Leiðin að bílprófinu Þuríður B. Ægisdóttir skrifar 18. mars 2024 11:01 Að undangengnu ökunámi og að loknu ökuprófi bæði skriflegu og verklegu þá hefur ökunemi öðlast ökuréttindi á fólksbíl þ.e. ef viðkomandi hefur náð 17 ára aldri. En hvað felst í ökunámi? Eins og segir í námskrá um B réttindi þá skal ökukennsla hafa það að meginmarkmiði að neminn tileinki sér það viðhorf og þá þekkingu og færni sem nauðsynleg er til að hann geti ekið með sem mestu öryggi, með fullri fyrirhyggju og framsýni, fullu tilliti til öryggis og heilsu annarra og umhverfisins. Ásamt því að hann aki í samræmi við fyrirmæli umferðarlaga, reglugerða og annarra fyrirmæla sem sett eru um akstur og umferð. Í námskránni er einnig nánar tiltetkið það sem ökukennari skal kenna ökunemanum og sjá til þess að hann nái að tileinka sér efnið, bæði bóklegt og verklegt sem er svo mikilvægt til að nýjir ökumenn séu sem best undir það búnir að takast á við þær fjölbreytilegu aðstæður sem upp geta komið í umferðinni. Að öryggi okkar allra sé sem mest. En hvað þarf að uppfylla til að fá heimild til að þreyta ökuprófið? Við þurfum að hafa náð tilteknum aldri til að fá að byrja að læra að aka bifreið, við þurfum að ljúka við bóklegt nám sem tekið er í tveimur hlutum þ.e. ökuskóli 1 og ökuskóli 2. Við þurfum að hafa lokið við nám í ökugerði og við verðum að hafa lokið við ákveðinn fjölda verklegra kennslustunda sem er skv. námskránni 17 til 25 að jafnaði. Mikilvægt er að hafa í huga að ökunám er ferli sem ökuneminn fer í gegnum með ökukennaranum og fjöldi atriða eru tekin fyrir á námstímanum sem við erum mis lengi að ná að tileinka okkur. Hvert er þá ferlið í ökunáminu og oft er spurningin hjá foreldrum og þeim sem hefja vilja ökunám, hvað á ég að gera? Hvar á ég að byrja? Við byrjum á að finna ökukennara, t.d. á aka.is en það er heimasíða Ökukennarafélags Íslands (ÖÍ) og þar er listi yfir þá ökukennara sem eru starfandi og eru félagsmenn í ÖÍ. Einnig eru þar upplýsingar hvort ökukennarinn kenni á beinskipta- og/eða sjálfskipta bifreið og fleiri upplýsingar. Að því loknu þarf að sækja um ökunámsheimild og það er gert rafrænt á slóðinni https://island.is/fyrsta-okuskirteini-namsheimild, en mikilvægt er að hafa í huga að skila þarf inn læknisvottorði í sumum tilvikum og alltaf þarf að skila inn passamynd til sýslumanns. Eftir að einum ökutíma er lokið þá er heimilt að skrá sig í ökuskóla 1 (Ö1) en mikilvægt er að vera í góðu sambandi við ökukennarann um það hvernig best er að haga náminu. Ökuneminn þarf á námstímanum einnig að ljúka ökuskóla 2 (Ö2) og námi í ökugerði eða Ökuskóla 3. Að loknum ákveðnum tímafjölda í verklegu námi og að loknum Ö1 og Ö2 getur ökuneminn skráð sig í skriflegt ökupróf og mikilvægt er að skoða þau úrræði sem til eru varðandi það að taka skriflega ökuprófið. Að því loknu og þegar Ökuskóla 3 er lokið þá má þreyta verklegt ökupróf. Þegar skriflegu og verklegu ökuprófi er lokið með fullnægjandi hætti þá fær viðkomandi ökuskírteini sem gildir í þrjú ár, þ.e. bráðabirgða ökuskírteini. Fullnaðarskírteini sem gildir í fimmtán ár fær viðkomandi eftir að hafa farið í aksturmat með ökukennara, því má segja að þá lýkur ökunámi með ökukennara. En munum að stærsta prófið er að takast á við allar þær fjölbreyttu og óvæntu aðstæður sem taka á móti okkur úti í umferðinni og því prófi lýkur aldrei. Þess vegna er svo mikilvægt að ökunám sé gott, markvisst og að ökukennarar hafi möguleika á að þróast í starfi ásamt því að fá tækifæri til að undirbúa nýja ökumenn sem best fyrir þær áskoranir sem bíða þeirra í umferðinni. Höfundur er formaður Ökukennarafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þuríður B. Ægisdóttir Bílpróf Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Skoðun Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Sjá meira
Að undangengnu ökunámi og að loknu ökuprófi bæði skriflegu og verklegu þá hefur ökunemi öðlast ökuréttindi á fólksbíl þ.e. ef viðkomandi hefur náð 17 ára aldri. En hvað felst í ökunámi? Eins og segir í námskrá um B réttindi þá skal ökukennsla hafa það að meginmarkmiði að neminn tileinki sér það viðhorf og þá þekkingu og færni sem nauðsynleg er til að hann geti ekið með sem mestu öryggi, með fullri fyrirhyggju og framsýni, fullu tilliti til öryggis og heilsu annarra og umhverfisins. Ásamt því að hann aki í samræmi við fyrirmæli umferðarlaga, reglugerða og annarra fyrirmæla sem sett eru um akstur og umferð. Í námskránni er einnig nánar tiltetkið það sem ökukennari skal kenna ökunemanum og sjá til þess að hann nái að tileinka sér efnið, bæði bóklegt og verklegt sem er svo mikilvægt til að nýjir ökumenn séu sem best undir það búnir að takast á við þær fjölbreytilegu aðstæður sem upp geta komið í umferðinni. Að öryggi okkar allra sé sem mest. En hvað þarf að uppfylla til að fá heimild til að þreyta ökuprófið? Við þurfum að hafa náð tilteknum aldri til að fá að byrja að læra að aka bifreið, við þurfum að ljúka við bóklegt nám sem tekið er í tveimur hlutum þ.e. ökuskóli 1 og ökuskóli 2. Við þurfum að hafa lokið við nám í ökugerði og við verðum að hafa lokið við ákveðinn fjölda verklegra kennslustunda sem er skv. námskránni 17 til 25 að jafnaði. Mikilvægt er að hafa í huga að ökunám er ferli sem ökuneminn fer í gegnum með ökukennaranum og fjöldi atriða eru tekin fyrir á námstímanum sem við erum mis lengi að ná að tileinka okkur. Hvert er þá ferlið í ökunáminu og oft er spurningin hjá foreldrum og þeim sem hefja vilja ökunám, hvað á ég að gera? Hvar á ég að byrja? Við byrjum á að finna ökukennara, t.d. á aka.is en það er heimasíða Ökukennarafélags Íslands (ÖÍ) og þar er listi yfir þá ökukennara sem eru starfandi og eru félagsmenn í ÖÍ. Einnig eru þar upplýsingar hvort ökukennarinn kenni á beinskipta- og/eða sjálfskipta bifreið og fleiri upplýsingar. Að því loknu þarf að sækja um ökunámsheimild og það er gert rafrænt á slóðinni https://island.is/fyrsta-okuskirteini-namsheimild, en mikilvægt er að hafa í huga að skila þarf inn læknisvottorði í sumum tilvikum og alltaf þarf að skila inn passamynd til sýslumanns. Eftir að einum ökutíma er lokið þá er heimilt að skrá sig í ökuskóla 1 (Ö1) en mikilvægt er að vera í góðu sambandi við ökukennarann um það hvernig best er að haga náminu. Ökuneminn þarf á námstímanum einnig að ljúka ökuskóla 2 (Ö2) og námi í ökugerði eða Ökuskóla 3. Að loknum ákveðnum tímafjölda í verklegu námi og að loknum Ö1 og Ö2 getur ökuneminn skráð sig í skriflegt ökupróf og mikilvægt er að skoða þau úrræði sem til eru varðandi það að taka skriflega ökuprófið. Að því loknu og þegar Ökuskóla 3 er lokið þá má þreyta verklegt ökupróf. Þegar skriflegu og verklegu ökuprófi er lokið með fullnægjandi hætti þá fær viðkomandi ökuskírteini sem gildir í þrjú ár, þ.e. bráðabirgða ökuskírteini. Fullnaðarskírteini sem gildir í fimmtán ár fær viðkomandi eftir að hafa farið í aksturmat með ökukennara, því má segja að þá lýkur ökunámi með ökukennara. En munum að stærsta prófið er að takast á við allar þær fjölbreyttu og óvæntu aðstæður sem taka á móti okkur úti í umferðinni og því prófi lýkur aldrei. Þess vegna er svo mikilvægt að ökunám sé gott, markvisst og að ökukennarar hafi möguleika á að þróast í starfi ásamt því að fá tækifæri til að undirbúa nýja ökumenn sem best fyrir þær áskoranir sem bíða þeirra í umferðinni. Höfundur er formaður Ökukennarafélags Íslands.
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar