en að sögn eigandans hófust ofsóknirnar þegar hann túlkaði hjá lögreglu fyrir einstakling sem kærði árásarmanninn. Af ótta við manninn hefur hann sent fjölskyldu sína úr landi en hann telur að árásunum muni ekki linna þegar manninum verður sleppt úr haldi. Hótað að drepa fjölskylduna Maðurinn hefur staðið í hótunum við fleiri einstaklinga síðan hann kom hingað til lands árið 2018 frá Sýrlandi með alþjóðlega vernd. Meðal þeirra er Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari. „Stór hluti af þessum póstum er alls konar fordæming á öllu hér á Íslandi. Kerfinu, það fari illa með hann og eitthvað slíkt. Svo er hann að hóta að drepa mig og drepa fjölskylduna mína. Beint og óbeint með alls konar útfærslum,“ segir Helgi. Tekur enga sénsa Hótanirnar gegn Helga hófust þegar hann í starfi sínu staðfesti niðurfellingu lögreglunnar á máli sem maðurinn hafði kært. Maðurinn hefur mætt á skrifstofu Helga og fékk dóm fyrir hótanir sem hann hafði uppi þar. „Maður getur ekki annað en að taka þessu alvarlega og maður sér það núna að maður hafði fulla ástæðu til þess. Hann hafði feril af ofbeldi og sakfelldur fyrir ofbeldisverk. Auðvitað tekur þú engan séns með fjölskylduna þína. Mér er alveg sama, ég get tekist á við hann en ekki fjölskyldan mín ef hann myndi birtast þar. En hann hefur ekki gert það, að koma heim til okkar,“ segir Helgi. Vill að honum sé vísað úr landi Sakaferill mannsins er langur og fjölbreyttur. Lögregla hefur haft rúmlega níutíu mál til meðferðar þar sem maðurinn kemur við sögu. Helgi segist alltaf vera á varðbergi þegar maðurinn er laus og spyr sig hvers vegna maðurinn er enn hér á landi. „Ég meina, við erum að veita fólki aðstoð á grundvelli mannúðar því fólk er í neyð. Ef þú gengur svo hér um á skítugum skónum, eins og þessi maður hefur gert, og ert í raun að spilla því sem við höfum talið okkur mest til tekna, að lifa í öruggu samfélagi þá eigum við bara að vísa honum burtu. Við getum valið þessa vandræðamenn úr og losað okkur við þá og eigum að gera það,“ segir Helgi.
Reykjavík Lögreglumál Hælisleitendur Mál Mohamad Kourani Tengdar fréttir Stungumaðurinn í Hlíðarenda úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald Karlmaður um þrítugt var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir stunguárás sem framin var í Hlíðarendahverfinu í Reykjavík í gær. Var það að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 8. mars 2024 19:52 Myndband af fólskulegri stunguárás í Valshverfinu Maður veittist að tveimur mönnum með hníf í versluninni OK Market í Valshverfinu í gær. Hann var handtekinn og standa yfirheyrslur enn yfir. 8. mars 2024 19:15 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Stungumaðurinn í Hlíðarenda úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald Karlmaður um þrítugt var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir stunguárás sem framin var í Hlíðarendahverfinu í Reykjavík í gær. Var það að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 8. mars 2024 19:52
Myndband af fólskulegri stunguárás í Valshverfinu Maður veittist að tveimur mönnum með hníf í versluninni OK Market í Valshverfinu í gær. Hann var handtekinn og standa yfirheyrslur enn yfir. 8. mars 2024 19:15