Þarf stórslys til ... Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar 14. mars 2024 09:00 ... þess að æðstu embættismenn ríkisfyrirtækis með aðsetur í Suðhrauni, Garðabæ átti sig á stórhættulegu ástandi Vestfjarðarvegar frá Bröttubrekku til Þorskafjarðar? Árið er 2024 og í þeim orkuskiptum bílaflotans sem nú ganga yfir eru ýmsar tækninýjungar að ryðja sér til rúms. Meðal annars bað rafmagnsbíllinn minn nýlega um að hafa báðar hendur á stýri (tíu mínútur í tvö handtakið) þegar hitastig var um frostmark og smá slabb á veginum í stað þess að halda eingöngu með vinstri hendi. Bíllinn skynjaði ótryggar aðstæður og vildi að ég væri viðbúinn. Þeir sem aka um að nýlegum bílum með gervigreind get allt eins átt von á því að fá skilaboðin. „Vegur ekki greinanlegur – snúðu við á stundinni“ þegar þeir ætla Vestfjarðarveg nr. 60, vestur á firði á komandi misserum því vegurinn er óökuhæfur vegna viðhaldsleysis undanfarin ár enda vegurinn í grunninn gamall malarvegur sem skellt var einbreiðu slitlagi á sem síðan var teygt í tvöfalt slitlag og ber því ekki þá þungaflutninga sem um veginn fara í dag. Öll sú tækni sem nú er í nýlegum bílum metur líklega ástand vegarins óökuhæft og mun biðja ökumanninn um að stoppa eða þá snúa við. Nokkrum köflum breytt í malarvegi fram á sumar – já þið lásuð rétt. Svona var frétt á heimasíðu Vegagerðarinnar fyrir nokkrum dögum. Hvað svo – vegurinn fer líklega aftur í klessu næsta vetur en Suðurhraunið hugsar líklegast ekki um neitt annað en samstöðulýsing á hringtorgi eða brúarframkvæmdir á höfuðborgarsvæðið þar sem fagurfræði og minnismerkja arkitektúr skipta meira máli en skynsamleg nýting skattfjár. Á Vesturlandi eru 14% alls vegakerfisins en í Samgönguáætlun 2024-2028 er reiknað með 700 milljónum í framkvæmdir á Vesturlandi eða um 1,6% af heildinni. Í samtölum við Suðurhraunið er síðan alltaf bent á að það séu svo miklar framkvæmdir á Vestfjörðum. Þó ég fagni innilega framkvæmdum á Vestfjörðum þá eru þær til lítils ef tengingin til þeirra um Vestfjarðaveg gegnum Dali verður komin aftur til miðalda. Í sömu samtölum sem við í Dalabyggð höfum átt við Suðurhraunið velti ég oft fyrir mér hvort almenn landafræðikunnátta úr grunnskóla sé týnd og tröllum gefin. Dalabyggð vann á síðasta ári sérstaka forgangsröðun í vegamálum þar sem m.a. þrír slæmir kaflar á slitlagsbundnum stofnvegum eru nefndir sérstaklega og hluta þessara kafla þarf nú að breyta í malarvegi tímabundið. Vegamálastjóri sagði við móttöku skýrslunnar: „Vegagerðin fagnar því þegar hugmyndir manna í héraði eru settar fram á vandaðan og frambærilegan hátt eins og hér er gert. Það er mjög gott fóður fyrir okkur í þeirri vinnu sem hér fer fram.“[1] En hvaða vinna ætli hafi farið fram í Suðurhrauninu síðan snemma í júlí 2023? Ég skora síðan á þingmenn NV kjördæmis að leiðrétta hlut Vesturlands í samgönguáætlun þannig að framkvæmdafé innan hvers svæðis endurspegli hlutfall vegakerfisins innan svæðis. Bíðum ekki eftir slysi – það styttist í það miðað við núverandi ástand. Aðgerða með framtíðarsýn er þörf ekki seinna en strax – við eigum ekki að bíða eftir stórslysi svo Suðurhraunið vakni af dvalanum Höfundur er oddviti sveitastjórnar Dalabyggðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dalabyggð Umferðaröryggi Reykhólahreppur Borgarbyggð Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
... þess að æðstu embættismenn ríkisfyrirtækis með aðsetur í Suðhrauni, Garðabæ átti sig á stórhættulegu ástandi Vestfjarðarvegar frá Bröttubrekku til Þorskafjarðar? Árið er 2024 og í þeim orkuskiptum bílaflotans sem nú ganga yfir eru ýmsar tækninýjungar að ryðja sér til rúms. Meðal annars bað rafmagnsbíllinn minn nýlega um að hafa báðar hendur á stýri (tíu mínútur í tvö handtakið) þegar hitastig var um frostmark og smá slabb á veginum í stað þess að halda eingöngu með vinstri hendi. Bíllinn skynjaði ótryggar aðstæður og vildi að ég væri viðbúinn. Þeir sem aka um að nýlegum bílum með gervigreind get allt eins átt von á því að fá skilaboðin. „Vegur ekki greinanlegur – snúðu við á stundinni“ þegar þeir ætla Vestfjarðarveg nr. 60, vestur á firði á komandi misserum því vegurinn er óökuhæfur vegna viðhaldsleysis undanfarin ár enda vegurinn í grunninn gamall malarvegur sem skellt var einbreiðu slitlagi á sem síðan var teygt í tvöfalt slitlag og ber því ekki þá þungaflutninga sem um veginn fara í dag. Öll sú tækni sem nú er í nýlegum bílum metur líklega ástand vegarins óökuhæft og mun biðja ökumanninn um að stoppa eða þá snúa við. Nokkrum köflum breytt í malarvegi fram á sumar – já þið lásuð rétt. Svona var frétt á heimasíðu Vegagerðarinnar fyrir nokkrum dögum. Hvað svo – vegurinn fer líklega aftur í klessu næsta vetur en Suðurhraunið hugsar líklegast ekki um neitt annað en samstöðulýsing á hringtorgi eða brúarframkvæmdir á höfuðborgarsvæðið þar sem fagurfræði og minnismerkja arkitektúr skipta meira máli en skynsamleg nýting skattfjár. Á Vesturlandi eru 14% alls vegakerfisins en í Samgönguáætlun 2024-2028 er reiknað með 700 milljónum í framkvæmdir á Vesturlandi eða um 1,6% af heildinni. Í samtölum við Suðurhraunið er síðan alltaf bent á að það séu svo miklar framkvæmdir á Vestfjörðum. Þó ég fagni innilega framkvæmdum á Vestfjörðum þá eru þær til lítils ef tengingin til þeirra um Vestfjarðaveg gegnum Dali verður komin aftur til miðalda. Í sömu samtölum sem við í Dalabyggð höfum átt við Suðurhraunið velti ég oft fyrir mér hvort almenn landafræðikunnátta úr grunnskóla sé týnd og tröllum gefin. Dalabyggð vann á síðasta ári sérstaka forgangsröðun í vegamálum þar sem m.a. þrír slæmir kaflar á slitlagsbundnum stofnvegum eru nefndir sérstaklega og hluta þessara kafla þarf nú að breyta í malarvegi tímabundið. Vegamálastjóri sagði við móttöku skýrslunnar: „Vegagerðin fagnar því þegar hugmyndir manna í héraði eru settar fram á vandaðan og frambærilegan hátt eins og hér er gert. Það er mjög gott fóður fyrir okkur í þeirri vinnu sem hér fer fram.“[1] En hvaða vinna ætli hafi farið fram í Suðurhrauninu síðan snemma í júlí 2023? Ég skora síðan á þingmenn NV kjördæmis að leiðrétta hlut Vesturlands í samgönguáætlun þannig að framkvæmdafé innan hvers svæðis endurspegli hlutfall vegakerfisins innan svæðis. Bíðum ekki eftir slysi – það styttist í það miðað við núverandi ástand. Aðgerða með framtíðarsýn er þörf ekki seinna en strax – við eigum ekki að bíða eftir stórslysi svo Suðurhraunið vakni af dvalanum Höfundur er oddviti sveitastjórnar Dalabyggðar.
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar