Rokksafni Íslands verður ekki lokað Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. mars 2024 20:30 Halldóra Fríða segir að ekki standi til að loka Rokksafni Íslands í Hljómahöll í Stapanum í Reykjanesbæ. Magnús Hlynur Hreiðarsson Ekki stendur til að loka Rokksafni Íslands í Hljómahöll í Reykjanesbæ þó það eigi að flytja bókasafn bæjarins í húsið og efla starfseminni í því með samfélagsmiðstöð. Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar var gestur í vöfflukaffi hjá Framsóknarfélagi Árborgar síðasta laugardag þar sem hún fór yfir þau mál, sem eru efst á baugi í Reykjanesbæ. Fram kom í máli hennar að nú eru íbúar bæjarfélagsins um 22 þúsund og þeir þeim sífellt fjölgandi. Halldóra Fríða segir ekkert hæft í þeim orðrómi, sem hefur verið á kreiki að það eigi að loka Rokksafni Íslands í Hljómahöll, það sé fjarri öllum sannleika. „Nei, það er ekki rétt, það stendur ekki til að loka rokksafninu. Það er auðvitað óöryggi í samfélaginu þegar fréttir berast með þeim hætti en það stendur til að gera breytingar. Hins vegar eiga að fara inn í húsið þrjár stofnanir í sambúð og það mun sennilega kalla á stækkun á húsnæðinu og annað,” segir Halldóra Fríða. Þannig að þið ætlið ekki að skella í lás? „Alls ekki, það stendur alls ekki til”, segir hún. Er þetta þá bara einhver misskilningur? „Ég veit það bara ekki, stundum skil ég ekki bara fréttaflutning af svona toga en það er allavega einhver sem kýs að segja söguna með þessum hætti,” segir Halldóra Fríða. En hvaða starfsemi er að fara inn í Hljómahöllina? „Nú er Rokksafnið og tónlistarskólinn í Hljómahöll og bókasafnið mun bætast þar við og þetta verður þá bara samfélagsmiðstöð, sem ég hlakka bara til að sjá vaxa og dafna og eins og ég segi, það kallar sennilega á einhverja stækkun og breytingar og við bara fögnum því,” segir Halldóra Fríða, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar. Safninu verður ekki lokað í Hljómahöll samkvæmt upplýsingum frá formanni bæjarrás Reykjanesbæjar.Aðsend Reykjanesbær Tónlist Söfn Mest lesið Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira
Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar var gestur í vöfflukaffi hjá Framsóknarfélagi Árborgar síðasta laugardag þar sem hún fór yfir þau mál, sem eru efst á baugi í Reykjanesbæ. Fram kom í máli hennar að nú eru íbúar bæjarfélagsins um 22 þúsund og þeir þeim sífellt fjölgandi. Halldóra Fríða segir ekkert hæft í þeim orðrómi, sem hefur verið á kreiki að það eigi að loka Rokksafni Íslands í Hljómahöll, það sé fjarri öllum sannleika. „Nei, það er ekki rétt, það stendur ekki til að loka rokksafninu. Það er auðvitað óöryggi í samfélaginu þegar fréttir berast með þeim hætti en það stendur til að gera breytingar. Hins vegar eiga að fara inn í húsið þrjár stofnanir í sambúð og það mun sennilega kalla á stækkun á húsnæðinu og annað,” segir Halldóra Fríða. Þannig að þið ætlið ekki að skella í lás? „Alls ekki, það stendur alls ekki til”, segir hún. Er þetta þá bara einhver misskilningur? „Ég veit það bara ekki, stundum skil ég ekki bara fréttaflutning af svona toga en það er allavega einhver sem kýs að segja söguna með þessum hætti,” segir Halldóra Fríða. En hvaða starfsemi er að fara inn í Hljómahöllina? „Nú er Rokksafnið og tónlistarskólinn í Hljómahöll og bókasafnið mun bætast þar við og þetta verður þá bara samfélagsmiðstöð, sem ég hlakka bara til að sjá vaxa og dafna og eins og ég segi, það kallar sennilega á einhverja stækkun og breytingar og við bara fögnum því,” segir Halldóra Fríða, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar. Safninu verður ekki lokað í Hljómahöll samkvæmt upplýsingum frá formanni bæjarrás Reykjanesbæjar.Aðsend
Reykjanesbær Tónlist Söfn Mest lesið Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira