„Meiddust“ allir á sama tíma í mismunandi leikjum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. mars 2024 23:00 Markverðirnir tóku málin í eigin hendur. Vísir/Getty Images Athyglisverð atvik áttu sér stað í lokaumferð hefðbundinnar deildarkeppni efstu deildar karla í knattspyrnu í Belgíu. Á sama tíma í þremur mismunandi leikjum „meiddust“ þrír markverðir. Það var þó engin tilviljun. Hervé Koffi, markvörður Charleroi, „meiddist“ í leik gegn Gent. Sömu sögu er að segja af Tobe Leysen - samherja Jóns Dags Þorsteinsson - í leik OH Leuven gegn Mechelen og Maarten Vandevoordt þegar Genk heimsótti Westerlo. Nú hefur komið í ljós að markverðirnir sem um er ræðir „meiddust“ allir til að stöðva leikinn svo samherjar þeirra sem eru Múslimatrúar og því í miðjum Ramadan-mánuði gætu fengið sér mat. „Ramadan er níundi mánuður íslamska ársins er föstumánuður Múslima. Fastan er haldin á hverjum degi allan mánuðinn frá sólarupprás til sólseturs.“ Í frétt vefsins Tribuna segir að um þögult samkomulagi hafi verið að ræða milli leikmanna deildarinnar. Margir leikmenn belgísku deildarinnar eru Múslimatrúar og því í miðjum Ramadan-mánuði. Þegar tuttugu mínútur voru liðnar fóru markverðirnir því niður „meiddir“ svo stöðva þyrfti leikina tímabundið meðan sjúkraþjálfari kom inn á völlinn og gerði að sárum þeirra. Á sama tíma fóru þeir leikmenn sem þurftu út að hliðarlínu til að næra sig. Þar sem ekkert regluverk er í Belgíu sem gerir dómurum kleift að stöðva leikinn á meðan Ramadan stendur þá tóku leikmenn málin í sínar eigin hendur. „Ég tognaði tímabundið á ökkla. Nei, þetta var fyrir strákana sem eru að fylgja Ramadan. Þarna gátu þeir fengið smá næringu,“ sagði Vandevoordt eftir leik. Í leik Gent og Charleroi ætlaði Davy Roef, markvörður Gent, að þykjast vera meiddur en kollegi hans hinum megin á vellinum var fljótari til. „Við samþykktum að gera þetta á 25. mínútu en ég sá Koffi var niður í grasið nokkrum mínútum fyrr,“ sagði Roef glottandi eftir leik. Atvikin hafa vakið athygli enda enginn skaði skeður. Forráðamenn belgísku deildarinnar íhuga nú ef til vill að leyfa dómurum að stöðva leikinn á meðan Ramadan er svo leikmenn þurfi ekki að taka málin í eigin hendur. Annarstaðar í lokaumferð deildarkeppninnar unnu lærisveinar Freys Alexanderssonar í KV Kortrijk óvæntan 1-0 útisigur á stórliði Anderlecht. Sigurinn lyftir Kortrijk af botni deildarinnar og gefur liðinu byr undir báða vængi fyrir komandi umspil sem mun skera úr um hvaða lið falla. Fótbolti Belgíski boltinn Tengdar fréttir Lærisveinar Freys unnu sigur á stórliðinu Lið Freys Alexanderssonar Kortrijk vann í kvöld frábæran 1-0 sigur á stórliði Anderlecht í belgísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Eftir sigurinn er Kortrijk komið úr botnsæti deildarinnar. 16. mars 2024 23:00 Lið Jóns Dags bjargaði sér á ögurstundu Ingibjörg Sigurðardóttir lék allan tímann í liði Duisburg sem mætti Frankfurt á heimavelli í þýsku úrvalsdeildinni. Þá voru Jón Dagur Þorsteinsson og liðsfélagar hans í eldínunni í Belgíu. 17. mars 2024 19:27 Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Sjá meira
Hervé Koffi, markvörður Charleroi, „meiddist“ í leik gegn Gent. Sömu sögu er að segja af Tobe Leysen - samherja Jóns Dags Þorsteinsson - í leik OH Leuven gegn Mechelen og Maarten Vandevoordt þegar Genk heimsótti Westerlo. Nú hefur komið í ljós að markverðirnir sem um er ræðir „meiddust“ allir til að stöðva leikinn svo samherjar þeirra sem eru Múslimatrúar og því í miðjum Ramadan-mánuði gætu fengið sér mat. „Ramadan er níundi mánuður íslamska ársins er föstumánuður Múslima. Fastan er haldin á hverjum degi allan mánuðinn frá sólarupprás til sólseturs.“ Í frétt vefsins Tribuna segir að um þögult samkomulagi hafi verið að ræða milli leikmanna deildarinnar. Margir leikmenn belgísku deildarinnar eru Múslimatrúar og því í miðjum Ramadan-mánuði. Þegar tuttugu mínútur voru liðnar fóru markverðirnir því niður „meiddir“ svo stöðva þyrfti leikina tímabundið meðan sjúkraþjálfari kom inn á völlinn og gerði að sárum þeirra. Á sama tíma fóru þeir leikmenn sem þurftu út að hliðarlínu til að næra sig. Þar sem ekkert regluverk er í Belgíu sem gerir dómurum kleift að stöðva leikinn á meðan Ramadan stendur þá tóku leikmenn málin í sínar eigin hendur. „Ég tognaði tímabundið á ökkla. Nei, þetta var fyrir strákana sem eru að fylgja Ramadan. Þarna gátu þeir fengið smá næringu,“ sagði Vandevoordt eftir leik. Í leik Gent og Charleroi ætlaði Davy Roef, markvörður Gent, að þykjast vera meiddur en kollegi hans hinum megin á vellinum var fljótari til. „Við samþykktum að gera þetta á 25. mínútu en ég sá Koffi var niður í grasið nokkrum mínútum fyrr,“ sagði Roef glottandi eftir leik. Atvikin hafa vakið athygli enda enginn skaði skeður. Forráðamenn belgísku deildarinnar íhuga nú ef til vill að leyfa dómurum að stöðva leikinn á meðan Ramadan er svo leikmenn þurfi ekki að taka málin í eigin hendur. Annarstaðar í lokaumferð deildarkeppninnar unnu lærisveinar Freys Alexanderssonar í KV Kortrijk óvæntan 1-0 útisigur á stórliði Anderlecht. Sigurinn lyftir Kortrijk af botni deildarinnar og gefur liðinu byr undir báða vængi fyrir komandi umspil sem mun skera úr um hvaða lið falla.
Fótbolti Belgíski boltinn Tengdar fréttir Lærisveinar Freys unnu sigur á stórliðinu Lið Freys Alexanderssonar Kortrijk vann í kvöld frábæran 1-0 sigur á stórliði Anderlecht í belgísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Eftir sigurinn er Kortrijk komið úr botnsæti deildarinnar. 16. mars 2024 23:00 Lið Jóns Dags bjargaði sér á ögurstundu Ingibjörg Sigurðardóttir lék allan tímann í liði Duisburg sem mætti Frankfurt á heimavelli í þýsku úrvalsdeildinni. Þá voru Jón Dagur Þorsteinsson og liðsfélagar hans í eldínunni í Belgíu. 17. mars 2024 19:27 Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Sjá meira
Lærisveinar Freys unnu sigur á stórliðinu Lið Freys Alexanderssonar Kortrijk vann í kvöld frábæran 1-0 sigur á stórliði Anderlecht í belgísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Eftir sigurinn er Kortrijk komið úr botnsæti deildarinnar. 16. mars 2024 23:00
Lið Jóns Dags bjargaði sér á ögurstundu Ingibjörg Sigurðardóttir lék allan tímann í liði Duisburg sem mætti Frankfurt á heimavelli í þýsku úrvalsdeildinni. Þá voru Jón Dagur Þorsteinsson og liðsfélagar hans í eldínunni í Belgíu. 17. mars 2024 19:27
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn