„Greinilegt að peningastefnunefnd hefur ákveðið að skjóta langt fram hjá“ Jón Þór Stefánsson skrifar 20. mars 2024 09:57 Vilhjálmur Birgisson segir ákvörðun peningastefnunefndar valda sér miklum vonbrigðum. Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands að halda stýrivöxtum óbreyttum valda sér miklum vonbrigðum. Stór hluti vinnumarkaðar hefur náð kjarasamningum, en þeir snerust að miklu leyti um að ná verðbólgu og vöxtum niður. Meginvextir Seðlabankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 9,25 prósent. „Ég er fyrir miklum vonbrigðum á því að Seðlabankinn hafi ekki stigið eitthvert skref til lækkunnar vaxta eftir að stór hluti vinnumarkaðarins er búinn að semja til langs tíma með hófstilltum hætti. Verkalýðshreyfingin fór í einu og öllu eftir því sem Seðlabankinn óskaði eftir. Ég sagði eftir þá samninga að boltinn væri hjá Seðlabankanum. En það er greinilegt að peningastefnunefnd hefur ákveðið að skjóta langt fram hjá við fyrsta tækifæri til að sýna þjóðinn velvilja í því að verið væri að semja til langs tíma,“ segir Vilhjálmur í samtali við fréttastofu. „Við skulum hafa það hugfast að nánast undantekningalaust þegar verið er að hækka stýrivexti þá er ætið talað um óvissu varðandi komandi kjarasamninga. Nú liggur fyrir að þeirri óvissu hefur verið eytt af stórum hluta.“ Niðurstaða úr atkvæðagreiðslu um samninga Starfsgreinasambandsins og Eflingar mun að sögn Vilhjálms liggja fyrir seinna í dag. Félagsfólk í Fagfélögunum Matvís, VM og RSÍ samþykkti í gær kjarasamninga sína við Samtök atvinnulífsins. „Ég skal fúslega viðurkenna það að ég átti von á því að Seðlabankinn myndi sýna íslensku launafólki, íslenskum heimilum og fyrirtækjum, og okkur öllum meiri skilning í því að stíga jákvætt skref til lækkunnar stýrivaxta, en þeir gera það ekki og valda mér vonbrigðum.“ Þrátt fyrir þetta segist Vilhjálmur trúa því að framundan sé lækkun á stýrivöxtum og verðbólgu. „Þótt að þessi tiltekna ákvörðun í dag hafi ekki leitt til lækkunar tel ég að vextir munu lækka hér á komandi mánuðum.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Seðlabankinn Efnahagsmál Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira
Meginvextir Seðlabankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 9,25 prósent. „Ég er fyrir miklum vonbrigðum á því að Seðlabankinn hafi ekki stigið eitthvert skref til lækkunnar vaxta eftir að stór hluti vinnumarkaðarins er búinn að semja til langs tíma með hófstilltum hætti. Verkalýðshreyfingin fór í einu og öllu eftir því sem Seðlabankinn óskaði eftir. Ég sagði eftir þá samninga að boltinn væri hjá Seðlabankanum. En það er greinilegt að peningastefnunefnd hefur ákveðið að skjóta langt fram hjá við fyrsta tækifæri til að sýna þjóðinn velvilja í því að verið væri að semja til langs tíma,“ segir Vilhjálmur í samtali við fréttastofu. „Við skulum hafa það hugfast að nánast undantekningalaust þegar verið er að hækka stýrivexti þá er ætið talað um óvissu varðandi komandi kjarasamninga. Nú liggur fyrir að þeirri óvissu hefur verið eytt af stórum hluta.“ Niðurstaða úr atkvæðagreiðslu um samninga Starfsgreinasambandsins og Eflingar mun að sögn Vilhjálms liggja fyrir seinna í dag. Félagsfólk í Fagfélögunum Matvís, VM og RSÍ samþykkti í gær kjarasamninga sína við Samtök atvinnulífsins. „Ég skal fúslega viðurkenna það að ég átti von á því að Seðlabankinn myndi sýna íslensku launafólki, íslenskum heimilum og fyrirtækjum, og okkur öllum meiri skilning í því að stíga jákvætt skref til lækkunnar stýrivaxta, en þeir gera það ekki og valda mér vonbrigðum.“ Þrátt fyrir þetta segist Vilhjálmur trúa því að framundan sé lækkun á stýrivöxtum og verðbólgu. „Þótt að þessi tiltekna ákvörðun í dag hafi ekki leitt til lækkunar tel ég að vextir munu lækka hér á komandi mánuðum.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Seðlabankinn Efnahagsmál Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira