„Það yrði mjög óvænt ef England myndi ekki fá fimmta Meistaradeildarsætið. Það þýðir að liðið í 8. sæti gæti átt möguleika á að komast í Sambandsdeild Evrópu,“ sagði Simon Stone, starfsmaður breska ríkisútvarpsins, um málið en ensk lið gerðu það gott í Evrópudeildinni í gærkvöld, fimmtudag.
Brighton & Hove Albion vann 1-0 sigur á Roma sem dugði ekki til þess að komast áfram en sigurinn gæti skipt sköpum í baráttunni um þetta auka sæti í Meistaradeildinni. Þá unnu West Ham United, Aston Villa og Liverpool stórsigra. Miguel Delaney hjá The Independent bendir á að sigur West Ham hafi svo gott sem gulltryggt ensku úrvalsdeildinni hið títtnefnda fimmta sæti.
This West Ham result makes it a near certainty the Premier League will get five Champions League places.
— Miguel Delaney (@MiguelDelaney) March 14, 2024
Alls eru fimm ensk lið eftir í Evrópukeppnum (Meistara-, Evrópu- og Sambandsdeild). Helsti keppinautur Englands um fimmta Meistaradeildarsætið er Þýskaland sem á aðeins þrjá fulltrúa eftir í Evrópukeppnum. Það þarf því algjört hrun enskra til að Þjóðverjar nappi fimmta sætinu í deild þeirra bestu.
Hvað varðar nýtt fyrirkomulag Meistaradeildar Evrópu þá munu liðin ekki lengur leika í riðlum heldur verður um eina stóra deild að ræða.
An exciting new era for European club football awaits
— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) March 4, 2024
Here s how the #UCL will look from 2024/25 pic.twitter.com/mEffFOpX2O
Þar spila leikin átta leiki gegn átta mismunandi mótherjum, tveimur úr hverjum styrkleikaflokki. Öll lið leika fjóra heima- og fjóra útileiki. Efstu átta liðin fara beint í 16-liða úrslit á meðan liðin í sæti 9. til 24. fara í umspil um sæti í 16-liða úrslitum.