Skimun bjargar mannslífum Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 19. mars 2024 17:01 Marsmánuði er ætlað að vekja almenning á alþjóðavísu til vitundar um ristil- og endaþarmskrabbamein. Mottumars er árlegt átak Krabbameinsfélagsins í baráttunni gegn krabbameini í körlum sem vekur alltaf mikla athygli. Það var því viðeigandi að leggja fram á Alþingi fyrirspurn um framkvæmd skipulagðrar skimunar fyrir ristilkrabbameini og eiga orðastað við heilbrigðisráðherra í marsmánuði. Nýgengi ristilkrabbameins hefur tvöfaldast á síðustu 60 árum og hefur nú tekið fram úr lungnakrabbameini sem næstalgengasta tegund krabbameina á Íslandi. Árlega greinast um 200 manns með ristilkrabbamein hér á landi og um 60 manns látast árlega vegna sjúkdómsins. Þrátt fyrir yfirlýsingar stjórnvalda hefur ítrekað dregist að hefja skipulagða skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi. Skipulögð hópleit eða skimun þýðir að öllum þegnum þjóðfélagsins á ákveðnu aldursbili er boðið að taka þátt í leit að krabbameini. Rannsóknir hafa sýnt að með skipulegri leit að ristilkrabbameini og forstigi þess hjá einkennalausum einstaklingum 50 ára og eldri er hægt að lækka dánartíðni af völdum sjúkdómsins verulega. Forsaga málsins er löng Mikilvægt er að fara yfir forsögu málsins en málið má rekja aftur til 2002 á Alþingi en hefur þó lengur verið til umfjöllunar hjá heilbrigðisyfirvöldum. Árið 2002 var samþykkt á Alþingi þingsályktunartillaga þingmanns Sjálfstæðisflokksins um skimun fyrir ristilkrabbameini. Úr því varð ekki – en málið var aftur tekið upp og samþykkt var þingsályktun árið 2007 og átti þáverandi heilbrigðisráðherra að undirbúa skimun sem hefjast átti árið 2008. Í krabbameinsáætlun sem framlengd var til 2030 kemur svo fram að skimun hafi átt að hefjast 2017. Í frétt frá árinu 2022 var sagt að skimun myndi hefjast í upphafi 2023. Það var í fyrra og enn er ekki skimunin hafin. Undirbúningur skimunar fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi hefur því verið í fullum gangi í yfir tvo áratugi. Vandasamt verk Fara þarf eftir ráðlögðum skimunarleiðbeiningum sérfræðinga og uppfylla þarf skilgreind gæðaviðmið og sömuleiðis verður að tryggja að tæknilegir innviðir séu til staðar. Þá þarf einnig að undirbúa alla framkvæmdarferla og semja við þjónustuveitendur, og tryggja fjármagn til framkvæmdarinnar, sem Alþingi ákveður með fjárlögum. En ég veit ekki til þess að framkvæmdin hafi staðið á Alþingi sem hefur í reynd tvívegis samþykkt þingsályktunartillögu til að reyna að hrinda af stað þessari framkvæmd. Þetta er náttúrulega búið að taka alltof langan tíma miðað við hvað það er búið að undirbúa þetta mikið og miðað við þær ákvarðanir sem hljóta að hafa verið teknar á þessum tíma. Ég fagna því að ráðherra lýsti því yfir að ekkert standi því í vegi að skimun geti hafist við lok þessa árs, en sporin hræða í þessum efnum. Það er fullt tilefni til að halda ráðherra vel við efnið og ég heiti því að ef ekki verði þetta komið til framkvæmda að ári þá mun ég leggja fram aðra samhljóða fyrirspurn á Alþingi. Dræm mæting veldur áhyggjum Reglubundin hópleit eftir krabbameini hefur sannað sig sem gríðarlega mikilvæg forvarnaraðgerð af hálfu heilbrigðisyfirvalda. Það veldur mér miklum áhyggjum að aðeins helmingur þeirra kvenna sem fengu boð í brjóstaskimun árið 2022 mættu í skimun. Þátttaka kvenna í brjóstaskimun er svo mun lakari hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Tilefni er því hér að ráðast í alvöru átak til að hvetja konur til að fara í skimun, jafnvel skoða kostnaðarþátttökuna, kynna á fleiri tungumálum en íslensku og skoða hvernig má ná betur til ólíkra hópa. Ég vona svo innilega að okkur takist að hífa upp þátttökuna og hefja reglubundna skimun á ristilkrabbameini. Því skimun getur bjargað mannslífum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Ósk Guðmundsdóttir Skimun fyrir krabbameini Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Marsmánuði er ætlað að vekja almenning á alþjóðavísu til vitundar um ristil- og endaþarmskrabbamein. Mottumars er árlegt átak Krabbameinsfélagsins í baráttunni gegn krabbameini í körlum sem vekur alltaf mikla athygli. Það var því viðeigandi að leggja fram á Alþingi fyrirspurn um framkvæmd skipulagðrar skimunar fyrir ristilkrabbameini og eiga orðastað við heilbrigðisráðherra í marsmánuði. Nýgengi ristilkrabbameins hefur tvöfaldast á síðustu 60 árum og hefur nú tekið fram úr lungnakrabbameini sem næstalgengasta tegund krabbameina á Íslandi. Árlega greinast um 200 manns með ristilkrabbamein hér á landi og um 60 manns látast árlega vegna sjúkdómsins. Þrátt fyrir yfirlýsingar stjórnvalda hefur ítrekað dregist að hefja skipulagða skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi. Skipulögð hópleit eða skimun þýðir að öllum þegnum þjóðfélagsins á ákveðnu aldursbili er boðið að taka þátt í leit að krabbameini. Rannsóknir hafa sýnt að með skipulegri leit að ristilkrabbameini og forstigi þess hjá einkennalausum einstaklingum 50 ára og eldri er hægt að lækka dánartíðni af völdum sjúkdómsins verulega. Forsaga málsins er löng Mikilvægt er að fara yfir forsögu málsins en málið má rekja aftur til 2002 á Alþingi en hefur þó lengur verið til umfjöllunar hjá heilbrigðisyfirvöldum. Árið 2002 var samþykkt á Alþingi þingsályktunartillaga þingmanns Sjálfstæðisflokksins um skimun fyrir ristilkrabbameini. Úr því varð ekki – en málið var aftur tekið upp og samþykkt var þingsályktun árið 2007 og átti þáverandi heilbrigðisráðherra að undirbúa skimun sem hefjast átti árið 2008. Í krabbameinsáætlun sem framlengd var til 2030 kemur svo fram að skimun hafi átt að hefjast 2017. Í frétt frá árinu 2022 var sagt að skimun myndi hefjast í upphafi 2023. Það var í fyrra og enn er ekki skimunin hafin. Undirbúningur skimunar fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi hefur því verið í fullum gangi í yfir tvo áratugi. Vandasamt verk Fara þarf eftir ráðlögðum skimunarleiðbeiningum sérfræðinga og uppfylla þarf skilgreind gæðaviðmið og sömuleiðis verður að tryggja að tæknilegir innviðir séu til staðar. Þá þarf einnig að undirbúa alla framkvæmdarferla og semja við þjónustuveitendur, og tryggja fjármagn til framkvæmdarinnar, sem Alþingi ákveður með fjárlögum. En ég veit ekki til þess að framkvæmdin hafi staðið á Alþingi sem hefur í reynd tvívegis samþykkt þingsályktunartillögu til að reyna að hrinda af stað þessari framkvæmd. Þetta er náttúrulega búið að taka alltof langan tíma miðað við hvað það er búið að undirbúa þetta mikið og miðað við þær ákvarðanir sem hljóta að hafa verið teknar á þessum tíma. Ég fagna því að ráðherra lýsti því yfir að ekkert standi því í vegi að skimun geti hafist við lok þessa árs, en sporin hræða í þessum efnum. Það er fullt tilefni til að halda ráðherra vel við efnið og ég heiti því að ef ekki verði þetta komið til framkvæmda að ári þá mun ég leggja fram aðra samhljóða fyrirspurn á Alþingi. Dræm mæting veldur áhyggjum Reglubundin hópleit eftir krabbameini hefur sannað sig sem gríðarlega mikilvæg forvarnaraðgerð af hálfu heilbrigðisyfirvalda. Það veldur mér miklum áhyggjum að aðeins helmingur þeirra kvenna sem fengu boð í brjóstaskimun árið 2022 mættu í skimun. Þátttaka kvenna í brjóstaskimun er svo mun lakari hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Tilefni er því hér að ráðast í alvöru átak til að hvetja konur til að fara í skimun, jafnvel skoða kostnaðarþátttökuna, kynna á fleiri tungumálum en íslensku og skoða hvernig má ná betur til ólíkra hópa. Ég vona svo innilega að okkur takist að hífa upp þátttökuna og hefja reglubundna skimun á ristilkrabbameini. Því skimun getur bjargað mannslífum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun