Athöfnin hefst klukkan fimm en frekari upplýsingar um tilnefningarnar má finna hér.
Áður en verðlaunin verða veitt flytur Richard Fletcher, rannsóknarstjóri Reuters Institute for the Study of Journalism, stutt erindi um breytingar á fréttaneyslu og áhrif þeirra á blaðamennsku og lýðræðið. Í lok viðburðar kynnir Blaðamannafélag Íslands vitundarherferð um mikilvægi blaðamennsku, sem hleypt verður af stokkunum í næstu viku.
Fylgjast má með athöfninni í beinni útsendingu hér að neðan.
