Fær engar slysabætur eftir að hafa ekið réttindalaus og „frosið“ á fjórhjólinu Atli Ísleifsson skrifar 18. mars 2024 13:34 Slysið varð á vegslóða út af Suðurstandarvegi við Grindavík í júlí 2021. Getty Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað tryggingafélagið VÍS og ferðaþjónustufyrirtækið Fjórhjólaævintýri af bótakröfu ungrar konu sem lenti í slysi í fjórhjólaferð á vegslóða við Suðurstrandarveg árið 2021. Dómarinn í málinu mat konuna hafa sýnt af sér stórkostlegt gáleysi enda hafi hún ekki verið komin með ökuréttindi þegar slysið varð. Konan var sautján ára þegar slysið varð í júlí 2021 en hún var þá í ferð á vegum Fjórhjólaævintýra með um þrjátíu skyldmennum. Fram kemur að samkvæmt lögregluskýrslu hafi konan ekið hjólinu út af vegslóða sem liggur út af Suðurstrandarveg við Grindavík eftir að hafa misst stjórn á hjólinu og ekið utan í grjót. Við það hafi hjólið oltið, lent ofan á henni og hún meiðst á hægri hendi. Missti stjórn og „fraus“ Óumdeilt er að slysið varð eftir að ryk hafði þyrlast upp af vegslóða sem konan ók eftir í röð fleiri fjórhjóla. Sagðist konan hafa fengið mikið ryk á hjálminn sem hefði byrgt henni sýn svo henni hefði brugðið, hún misst stjórnina á hjólinu og frosið þannig að hjólið hefði leitað niður, farið á kant og oltið. Konan tilkynnti um slysið til VÍS í október 2022, eða rúmu ári eftir slysið. VÍS hafnaði þá bótaskyldu þar sem meðal annars var vísað til þess að frestur til að tilkynna um slysið væri útrunninn. Fyrir dómi kom fram að þátttakendur í fjórhjólaferðinni hafi allir ritað undir skjal þar sem þeir hafi lýst því yfir að hafa kynnt sér öryggisreglur þar sem meðal annars hafi komið fram að þátttakendur þyrftu að hafa gilt ökuskírteini. Konan var í ökunámi þegar slysið varð en óumdeilt var að hún væri þá ekki komin með ökuréttindi. Hún hafi átt eftir að taka verklegt og skriflegt ökupróf á umræddum tíma, og kvaðst hafa fallið einu sinni á skriflega prófinu áður en slysið varð. Ágreiningsefni laut fyrst og fremst að því hvort konan ætti rétt til óskertra bóta úr vátryggingu eða hvort líta bæri svo á að konan hafi sjálf verið meðvaldur að slysi sínu þannig að heimilt væri að skerða bætur til hennar. Stórkostlegt gáleysi Dómari í málinu teldi að konan hefði mátt gera sér grein fyrir því að ökuréttinda væri krafist til að aka fjórhjólinu og hún hefði sömuleiðis mátt gera sér grein fyrir því að akstur hennar á slíku hjóli í hópi með öðrum væri hættuleg í sjálfu sér. Aðstæður hafi enda verið krefjandi á vegslóða sem ekki er ætlaður almennri bílaumferð. „Liggur enda fyrir að stefnandi brást ekki við eins og ætla má að handhafi ökuréttinda geri þegar útsýni skerðist, hvort heldur er af moldarroki eða öðru, heldur „fraus“ og missti stjórn á ökutækinu. Af öllu framangreindu leiðir að mati dómsins að stefnandi telst með háttsemi sinni hafa sýnt af sér stórkostlegt gáleysi með akstri fjórhjólsins án ökuréttinda. Þá má og slá því föstu að orsakasamband hafi verið milli réttindaleysis stefnanda og þess að slysið varð. Samkvæmt framangreindu verður stefndi Vátryggingafélag Íslands hf. sýknaður af kröfum stefnanda,“ segir í dómnum. Konan naut gjafsóknar í málinu og féll málskostnaður því niður. Dómsmál Tryggingar VÍS Ferðamennska á Íslandi Grindavík Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Sjá meira
Konan var sautján ára þegar slysið varð í júlí 2021 en hún var þá í ferð á vegum Fjórhjólaævintýra með um þrjátíu skyldmennum. Fram kemur að samkvæmt lögregluskýrslu hafi konan ekið hjólinu út af vegslóða sem liggur út af Suðurstrandarveg við Grindavík eftir að hafa misst stjórn á hjólinu og ekið utan í grjót. Við það hafi hjólið oltið, lent ofan á henni og hún meiðst á hægri hendi. Missti stjórn og „fraus“ Óumdeilt er að slysið varð eftir að ryk hafði þyrlast upp af vegslóða sem konan ók eftir í röð fleiri fjórhjóla. Sagðist konan hafa fengið mikið ryk á hjálminn sem hefði byrgt henni sýn svo henni hefði brugðið, hún misst stjórnina á hjólinu og frosið þannig að hjólið hefði leitað niður, farið á kant og oltið. Konan tilkynnti um slysið til VÍS í október 2022, eða rúmu ári eftir slysið. VÍS hafnaði þá bótaskyldu þar sem meðal annars var vísað til þess að frestur til að tilkynna um slysið væri útrunninn. Fyrir dómi kom fram að þátttakendur í fjórhjólaferðinni hafi allir ritað undir skjal þar sem þeir hafi lýst því yfir að hafa kynnt sér öryggisreglur þar sem meðal annars hafi komið fram að þátttakendur þyrftu að hafa gilt ökuskírteini. Konan var í ökunámi þegar slysið varð en óumdeilt var að hún væri þá ekki komin með ökuréttindi. Hún hafi átt eftir að taka verklegt og skriflegt ökupróf á umræddum tíma, og kvaðst hafa fallið einu sinni á skriflega prófinu áður en slysið varð. Ágreiningsefni laut fyrst og fremst að því hvort konan ætti rétt til óskertra bóta úr vátryggingu eða hvort líta bæri svo á að konan hafi sjálf verið meðvaldur að slysi sínu þannig að heimilt væri að skerða bætur til hennar. Stórkostlegt gáleysi Dómari í málinu teldi að konan hefði mátt gera sér grein fyrir því að ökuréttinda væri krafist til að aka fjórhjólinu og hún hefði sömuleiðis mátt gera sér grein fyrir því að akstur hennar á slíku hjóli í hópi með öðrum væri hættuleg í sjálfu sér. Aðstæður hafi enda verið krefjandi á vegslóða sem ekki er ætlaður almennri bílaumferð. „Liggur enda fyrir að stefnandi brást ekki við eins og ætla má að handhafi ökuréttinda geri þegar útsýni skerðist, hvort heldur er af moldarroki eða öðru, heldur „fraus“ og missti stjórn á ökutækinu. Af öllu framangreindu leiðir að mati dómsins að stefnandi telst með háttsemi sinni hafa sýnt af sér stórkostlegt gáleysi með akstri fjórhjólsins án ökuréttinda. Þá má og slá því föstu að orsakasamband hafi verið milli réttindaleysis stefnanda og þess að slysið varð. Samkvæmt framangreindu verður stefndi Vátryggingafélag Íslands hf. sýknaður af kröfum stefnanda,“ segir í dómnum. Konan naut gjafsóknar í málinu og féll málskostnaður því niður.
Dómsmál Tryggingar VÍS Ferðamennska á Íslandi Grindavík Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent