Allt að 75 hús ónýt Árni Sæberg skrifar 13. mars 2024 10:43 Talið er að altjón hafi orðið á allt að 75 húsum í Grindavík. Vísir/Vilhelm Náttúruhamfaratryggingu Íslands hefur borist um fimm hundruð tilkynningar um tjón í Grindavík frá því að atburðir hófust þar 10. nóvember síðastliðinn. Við yfirferð innsendra tilkynninga hefur komið í ljós að sendar hafa verið fleiri en ein tilkynning vegna nokkurra mála og eru því mál sem krefjast meðferðar af hálfu NTÍ nokkru færri en innsendar tilkynningar, eða 474. Í tilkynningu á vef Náttúruhamfaratryggingar segir að tjónamati sé lokið í 196 málum, úrvinnsla matsmanna hafin í 217 málum en 61 mál bíði tjónaskoðunar. Af þessum 474 málum séu 414 vegna húseigna, 54 vegna lausafjár og innbús og sex vegna veitukerfa. Altjón á allt að 75 húsum Tilkynningar vegna húseigna skiptist þannig að 335 eru vegna íbúðarhúsnæðis og 79 vegna atvinnuhúsnæðis. Endanlegur fjöldi altjónshúsa liggi ekki fyrir en að óbreyttu megi búast við að þau verði á bilinu 70 til 75. Uppgjör vegna altjóns á húseignum sé hafið í 62 málum, þar af séu 34 vegna íbúðarhúsnæðis þar sem heildarbótafjárhæð sé um 2,4 milljarðar króna og 28 vegna atvinnuhúsnæðis þar sem heildarbótafjárhæð sé um 3,4 milljarðar króna. Tjón undir eigin áhættu í 82 tilvikum Bótafjárhæðir vegna hlutatjóns liggi nú fyrir í 112 málum og unnið sé að kynningu þeirra mála fyrir eigendum. Af þeim sé 102 hlutatjónsmál vegna íbúðarhúsnæðis þar sem heildarbótafjárhæð sé samtals um 180 milljónir króna, eða að meðaltali um 1,8 milljón í hverju máli. Búið sé að meta tíu hlutatjónsmál vegna atvinnuhúsnæðis þar sem heildarbætur nemi samtals 46 milljónum króna, eða um 4,6 milljónum að meðaltali í hverju máli. Í 82 málum sé það mat matsmanna að tjón sé lægra en eigin áhætta eða að atburðurinn sé ekki orsök tjóns á eigninni og muni því ekki koma til greiðslu tjónabóta í þeim málum. Eigin áhætta í hverju tjóni er að lágmarki 400 þúsund krónur. Alls hafi borist 54 tilkynningar um tjón á lausafé og innbúi og tjónamati sé lokið í 37 málum. Metin bótafjárhæð í þessum 37 málum sé um 60 milljónir króna. Sex tilkynningar hafi borist vegna tjóns á veitukerfum en umfang þess tjóns liggi ekki fyrir. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Grindvíkingar í hjólhýsum og pínulitlum íbúðum Forseti bæjarstjórnar í Grindavík segir 130 fjölskyldur úr Grindavík enn búa við óviðunandi húsnæðiskost. Dæmi séu um fólk sem búi í hjólhýsum og fjölskyldur í um tuttugu fermetra íbúðum. Farið er fram á frekari stuðning ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum. 12. mars 2024 12:02 Altjón á yfir sextíu húsum í Grindavík Altjón er á 60 til 65 húsum við sprungusvæðin í Grindavík. Á öðrum svæðum í bænum er tjónið mun minna en búist var við. Sviðsstjóri vátryggingasviðs NTÍ segir varhugavert að ráðast í viðgerðir á eignum á meðan atburðinum sé ekki lokið. 1. mars 2024 12:03 Mat á skemmdum eigna í Grindavík nánast lokið Náttúruhamfaratryggingar Íslands (NTÍ) hafa lokið við að skoða og meta skemmdir á flestum íbúðar- og atvinnueignum í Grindavík. Unnið er að kostnaðarmati og gerð matsgerða en fyrstu húsnæðiseigendur bæjarins fá matsgerðir kynntar í lok næstu viku. 1. mars 2024 09:44 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira
Í tilkynningu á vef Náttúruhamfaratryggingar segir að tjónamati sé lokið í 196 málum, úrvinnsla matsmanna hafin í 217 málum en 61 mál bíði tjónaskoðunar. Af þessum 474 málum séu 414 vegna húseigna, 54 vegna lausafjár og innbús og sex vegna veitukerfa. Altjón á allt að 75 húsum Tilkynningar vegna húseigna skiptist þannig að 335 eru vegna íbúðarhúsnæðis og 79 vegna atvinnuhúsnæðis. Endanlegur fjöldi altjónshúsa liggi ekki fyrir en að óbreyttu megi búast við að þau verði á bilinu 70 til 75. Uppgjör vegna altjóns á húseignum sé hafið í 62 málum, þar af séu 34 vegna íbúðarhúsnæðis þar sem heildarbótafjárhæð sé um 2,4 milljarðar króna og 28 vegna atvinnuhúsnæðis þar sem heildarbótafjárhæð sé um 3,4 milljarðar króna. Tjón undir eigin áhættu í 82 tilvikum Bótafjárhæðir vegna hlutatjóns liggi nú fyrir í 112 málum og unnið sé að kynningu þeirra mála fyrir eigendum. Af þeim sé 102 hlutatjónsmál vegna íbúðarhúsnæðis þar sem heildarbótafjárhæð sé samtals um 180 milljónir króna, eða að meðaltali um 1,8 milljón í hverju máli. Búið sé að meta tíu hlutatjónsmál vegna atvinnuhúsnæðis þar sem heildarbætur nemi samtals 46 milljónum króna, eða um 4,6 milljónum að meðaltali í hverju máli. Í 82 málum sé það mat matsmanna að tjón sé lægra en eigin áhætta eða að atburðurinn sé ekki orsök tjóns á eigninni og muni því ekki koma til greiðslu tjónabóta í þeim málum. Eigin áhætta í hverju tjóni er að lágmarki 400 þúsund krónur. Alls hafi borist 54 tilkynningar um tjón á lausafé og innbúi og tjónamati sé lokið í 37 málum. Metin bótafjárhæð í þessum 37 málum sé um 60 milljónir króna. Sex tilkynningar hafi borist vegna tjóns á veitukerfum en umfang þess tjóns liggi ekki fyrir.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Grindvíkingar í hjólhýsum og pínulitlum íbúðum Forseti bæjarstjórnar í Grindavík segir 130 fjölskyldur úr Grindavík enn búa við óviðunandi húsnæðiskost. Dæmi séu um fólk sem búi í hjólhýsum og fjölskyldur í um tuttugu fermetra íbúðum. Farið er fram á frekari stuðning ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum. 12. mars 2024 12:02 Altjón á yfir sextíu húsum í Grindavík Altjón er á 60 til 65 húsum við sprungusvæðin í Grindavík. Á öðrum svæðum í bænum er tjónið mun minna en búist var við. Sviðsstjóri vátryggingasviðs NTÍ segir varhugavert að ráðast í viðgerðir á eignum á meðan atburðinum sé ekki lokið. 1. mars 2024 12:03 Mat á skemmdum eigna í Grindavík nánast lokið Náttúruhamfaratryggingar Íslands (NTÍ) hafa lokið við að skoða og meta skemmdir á flestum íbúðar- og atvinnueignum í Grindavík. Unnið er að kostnaðarmati og gerð matsgerða en fyrstu húsnæðiseigendur bæjarins fá matsgerðir kynntar í lok næstu viku. 1. mars 2024 09:44 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira
Grindvíkingar í hjólhýsum og pínulitlum íbúðum Forseti bæjarstjórnar í Grindavík segir 130 fjölskyldur úr Grindavík enn búa við óviðunandi húsnæðiskost. Dæmi séu um fólk sem búi í hjólhýsum og fjölskyldur í um tuttugu fermetra íbúðum. Farið er fram á frekari stuðning ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum. 12. mars 2024 12:02
Altjón á yfir sextíu húsum í Grindavík Altjón er á 60 til 65 húsum við sprungusvæðin í Grindavík. Á öðrum svæðum í bænum er tjónið mun minna en búist var við. Sviðsstjóri vátryggingasviðs NTÍ segir varhugavert að ráðast í viðgerðir á eignum á meðan atburðinum sé ekki lokið. 1. mars 2024 12:03
Mat á skemmdum eigna í Grindavík nánast lokið Náttúruhamfaratryggingar Íslands (NTÍ) hafa lokið við að skoða og meta skemmdir á flestum íbúðar- og atvinnueignum í Grindavík. Unnið er að kostnaðarmati og gerð matsgerða en fyrstu húsnæðiseigendur bæjarins fá matsgerðir kynntar í lok næstu viku. 1. mars 2024 09:44