Enski boltinn

Draumahálfleikur Luton manna breyttist í mar­tröð í seinni hálf­leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Antoine Semenyo fagnar öðru marka sinna fyrir Bournemouth í kvöld.
Antoine Semenyo fagnar öðru marka sinna fyrir Bournemouth í kvöld. Getty/Warren Little

„Við erum að fara halda okkur uppi“ sungu stuðningsmenn Luton í fyrri hálfleiknum en þeir fögnuðu of snemma.

Bournemouth vann 4-3 endurkomusigur á Luton Town og er fyrir vikið nú fjórtán stigum fyrir ofan fallsæti. Þar sitja leikmenn Luton þremur stigum frá öruggu sæti.

Það vantaði ekki mörkin og skemmtunina í botnbaráttuslag í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í Bournemouth í kvöld.

Antoine Semenyo var hetja heimamanna því hann skoraði tvö síðustu mörk Bournemouth í leiknum sem endanlega breyttu tapi í sigur.

Luton liðið missti niður þriggja marka forskot og varð að sætta sig gríðarlega svekkjandi tap. Á móti stigu leikmenn Bournemouth stórt skref í átta að því að tryggja endanlega veru sína í deildinni.

Antoine Semenyo var hetja heimamanna því hann skoraði tvö síðustu mörk Bournemouth í leiknum sem endanlega breyttu tapi í sigur.

Luton var vissulega í frábærum málum í hálfleik enda komið 3-0 yfir. Liðið fékk líka tækifæri til að skora fleiri mörk en heimamenn sýndu mikinn karakter í frábærri endurkomu sinni.

Fyrsta markið skoraði Tahith Chong með skalla á 9. mínútu og Chiedozie Ogbene bætti öðru marki á 31. mínútu. Ross Barkley skoraði síðan þriðja markið í uppbótartíma fyrri hálfleiksins.

Það leit því ekki út fyrir neitt annað en gríðarlega mikilvægan útisigur fyrir Luton í harðri baráttu liðsins fyrir áframhaldandi sæti í deildinni.

Dominic Solanke minnkaði munninn í 3-1 á 50. mínútu og þeir voru síðan búnir að jafna eftir tvö mörk á tveimur mínútum. Ilya Zabarnyi skoraði það fyrra á 62. mínútu og Antoine Semenyo jafnaði síðan metin á 64. mínútu.

Leikmenn Bournemouth voru ekki hættir og Antoine Semenyo skoraði sitt annað mark á 83. mínútu nú eftir stoðsendingu frá Enes Unal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×