„Töluvert skemmtilegra að vinna heldur en að tapa“ Andri Már Eggertsson skrifar 12. mars 2024 21:20 Rúnar Ingi Erlingsson var ánægður með sigurinn Vísir/Anton Brink Njarðvík komst aftur á sigurbraut eftir 27 stiga sigur gegn Stjörnunni 99-72. Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur var ansi ánægður með að fjögurra leikja taphrinu liðsins sé lokið. „Það er töluvert skemmtilegra að vinna heldur en að tapa. Þetta var flott frammistaða í kvöld og þær svöruðu kallinu,“ sagði Rúnar Ingi ánægður með sigurinn og hélt áfram. „Sóknarlega létum við boltann vinna vel fyrir okkur. Við vorum með sautján stoðsendingar og þrjá tapaða bolta. Við trúðum á okkur, vorum jákvæð og gerðum við þetta saman.“ „Varnarlega var ég heilt yfir sáttur við það sem við vorum að gera í kvöld. Við hefðum átt að vera sneggri að bregðast við þegar þær komu með lausnir til að komast að hringnum. Gamli góði krókur á móti bragði.“ Stjarnan kom til baka í þriðja leikhluta og náði að minnka forskot Njarðvíkur undir tíu stig en það var allt og sumt. „Við þurftum ekkert að breyta til og gera eitthvað öðruvísi. Það er eðlilegt í körfu að þær komi með áhlaup. Við þurftum að taka á því andlega með ró og trú. Um leið og skotin fóru að detta þá bættum við aftur í forystuna.“ „Körfubolti er þannig íþrótt að þetta eru 20 sekúndur og sveiflan gæti verið sex stig upp eða niður. Við héldum einbeitingu og bjuggum til þriggja stiga körfu. Við komum síðan af krafti inn í síðasta leikhlutann og bjuggum til þriggja stiga skot fyrir Angelu Strize með frábærri boltahreyfingu og liðið var að vinna saman sem ég er ánægðastur með,“ sagði Rúnar Ingi að lokum. UMF Njarðvík Subway-deild kvenna Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Fékk að líða fyrir tæknibrest á Wimbledon Loksins náði hann verðlaunapalli eftir 238 keppnir Arsenal hefur náð samkomulagi við Viktor Gyökeres Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Lando Norris tólfti breski ökumaðurinn til að vinna Silverstone Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Annar sannfærandi sigur hjá Íslandi á u-18 EuroBasket Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Zubimendi skrifar undir hjá Arsenal EM í dag: Allt eða ekkert Sjáðu hvernig Fram vann á írskum dögum og hundur hljóp inn á völlinn Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Sjá meira
„Það er töluvert skemmtilegra að vinna heldur en að tapa. Þetta var flott frammistaða í kvöld og þær svöruðu kallinu,“ sagði Rúnar Ingi ánægður með sigurinn og hélt áfram. „Sóknarlega létum við boltann vinna vel fyrir okkur. Við vorum með sautján stoðsendingar og þrjá tapaða bolta. Við trúðum á okkur, vorum jákvæð og gerðum við þetta saman.“ „Varnarlega var ég heilt yfir sáttur við það sem við vorum að gera í kvöld. Við hefðum átt að vera sneggri að bregðast við þegar þær komu með lausnir til að komast að hringnum. Gamli góði krókur á móti bragði.“ Stjarnan kom til baka í þriðja leikhluta og náði að minnka forskot Njarðvíkur undir tíu stig en það var allt og sumt. „Við þurftum ekkert að breyta til og gera eitthvað öðruvísi. Það er eðlilegt í körfu að þær komi með áhlaup. Við þurftum að taka á því andlega með ró og trú. Um leið og skotin fóru að detta þá bættum við aftur í forystuna.“ „Körfubolti er þannig íþrótt að þetta eru 20 sekúndur og sveiflan gæti verið sex stig upp eða niður. Við héldum einbeitingu og bjuggum til þriggja stiga körfu. Við komum síðan af krafti inn í síðasta leikhlutann og bjuggum til þriggja stiga skot fyrir Angelu Strize með frábærri boltahreyfingu og liðið var að vinna saman sem ég er ánægðastur með,“ sagði Rúnar Ingi að lokum.
UMF Njarðvík Subway-deild kvenna Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Fékk að líða fyrir tæknibrest á Wimbledon Loksins náði hann verðlaunapalli eftir 238 keppnir Arsenal hefur náð samkomulagi við Viktor Gyökeres Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Lando Norris tólfti breski ökumaðurinn til að vinna Silverstone Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Annar sannfærandi sigur hjá Íslandi á u-18 EuroBasket Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Zubimendi skrifar undir hjá Arsenal EM í dag: Allt eða ekkert Sjáðu hvernig Fram vann á írskum dögum og hundur hljóp inn á völlinn Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Sjá meira