Spyr hvers vegna maðurinn sé enn hér á landi Bjarki Sigurðsson skrifar 12. mars 2024 21:01 Helgi Magnús Gunnarsson er vararíkissaksóknari. Vísir/Arnar Maðurinn sem er í haldi lögreglu vegna stunguárásar í Valshverfinu hefur staðið í hótunum við fjölda aðila síðustu ár. Vararíkissaksóknari, sem er eitt af fórnarlömbum mannsins, spyr hvers vegna maðurinn sé enn hér á landi. Þrítugur maður var í síðustu viku úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald vegna stunguárásar í verslun OK Market í Valshverfinu í Reykjavík. Hann hafði áreitt og hótað eiganda verslunarinnar í sex ár fram að árásinni en að sögn eigandans hófust ofsóknirnar þegar hann túlkaði hjá lögreglu fyrir einstakling sem kærði árásarmanninn. Af ótta við manninn hefur hann sent fjölskyldu sína úr landi en hann telur að árásunum muni ekki linna þegar manninum verður sleppt úr haldi. Hótað að drepa fjölskylduna Maðurinn hefur staðið í hótunum við fleiri einstaklinga síðan hann kom hingað til lands árið 2018 frá Sýrlandi með alþjóðlega vernd. Meðal þeirra er Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari. „Stór hluti af þessum póstum er alls konar fordæming á öllu hér á Íslandi. Kerfinu, það fari illa með hann og eitthvað slíkt. Svo er hann að hóta að drepa mig og drepa fjölskylduna mína. Beint og óbeint með alls konar útfærslum,“ segir Helgi. Tekur enga sénsa Hótanirnar gegn Helga hófust þegar hann í starfi sínu staðfesti niðurfellingu lögreglunnar á máli sem maðurinn hafði kært. Maðurinn hefur mætt á skrifstofu Helga og fékk dóm fyrir hótanir sem hann hafði uppi þar. „Maður getur ekki annað en að taka þessu alvarlega og maður sér það núna að maður hafði fulla ástæðu til þess. Hann hafði feril af ofbeldi og sakfelldur fyrir ofbeldisverk. Auðvitað tekur þú engan séns með fjölskylduna þína. Mér er alveg sama, ég get tekist á við hann en ekki fjölskyldan mín ef hann myndi birtast þar. En hann hefur ekki gert það, að koma heim til okkar,“ segir Helgi. Vill að honum sé vísað úr landi Sakaferill mannsins er langur og fjölbreyttur. Lögregla hefur haft rúmlega níutíu mál til meðferðar þar sem maðurinn kemur við sögu. Helgi segist alltaf vera á varðbergi þegar maðurinn er laus og spyr sig hvers vegna maðurinn er enn hér á landi. „Ég meina, við erum að veita fólki aðstoð á grundvelli mannúðar því fólk er í neyð. Ef þú gengur svo hér um á skítugum skónum, eins og þessi maður hefur gert, og ert í raun að spilla því sem við höfum talið okkur mest til tekna, að lifa í öruggu samfélagi þá eigum við bara að vísa honum burtu. Við getum valið þessa vandræðamenn úr og losað okkur við þá og eigum að gera það,“ segir Helgi. Reykjavík Lögreglumál Hælisleitendur Mál Mohamad Kourani Tengdar fréttir Stungumaðurinn í Hlíðarenda úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald Karlmaður um þrítugt var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir stunguárás sem framin var í Hlíðarendahverfinu í Reykjavík í gær. Var það að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 8. mars 2024 19:52 Myndband af fólskulegri stunguárás í Valshverfinu Maður veittist að tveimur mönnum með hníf í versluninni OK Market í Valshverfinu í gær. Hann var handtekinn og standa yfirheyrslur enn yfir. 8. mars 2024 19:15 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent „Mál að linni“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Fleiri fréttir Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Sjá meira
Þrítugur maður var í síðustu viku úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald vegna stunguárásar í verslun OK Market í Valshverfinu í Reykjavík. Hann hafði áreitt og hótað eiganda verslunarinnar í sex ár fram að árásinni en að sögn eigandans hófust ofsóknirnar þegar hann túlkaði hjá lögreglu fyrir einstakling sem kærði árásarmanninn. Af ótta við manninn hefur hann sent fjölskyldu sína úr landi en hann telur að árásunum muni ekki linna þegar manninum verður sleppt úr haldi. Hótað að drepa fjölskylduna Maðurinn hefur staðið í hótunum við fleiri einstaklinga síðan hann kom hingað til lands árið 2018 frá Sýrlandi með alþjóðlega vernd. Meðal þeirra er Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari. „Stór hluti af þessum póstum er alls konar fordæming á öllu hér á Íslandi. Kerfinu, það fari illa með hann og eitthvað slíkt. Svo er hann að hóta að drepa mig og drepa fjölskylduna mína. Beint og óbeint með alls konar útfærslum,“ segir Helgi. Tekur enga sénsa Hótanirnar gegn Helga hófust þegar hann í starfi sínu staðfesti niðurfellingu lögreglunnar á máli sem maðurinn hafði kært. Maðurinn hefur mætt á skrifstofu Helga og fékk dóm fyrir hótanir sem hann hafði uppi þar. „Maður getur ekki annað en að taka þessu alvarlega og maður sér það núna að maður hafði fulla ástæðu til þess. Hann hafði feril af ofbeldi og sakfelldur fyrir ofbeldisverk. Auðvitað tekur þú engan séns með fjölskylduna þína. Mér er alveg sama, ég get tekist á við hann en ekki fjölskyldan mín ef hann myndi birtast þar. En hann hefur ekki gert það, að koma heim til okkar,“ segir Helgi. Vill að honum sé vísað úr landi Sakaferill mannsins er langur og fjölbreyttur. Lögregla hefur haft rúmlega níutíu mál til meðferðar þar sem maðurinn kemur við sögu. Helgi segist alltaf vera á varðbergi þegar maðurinn er laus og spyr sig hvers vegna maðurinn er enn hér á landi. „Ég meina, við erum að veita fólki aðstoð á grundvelli mannúðar því fólk er í neyð. Ef þú gengur svo hér um á skítugum skónum, eins og þessi maður hefur gert, og ert í raun að spilla því sem við höfum talið okkur mest til tekna, að lifa í öruggu samfélagi þá eigum við bara að vísa honum burtu. Við getum valið þessa vandræðamenn úr og losað okkur við þá og eigum að gera það,“ segir Helgi.
Reykjavík Lögreglumál Hælisleitendur Mál Mohamad Kourani Tengdar fréttir Stungumaðurinn í Hlíðarenda úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald Karlmaður um þrítugt var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir stunguárás sem framin var í Hlíðarendahverfinu í Reykjavík í gær. Var það að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 8. mars 2024 19:52 Myndband af fólskulegri stunguárás í Valshverfinu Maður veittist að tveimur mönnum með hníf í versluninni OK Market í Valshverfinu í gær. Hann var handtekinn og standa yfirheyrslur enn yfir. 8. mars 2024 19:15 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent „Mál að linni“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Fleiri fréttir Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Sjá meira
Stungumaðurinn í Hlíðarenda úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald Karlmaður um þrítugt var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir stunguárás sem framin var í Hlíðarendahverfinu í Reykjavík í gær. Var það að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 8. mars 2024 19:52
Myndband af fólskulegri stunguárás í Valshverfinu Maður veittist að tveimur mönnum með hníf í versluninni OK Market í Valshverfinu í gær. Hann var handtekinn og standa yfirheyrslur enn yfir. 8. mars 2024 19:15