Alþjóðadagur félagsráðgjafar Steinunn Bergmann skrifar 19. mars 2024 07:31 Alþjóðadagur félagsráðgjafar er í dag 19. mars en árlega taka félagsráðgjafar um allan heim höndum saman til að fagna deginum og koma á framfæri sameiginlegum skilaboðum. Þema alþjóðadagsins í ár er “Buen Vivir: Shared Future for Transformative Change” eða Gott líf: Sameiginleg framtíð fyrir gagngerar breytingar (þýðing höfundar). Formaður Alþjóðasamtaka félagsráðgjafa, Joachim Mumba segir að við skulum fagna þessari meginreglu og berjast fyrir framtíð þar sem samfélög og náttúra lifa saman í sátt og samlyndi, framtíð þar sem félagsráðgjafar munu, ásamt almennum borgurum, hanna og byggja saman friðsamleg samfélög sem eru mikilvæg fyrir sameiginlega sjálfbæra framtíð okkar allra. Það verða margvíslegir viðburðir um allan heim til að fagna Alþjóðadegi félagsráðgjafar, bæði staðfundir og rafræn málþing. Félagsráðgjafafélag Íslands stóð að málþingi 15. mars sl. í samstarfi við aðgerðarhóp félagsráðgjafa, þar sem fjallað var um Græna félagsráðgjöf og hvað það þýðir fyrir dagleg störf félagsráðgjafa. Félagsráðgjafar starfa eftir siðareglum félagsráðgjafa á Íslandi en Grundvöllur félagsráðgjafar er virðing fyrir manngildi og sérstöðu hvers einstaklings og trú á getu hans til að nýta hæfileika sína til fullnustu. Markmið félagsráðgjafar er að vinna að lausn félagslegra og persónulegra vandamála og sporna við félagslegu ranglæti. Félagsráðgjafi vinnur gegn mannréttindabrotum hvar svo sem þau eiga sér stað (https://felagsradgjof.is/felagsradgjof/sidareglur/). Félagsráðgjafar eru meðvitaðir um hlutverk sitt og vinna að þessum markmiðum á hverjum degi og eru hluti af því félagslega neti sem við stólum á þegar áföll verða. Félagsráðgjafar hitta fyrir í sínum störfum þau sem eru í hættu á jaðarsetningu af margvíslegum toga. Þeir huga að velferð einstaklinga, hópa og samfélaga með áherslu á að enginn sé skilinn eftir í anda heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Meðal þeirra markmiða er að útrýma ofbeldi gagnvart konum, efla forvarnir og meðferð vegna misnotkunar vímuefna, útrýma sárafátækt og að fátækum fækki um helming til ársins 2030 auk þess að stuðla að heilbrigðu líferni og vellíðan fyrir alla frá vöggu til grafar ásamt því að tyggja félagslegt öryggi allra. Markmiðin ganga út á það að búa til betri heim fyrir alla og þurfa allir að taka þátt ekki síst stjórnvöld og sveitarfélög sem skipta þar miklu máli. Félagsráðgjafar eru ein þeirra fagstétta sem þekkja vel hvar skórinn kreppir á þessu sviði og hafa hlutverki að gegna þegar kemur að því að uppfylla markmiðin. Fyrir liggur skýrsla verkefnastjórnar Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um stöðu Íslands gagnvart markmiðunum þar sem fjallað er um helstu verkefni, áætlanir og áskoranir sem við stöndum frammi fyrir. Þegar rýnt er í Heimsmarkmiðin er mikilvægi fálagsráðgjafa sem fagstéttar í innleiðingarferlinu auðséð og ekki síður mikilvægi þess að rödd félagsráðgjafa berist innan úr kerfi hins opinbera til þeirra sem taka ákvarðanir um innleiðingu Heimsmarkmiðana. Alþjóðasamtök félagsráðgjafa hafa um árabil lagt áherslu á félagsráðgjöf og sjálfbærni þar sem umræða er um aðkomu félagsráðgjafar að framkvæmd þessara markmiða. Alþjóðasamtökin hafa jafnframt vakið máls á áhrifum loftlagsbreytinga á jaðarsetta hópa. Evrópusamtök félagsráðgjafa hafa vakiðathygli á vaxandi félagslegum vanda í Evrópu, sérstaklega tengdum fólksflutningum sem ekkert lát virðist vera á vegna stríðsátaka og náttúruhamfara. Félagsráðgjafar búa yfir vitneskju um hvaða afleiðingar félagslegur vandi hefur fyrir einstaklinga og á efnahag þjóða. Félagsráðgjöf snýst um mannréttindi og munu félagsráðgjafar halda áfram að vinna með fólki, óháð uppruna þeirra og aðstæðum, til að stuðla að velferð þeirra og bæta samfélagið. Höfundur er félagsráðgjafi MPA og formaður FÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Mest lesið Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Kjartan Kjartansson skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Sjá meira
Alþjóðadagur félagsráðgjafar er í dag 19. mars en árlega taka félagsráðgjafar um allan heim höndum saman til að fagna deginum og koma á framfæri sameiginlegum skilaboðum. Þema alþjóðadagsins í ár er “Buen Vivir: Shared Future for Transformative Change” eða Gott líf: Sameiginleg framtíð fyrir gagngerar breytingar (þýðing höfundar). Formaður Alþjóðasamtaka félagsráðgjafa, Joachim Mumba segir að við skulum fagna þessari meginreglu og berjast fyrir framtíð þar sem samfélög og náttúra lifa saman í sátt og samlyndi, framtíð þar sem félagsráðgjafar munu, ásamt almennum borgurum, hanna og byggja saman friðsamleg samfélög sem eru mikilvæg fyrir sameiginlega sjálfbæra framtíð okkar allra. Það verða margvíslegir viðburðir um allan heim til að fagna Alþjóðadegi félagsráðgjafar, bæði staðfundir og rafræn málþing. Félagsráðgjafafélag Íslands stóð að málþingi 15. mars sl. í samstarfi við aðgerðarhóp félagsráðgjafa, þar sem fjallað var um Græna félagsráðgjöf og hvað það þýðir fyrir dagleg störf félagsráðgjafa. Félagsráðgjafar starfa eftir siðareglum félagsráðgjafa á Íslandi en Grundvöllur félagsráðgjafar er virðing fyrir manngildi og sérstöðu hvers einstaklings og trú á getu hans til að nýta hæfileika sína til fullnustu. Markmið félagsráðgjafar er að vinna að lausn félagslegra og persónulegra vandamála og sporna við félagslegu ranglæti. Félagsráðgjafi vinnur gegn mannréttindabrotum hvar svo sem þau eiga sér stað (https://felagsradgjof.is/felagsradgjof/sidareglur/). Félagsráðgjafar eru meðvitaðir um hlutverk sitt og vinna að þessum markmiðum á hverjum degi og eru hluti af því félagslega neti sem við stólum á þegar áföll verða. Félagsráðgjafar hitta fyrir í sínum störfum þau sem eru í hættu á jaðarsetningu af margvíslegum toga. Þeir huga að velferð einstaklinga, hópa og samfélaga með áherslu á að enginn sé skilinn eftir í anda heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Meðal þeirra markmiða er að útrýma ofbeldi gagnvart konum, efla forvarnir og meðferð vegna misnotkunar vímuefna, útrýma sárafátækt og að fátækum fækki um helming til ársins 2030 auk þess að stuðla að heilbrigðu líferni og vellíðan fyrir alla frá vöggu til grafar ásamt því að tyggja félagslegt öryggi allra. Markmiðin ganga út á það að búa til betri heim fyrir alla og þurfa allir að taka þátt ekki síst stjórnvöld og sveitarfélög sem skipta þar miklu máli. Félagsráðgjafar eru ein þeirra fagstétta sem þekkja vel hvar skórinn kreppir á þessu sviði og hafa hlutverki að gegna þegar kemur að því að uppfylla markmiðin. Fyrir liggur skýrsla verkefnastjórnar Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um stöðu Íslands gagnvart markmiðunum þar sem fjallað er um helstu verkefni, áætlanir og áskoranir sem við stöndum frammi fyrir. Þegar rýnt er í Heimsmarkmiðin er mikilvægi fálagsráðgjafa sem fagstéttar í innleiðingarferlinu auðséð og ekki síður mikilvægi þess að rödd félagsráðgjafa berist innan úr kerfi hins opinbera til þeirra sem taka ákvarðanir um innleiðingu Heimsmarkmiðana. Alþjóðasamtök félagsráðgjafa hafa um árabil lagt áherslu á félagsráðgjöf og sjálfbærni þar sem umræða er um aðkomu félagsráðgjafar að framkvæmd þessara markmiða. Alþjóðasamtökin hafa jafnframt vakið máls á áhrifum loftlagsbreytinga á jaðarsetta hópa. Evrópusamtök félagsráðgjafa hafa vakiðathygli á vaxandi félagslegum vanda í Evrópu, sérstaklega tengdum fólksflutningum sem ekkert lát virðist vera á vegna stríðsátaka og náttúruhamfara. Félagsráðgjafar búa yfir vitneskju um hvaða afleiðingar félagslegur vandi hefur fyrir einstaklinga og á efnahag þjóða. Félagsráðgjöf snýst um mannréttindi og munu félagsráðgjafar halda áfram að vinna með fólki, óháð uppruna þeirra og aðstæðum, til að stuðla að velferð þeirra og bæta samfélagið. Höfundur er félagsráðgjafi MPA og formaður FÍ.
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun